Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 44

Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 44
en þar hafa þeir einmitt náð yfirráð- um í verkalýðssamtökunum. Svipað gerðist, þegar þeir voru öflugastir í Mexico fyrir um það bil 10 árum, þá náðu þeir yfirráðum í iðnfélögunum. Á hinn bóginn nefnir prófessorinn mörg dæmi um það, hve gersamlega herrarnir í Moskvu hafa vanmetið og misskilið vandamál Suður-Ameríku- manna. Rangar baráttuaðferðir og ókunnugleiki hafa oft valdið því, að hinar þjálfuðu forustusveitir kommún- ista í Suður-Ameríku hafa þurft að gera öfugt við það, sem ætlað var. Sem dæmi má nefna, þegar kommúnista- flokkurinn í Mexico fékk skipun um að hætta andstöðunni við Calles og snúast gegn Cardenas, síðan gegn honum aft- ur og með Calles, en báðir þessir for- setar voru taldir of framfarasinnaðir til þess að kommúnistar gætu haft hag af valdatöku þeirra. í Chile, Perú og Venezuela stunduðu kommúnistar svipaða leikfimi í póli- tísku samstarfi, til þess að reyna að vera þeim megin, sem þeir töldu vin- sælla, en endirinn varð sá, að þeir „veðjuðu á vitlausan hest“. Á seinni ár- um bendir margt til þess, að herrarnir í Moskvu séu nú farnir að virða Suður- Ameríkuríkin meira og hafi nú sér- fræðinga fyrir hvert svæði, sem meta með nákvæmni þann mun, sem er á vandamálum í Suður-Ameríku og ann- arra svæða, sem eru á eftir tímanum. Prófessor Alexander hefir athugað gaumgæfilega sambandið milli komm- únista og hersins, sem skiptir miklu máli, vegna þeirra örlagaríku og oft skaðlegu áhrifa, sem afskipti hersins af st j órnmálum Suður-Ameríkuríkj anna hafa í för með sér. Hann bendir á, að þótt sumar þessar hersveitir séu ekki sjálfar eða þurfi ekki að vera hættu- legar eða bein ógnun við þjóðfélagslegt öryggi, geti kommúnistar komið þar svo ár sinni fyrir borð, að þær verði þeim til framdráttar. Herinn vill alltaf hafa völd, og reynir stöðugt að ná þeim og þar af leiðandi verða oft árekstrar milli hans og stjórnmálaflokkanna, en slíkir árekstrar eru ágætt vatn á myllu kommúnista. Þegar þjarmað er að, eins og gert var í Guatemala, getur ástand- ið orðið svo alvarlegt, að herinn þurfi að koma til skjalanna. Prófessor Alexander endar bók sína á fjórum grundvallaratriðum, sem vert sé að festa í minni: 1. Kommúnistar í Suður-Ameríku eru ekki „umbótamenn í landbúnaðar- málum“, þeir eru ekki „frjálslyndir" eða „innlendir byltingasinnar“. Þeir eru vel þjálfuð sveit rétttrúarkommúnista. 2. Aðalhættan af kommúnistum í Suður-Ameríku er fyrst og fremst stjórnmálalegs fremur en hernaðarlegs eðlis. 3. Kommúnistar í Suður-Ameríku starfa í meginatriðum við nákvæmlega sömu skilyrði og í öðrum löndum, sem eru á eftir í tækniþróuninni, þar sem þeir sjá fram á stórstígar breytingar af völdum iðnvæðingarinnar. 4. Öflugustu andstæðingar komm- únista í Suður-Ameríku eru lýðræðis- sinnar, frjálslyndir flokkar, sem vinna að þjóðfélagslegum umbótum með lýð- ræðislegum og friðsamlegum aðferðum. Til viðbótar hinum greinagóðu niður- stöðum prófessorsins, vill sá, er þetta ritar, bæta við fimmta atriðinu, sem kemur skýrt fram í bók prófessors Al- exanders: Ástandið í Suður-Ameríku bendir ótvírætt til þess, að það sé ekki fátækt- 42 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.