Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 27
HÆGRI KRATAR.
Áróðursliði kommúnista og nýkomm-
únistum hefir í sambandi við stjórnar-
skiftin orðið tíðrætt um þá tegund Al-
þýðuflokksmanna, sem þeir kalla „hægri
krata“. Auðvitað er Jaessi nafnagift runn-
in frá kommúnistum eins og flest annað
af þessu tagi, og á þetta að vera einhvers
konar svívirðingarheiti á þeim mönnum
í Alþýðuflokknum, sem ekki hallast að
nýkommúnismanum, en vilja að Al-
þýðuflokkurinn sé sjálfstæður og reki
skynsamlega pólitík. Það er mál til kom-
ið að þessir menn geri upp sakimar við
ruslaralýð nýkommúnista, sem vaðið hef-
ir uppi í flokknum árum saman og flæmt
þaðan burt alla þá menn, sem bezt höfðu
reynst flokknum og byggt hann upp. Af-
leiðingin af innreið þessa ógæfulýðs
hefir orðið sú, eins og áður er sagt, að
flokkurinn riðar nú á barmi glötunar-
innar og mun þurrkast út nema breytt sé
algjörlega um stefnu. En hér þýðir ekki
að tala við nýkommúnistana, þessar
furðulegu senditíkur Moskvu-valdsins í
öllum flokkum, sem gelta alltaf eins og
þeim er sagt. Hér verður að tala við
kjósendurna sjálfa. Meðan þeir láta
blekkjast af þessum mönnum, geta þeir
engum um kennt þó illa fari, nema
sjálfum sér. Það eru því miður fleiri cn
heimskir og lítilsigldir kjósendur, sem
hafa látið blekkjast til fylgis við þessar
senditíkur, og skapað það öngþveiti sem
nú blasir við. Og það verður að átta
sig sem fyrst á því hvernig komið er.
En fólk áttar sig aldrei, ef „hægri
kratarnir", sem svo eru kallaðir, fara
undan í flæmingi og þykir skömm af
nafngiftinni, afsaka sig og láta nauð-
ugir leiðast til fylgis við senditíkum-
ar. Fólk verður að læra að skilja það, að
í rauninni eru ekki til neinir aðrir „krat-
ar“ en „hægri kratar", þ. e. lýðræðis-
sinnaðir jafnaðarmenn. Svokallaðir
„vinstri kratar“ em undantekningar-
laust leiksoppar og leigutól kommúnista,
langoftast sendir inn í félög Alþýðu-
flokksins til þess að sundra þeim eða
valda þar árekstrum. Menn þessir eiga
enga persónulega skoðun. Kommúnistar
„láta í þá“ þær skoðanir, sem þeir þurfa
hverju sinni að koma þar á fram-
færi, og þar eru þeir svo látnir endur-
taka ruglið, þar til þeir hafa flekað
til fylgis við sig auðtrúa sálir sem lítinn
persónulegan þroska hafa. En þegar svo
er komið fyrir þessum auðtrúa heimsk-
ingjum, eiga þeir að fara burtu og yfir
til kommúnista, því þá eru þeir orðnir
kommúnistar þó þeir, af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum, ekki skilji það
eða vilji við það kannast. Hægri kratar
em aftur á móti hin eiginlega uppistaða
allra alþýðuflokka um allan hinn vest-
ræna heim. Það eru þjóðhollir menn,
réttsýnir og velviljaðir, sem skilja vel
hvar skórinn kreppir hjá hinum vinn-
andi stéttum og vilja bæta úr örðugleik-
um þeirra, án þess þó að kollvarpað sé
því þjóðskipulagi, sem á djúpar rætur
í menningu og sögu þjóðanna. Hægri
kratarnir eru því það bjarg, sem komm-
únistar reka sig fyrst á þegar þeir byrja
undirróðurs- og svikastarfsemi sína í ein-
hverju landi. Þess eru engin dæmi að
hægri kratar hafi nokkru sinni svikið
föðurland sitt, en kommúnistar og ný-
kommúnistar stefna alls staðar markvisst
að því að svíkja föðurland sitt undir jám-
hæl kúgunar og þrældóms, svo sem
greinilega má læra af sögu hinna undir-
okuðu Eystrasaltsríkja, þar sem hver
maður er nú þræll. Þar sem þjóðimar
hafa borið gæfu til að forðast kommún-
ismann og hægri kratar hafa orðið ráð-
DAGRENNING 25