Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 28

Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 28
andi flokkur alþýðunnar, liefir vel tekizt, svo sem á Norðurlöndum og í Hollandi. Hins vegar hafa þau ósköp gerst hér á íslandi að bæði Sjálfstæðismenn og Fram- sókn hafa hvað eftir annað tekið hönd- um saman við kommúnista til þess að hindra vöxt og viðgang Alþýðuflokksins. Mér er ekki kunnugt um að slíkt hafi nokkurs staðar gerzt nema hér. Þetta hefur orðið til þess að styrkja þau öfl innan Alþýðuflokksins, sem vildu reyna samstarf við kommúnista, en veikja hin, og er þeim það nokkurt vorkunnarmál þegar þeir sjá Sjálfstæðisfl. og Framsókn bjóða þennan ,,landráðalýð“ velkom- inn til samstarfs við sig. Hví skyldi þá ekki Alþýðuflokkurinn einnig geta starf- að með ,,landráðalýðnum“, sem svo er kallaður í blöðum þessara flokka, hugsa j>essir rnenn. Eina von íslenzku jrjóðarinnar er nú sú, að hægri kratar nái verulegum völdum á íslandi, og samstarf geti tek- ist með Jreim og þeim flokkum, sem svip- aða afstöðu hafa til meiriháttar mála. Nú er svo komið hér á íslandi, að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn sósial- demókratiskari en sambærilegir flokkar eru í öðrum löndum. Reykjavík og stjórn hennar er þar lang-gleggsta dæmið. Samvinna við Sjálfstæðisflokkinn ætti því að vera vel hugsanleg, ef þeir menn ráða Aljrýðuflokknum í framtíðinni, sem meta meira Jrjóðarhag en þjónust- una við erlent vald. Það var engin til- viljun að það var einasti gamli hægri kratinn í núverandi forystuliði Alþýðu- flokksins, Emil Jónsson, sem tók af skar- ið, þegar glötunin blasti við nú í des- ember, og reyndist þess megnugur að valda stefnubreytingu í íslenzkum stjórnmálum. Fyrir þetta ber honum hæði j:>ökk og heiður, og það eins þó einhver svikaöfl verði e. t. v. til að tor- velda það starf, sem hann nú hefir byrj- að. Þá er jnað og skylda allra annarra hægri krata að veita núverandi ríkis- stjórn og Alþýðuflokknunt það brautar- gengi sem þeir mega, meðan rétt er stefnt, en draga sig skilyrðislaust til baka ef hin nýkommúnistisku öfl fá yfirhönd- ina í flokknum á ný. Allri „vinstri villu“ í Alþýðuflokknum á nú að vera lokið. Hún hefir Jregar bakað þjóðinni meira en nóg tjón. # Mörg stórmál bíða nú úrlausnar. Með- al þeirra er stjórnarskrármálið eða kjör- dæmabreytingin eins og það er kallað. Flestir husgandi menn sjá nú, að lengur fær sú skipan ekki staðist óbreytt sem nú er, og þykjast allir vilja breyta til, en urn samkomulag er erfiðara. Sú stefna, sem nú er að ná viðurkenningu flestra, að hafa fá og stór kjördæmi með hlut- fallskosningar og uppbótarsætum, er spor í rétta átt, en hvergi nærri nægir sú breyting ein, ef hér á að komast á skyn- samlegt þjóðskipulag. Annað stórmál, sem leysa Jrarf, er að setja nýja vinnulöggjöf sem fyrirbyggir að ævintýramenn og samsærisflokkar geti misnotað verkalýðssamtökin svo sem nú er gert, og eyðilagt þannig eða truflað heilbrigt atvinnulíf landsmanna. Þriðja og ekki ómerkasta stórmál sem ný stjóm hlýtur að fá til meðferðar er að bvggja upp á ný samband Islands við önnur vestræn ríki og skapa Jrví þann sess þar, sem því ber, en nú er glataður fyrir óhyggilegar og hættulegar aðgerðir á síðustu ámm. Allir sannir íslendingar vænta þess að nú sé liðið J^að vandræðatímabil sem staðið hefir yfir síðan 1953 og náði há- 26 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.