Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 17

Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 17
næstu heimsstyrjöld. Sovétríkin eða stjórnendur þeirra vilja þó ekki styrjöld nú Jregar, þó Jrau séu við öllu búin. Þau vilja enn halda kalda stríðinu áfram því það hefir fært Jreinr meiri landvinninga og yfirráðaaðstöðu en þá mun hafa dreymt um þegar það hófst. Nú er svo komið, að Sovétríkin eru að ná algjörum yfirráðum á hinum ara- biska heimi. Líklegt er að þau gefi Nasser bráðum „lausn í náð“ og herði meira að Egyptalandi og Sýrlandi þeg- ar Jrau hafa komið ár sinni betur fyrir borð í írak, en Jrað ríki er nú raunveru- legt leppríki Rússa. Margt bendir til Jress að í Persíu — Iran — komi fljótlega til átaka og standa Sovétríkin nú ólíkt betur að vígi til að láta til sín taka þar, eftir að Jrau liafa orðið bæði tögi og hagidir í írak. Bagdad-bandalagið, sem átti að vera eins konar Atlantshafs- bandalag Arabaríkjanna má nú telja dautt og áhrifa Breta er hætt að gæta í hinum arabiska heimi. Á því, að svo er komið, eiga Bandaríkin mesta sök. Þan munu hafa ætlað sér að ná Jieirri aðstöðu sem Bretar áður höfðu, en verða nú að horfa á Rússa gera öll Arabaríkin að meiri og minni leppríkjum. Utanríkisstefna Rússa hefir verið ákveðin og mjög vel skipulögð síðustu árin. Þeim hefir tekizt að evðileggja alveg Bagdadbandalagið og gera hinn arabiska heim að leppríkjum og ná þar með yfirráðaaðstöðu yfir olíufram- leiðslu þeirri, sem Vestur-Evrópa verð- ur enn að byggja orkuþörf sína á, og Jaar með lífsafkomu sína. Þeim liefir einnig tekist að lama svo Atlantshafs- bandalagið að það er svo að kalla óstarf- hæft, enda hafa samtök vestrænna jDjóða ekki borið sitt barr síðan Banda- ríkin ráku rý'tinginn í bak Breta og Frakka við Súez I95G. Það óláns- og óhæfuverk verður seint bætt, né sú and- úð lægð sent Bandaríkin sköpuðu sér með þeim afskiftum. Þar var tvímæla- laust að verki „hið leynilega vald“, sem minnst er á á öðrum staðl í Jiessari grein, og er óþarft að ræða frekar þar um. í Atlantshafsbandalaginu, þessu lífsnauðsynlega bandalagi vestrænna Jijóða, er nú liver höndin upp á móti annarri og engar liorfur á að samkomu- lagið batni. Það eru að miklu leyti verk Sovét-Rússlands hvernig komið er þess- um málum, Jiví að Jtaðan er á skipu- lagsbundinn hátt unnið að eyðilegg- ingu þessara samtaka, og öllum tiltæk- um ráðum beitt. Meira að segja hefir svo tekizt til að ísland hefir orðið leik- soppur í hendi hinna rússnesku ráða- manna til þess að spilla samstarfi vest- rænna Jtjóða, og efna til fjandskapar með íslendingum og þeim ríkjum, sem vér eigum mest undir þegar til styrjald- arátaka kemur næst. VESTURFÖR MIKOJANS. Eitt af því sem megináherzla er lögð á nú er það, að telja heiminum trú um, að nú séu aðeins til tvö stórveldi í ver- öld vorri, sem sé Sovét-Rússland og Bandaríkin. Þetta er gert tii þess að niðurlægja Bretland og Frakkland enda eru þau nú talin vera orðin „annars flokks stórveldi“, af málpípum komm- únista og amerískra kapitalista, sem nú vinna orðið augljóslega saman. Þessi heimskulegi áróður birtist í mörgum myndum og útgáfum. Það er athyglis- vert að fyrir síðustu heimsstyrjöld var nákvæmlega sams konar áróður í trannni hafður. Þá var sagt að Rússland kommúnismans annars vegar og Þýzka- land nasismans hins vegar væm liin eig- DAGRENNING 15

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.