Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 30
íslenzkum stjórnmálum og hlýtur að
leiða til stórfelldra breytinga á flestum
sviðum í þjóðlífi voru nú á næstu ár-
um. íslenzka þjóðin er óvenjulega sundr-
uð þjóð. Hún þarfnast meiri samstöðu
inn á við og út á við en til þessa hefur
fengizt. Hin lágkúrulegu og smásmugu-
legu flokkshagsmunasjónarmið hafa
blindað of marga af leiðtogum þjóðar-
innar, til þess að heilbrigð pólitík gæti
þrifizt í landinu. Þetta verður að breyt-
ast og er óðum að breytast, þó ennþá
ráði um of hatur og einstrengisleg flokks-
sjónarmið allt of miklu á sviði stjórn-
málanna. Þetta þarf að breytast, og mun
breytast, þó að það kosti vafalaust mikil
átök næstu árin. En það breytist ekki,
nema samstarf takist með þeim flokkum
og mönnum, sem skilja hvert stefnir og
vilja spyrna fæti við áður en í fullkomið
óefni er komið.
Þó að ég skiljist nú við Dagrenningu,
a. m. k. um stundarsakir, er það fyrst og
fremst sökum þess, að ég finn að
mér er þörf hvíldar og einhverrar til-
breytingar frá því sem verið hefur, og
vel getur svo farið, ef efni standa til, að
í lok ársins sendi ég frá mér myndarlegt
hefti af Dagrenningu, en ekki vil ég nú
gefa neitt bindandi fyrirheit þar um. Þá
hefur það einnig komið til orða, að
stofna félag, sem tæki að sér að halda
henni áfram, en ekki eru miklar líkur
til þess að af því verði.
Framundan eru nú miklir örlagatím-
ar, og hinir ótrúlegustu atburðir eiga
eftir að gerast í náinni framtíð. Á ýmsa
þeirra hefir verið drepið í þessu riti og
má nú brátt sjá hversu eftir gengur. Það
er mín bjargföst trú, að menn muni,
áður en mjög langt líður, taka að átta
sig á því, hvílíkan sannleika er að finna
í spádómum Biblíunnar um þá tíma,
sem vér nú lifum og þá framtíð, sem vér
lítillega getum enn skynjað. Þá mun þess
e. t. v. minnst, að það var Dagrenning,
sem átti nokkurn þátt í því, að vekja
íslenzku þjóðina til skilnings á því mik-
ilvæga málefni. í þeirri vissu að svo verði
legg ég nú frá mér pennann.
28 DAGRENNING