Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 9
til tunglsins eða jafnvel enn fjarlægari hnatta. Þegar ég benti á það í Dagrenn- ingu fyrir tólf árum, að geimför þau, sem menn hafa séð svo oft á sveimi um- hverfis jörðina síðustu árin, og nefnd hafa verið „fljúgandi diskar“, mundu vera geimför frá öðrum hnöttum, hlógu menn og sögðu að ég mundi vera „bil- aður á geðsmunum" eða „auðtrúa sál“. Nú svífur einn slíkur „fljúgandi disk- ur“, sendur út af Bandaríkjunum um- hverfis jörðina og „talar“ til vor jóla- boðskap Eisenhowers Bandaríkjaforseta, og annar slíkur „fljúgandi diskur“ var nýlega útsendur af Rússum, af svo mikl- urn krafti að hann fór framhjá tungl- inu og er nú ný „reikistjama" í sól- kerfi voru. í þessum efnum er hraðinn svo mikill og framvindan svo ör að vafa- laust hefir það tekizt fyrir lok ársins 1960 að sigrast á síðustu örðugleikun- um við geimsiglingar, og ferðalög til fjarlægra hnatta geta bráðlega hafist. Ef svo reynist hefur spámæling Pýramídans ekki reynst röng, heldur hafa tilgátur spádómsþýðandanna ekki staðist. TRÚRÆN VIÐHORF. Ég liefi ekki farið dult með það í Jjessu riti að síðustu fimmtán árin hefir trúrænt viðhorf mitt breyzt stórlega frá því sem áður var. Eins og hjá öðrum ungum mönnum, sem mótuðust í og eft- ir fyrri heimsstyrjöldina — þ. e. á árun- um 1912—1930 — var efnishyggjan mjög ríkur þáttur í lífsskoðunum mínum, allt fram yfir fertugsaldur. Raunvísind- in áttu að lækna allt. Mannkynið hlaut að komast á hærra menningarstig með hinum efnislegu framförum og allt hið ganrla var ýmist villukenningar eða úr- elt lífsskoðun. En síðari heimsstyrjöldin kollvarpaði öllum þessum fávíslegu skýjaborgum efnishyggjunnar, því hún leiddi í ljós, að mannkynið hafði ekki batnað heldur versnað við allar framfar- irnar. Ég fór alvarlega að efast um efnis- hyggjuna. Og ég sneri mér tafarlaust að þeim „andlegu“ hreyfingum, sem þá bar hæzt og flestir virtust aðhyllast: spiritismanum og guðspekinni. Um nokkur ár lagði ég stund á það, að kynnast þessum stefnum og í fyrstu var það svo, að mér fannst ég finna í þeim nýja von. En er ég kynntist þeim nánar varð mér ljóst, að þær leystu ekki allan vanda leitandi og hugsandi mannssálar. Ég fór á ótal miðilsfundi og varð sannfærður um að þar var um eitthvert samband að ræða við ósýnilegan heim. Hins vegar varð mér fljótlega ljóst að öll þau sambönd sem fengust voru lág og lítið sem ekkert á þeim að græða. Ég gerði mér þó enn ekki fyllilega ljóst að stórhættuleg starfsemi gæti verið þama á ferðinni. Guðspekin var á þessum tímum svo samofin spiritismanum, að fæstir gerðu þar á þann greinarmun, sem þó er rétt að gera. Mér duldist þó ekki að guð- spekin afneitaði algjörlega Jesú Kristi og frelsunarhlutverki hans, þó hún teldi hann „einn hinna hæstu meistara“. Guðspekin er „spekitrú", sem snýr sér algjörlega að hinu vitræna og reynir að finna skiljanlega lausn allra vandamála. Endurholdgunarkenningin,, sem er ein af sterkustu stoðum guðspekinnar, ger- ir alla „frelsun" frá synd og dauða óþarfa, því sálimar verða að halda sína braut til þroska, hvort sem þeim lík- ar betur eða ver, og enda í hinu full- komna algleymi. DAGRENNING 7

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.