Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 45

Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 45
FRÁ FURÐUSTRÖNDUM: Formælináar Faróanna Flcstir nútímamcnn afncita allri hjátrú og telja hiuti eins og formælingar hrcinustu fjar- stæðu. En þegar þér hafið lesið eftirfarandi grein, komizt þér varla hjá því að viðurkenna, að enn gerast undarlegir og dularfullir atburðir í heimi hér — atburðir, sem rökhyggjan getur ekki skýrt og jafnvel vefjast fyrir ímyndunarafiinu líka. „Formæling faraós hittir nýtt fórn- ardýr. George Jay Gould deyr með sviplegum hætti.“ Eflaust hefur farið ónotahrollur um þá, sem lásu þessa feitletruðu forsíðu- fregn í morgunblaðinu sínu. Vissulega hafði grafarró egypzks konungs verið raskað, en átti að leggja trúnað á frá- sagnirnar um hefndina, sem biði þeirra, er ónáðuðu hann? Var þessi „formæling m, sem elur af sér kommúnismann, heldur getuleysi þeirra, sem vilja út- rýma fátæktinni án þess að fórna fyrir það frelsi og réttlæti. Lokaniðurstaða próf. Alexanders er sú, að einræðið sé of valt í sessi og ekki nægilega traustur varnargarður gegn blóðbylgju kommúnismans. Aðeins þeir, sem geta lagt fram vel hugsaða og raunhæfa áætlun um þjóðfélagsleg- ar umbætur fyrir íbúa Suður-Ameríku, munu geta hrósað sigri yfir kommún- ismanum. Starfsemi kommúnista í Suður-Ame- ríku ætti að geta hjálpað öðrum til að koma auga á þennan mikilsverð? sann- leika. faraóanna“ til í raun og veru? Og hvað- an var hún upprunnin? Það var Englendingur að nafni Ho- ivard Carter, sem fann gröf Tut-Ank- Amons. Og hann hefur líka, eftir að hann fann smyrling konungsins, gefið beztu og gagnorðustu lýsinguna á lífi hans, með þessari setningu: „Merkasti atburðurinn í lífi hans var, að hann dó og var grafinn." Betur mun tæplega hægt að koma orðum að þessu. Tut-Ank-Amon dó sem sé 18 ára gam- all. Hann var kvæntur dóttur hins of- stækisfulla umbótamanns og „villutrú- arkonungs" Amenhoteps (Echnatons) IV. og tók við konungdómi að honum látnum, á 14. öld f. Kr. En í hinni stuttu valdatíð hans gerðust engir sögulegir atburðir. Hins vegar sagði klettagröf hans og dýrgripirnir, sem hún hafði að geyma, hinum forvitnu rannsóknarmönnum, er opnuðu hana eftir 3000 ár, meira um lífið á hans tíma en fyrri uppgreftir höfðu gert. Gröf Tut-Ank-Amons var stórkostlegasti fundurinn í sögu upp- graftarins í Egyptalandi, og svo stór- DAGRENNING 43

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.