Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 26

Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 26
únisti þegar á reyndi, heldur rétttrúaður Moskovíti, eins og allir þeir vissu að hann var, sem bezt þekktu manninn. Hans hlutverk átti aldrei að verða það, að sprengja kommúnistaflokkinn til hagsmuna fyrir Framsókn og samstarfs- flokk hennar, heldur hitt að sundra þjóðinni sem mest, og skapa sem mesta árekstra milli íslendinga og annarra vest- rænna þjóða, auk þess sent hann átti að binda ísland sent föstustum fjárhagsf jötr- um við Rússland og leppríki þess. Allt þetta hefir tekist með svo mikilli prýði að furðu sætir. Þegar nú „vinstri stjórn- in“ fer frá er ástandið þannig: Sú vinátta og hið gagnkvæma traust sem myndast hafði við Bandaríkin er far- ið vegna uppsagnar okkar á herverndar- samningnum, og síendurtekinna óvildar- aðgerða í garð Bandaríkjamanna, og all- ar framkvæmdir, sem fyrirhugaðar voru í samstarfi við Bandaríkin, eru hættar, joar með taldar miklar vegagerðir, flug- vallagerðir og hafnargerðir, sent Banda- ríkjamenn hugðust hafa hér. Tekjumar af Keflavíkurflugvelli fara síminnkandi og Bandaríkjamenn stefna að því að geta yfirgefið hér allt og fengið sér aðrar bæki- stöðvar. Islendingar eru komnir í styrjöld við Bretland vegna þvergirðingsháttar og heimskulegrar meðferðar á landhelgis- málinu, þar sem neitað hefir verið að ræða við Breta um málið og þess vegna útilokað að það gæti fengið nokkta lausn, ltvorki til bráðabrigða né endanlega. Það er algjör blekking að „aðrar þjóðir“ en Bretar hafi viðurkennt tólf mílna land- helgina hér. Það hefir engin þjóð við- urkennt hana, þó þær hafi, meðan deil- an við Breta stendur yfir, bannað skip- um sínum að veiða nær landi en tólf mílur. Fyrir Lúðvíki Jósefssyni og kommúnistaflokknum vakti ekki að fá landhelgina færða út — það var þeim al- gjört aukaatriði. — Hitt var þeim aðal- atriði að koma af stað sem mestum fjand- skap og sem mestri misklíð milli íslend- inga og Breta og æsa fólkið í landinu til óhappaverka, sem leitt gætu jafnvel til hernaðarátaka eða annarra stórvand- ræða í sambúð íslands og nágranna þeirra. Og þetta hefir tekist — jafnvel betur en kommúnistar munu hafa gert ráð fyrir. Hér er svo ótalið það sem e. t. v. verð- ur verst að lagfæra, en það er að um 70% af útflutningsverzlun þjóðarinanr er nú komin austur fyrir tjald, og aðeins um vöraskiftaverzlun að ræða. Við þetta bætist svo það, að kommúnistum hefir tekist á þessum tíma að koma sínum mönnum fyrir í mörgum þýðingarmikl- um trúnaðarstöðum í þjóðfélaginu, s. s. í bönkunum, ráðuneytunum, Háskólan- um og víðar. Af þessu er augljóst að íslenzkum kommúnistum og hjálparliði þeirra hefir tekist á þeim rúmum tveimur árum, sem þeir hafa haft valdaaðstöðu á íslandi, að vinna húsbændunum í Moskvu meira gagn en hægt var að ætlast til af þeim í öndverðu. Lokaáfanginn er þó enn eft- ir, en hann er sá að losa ísland úr Atlants- hafsbandalaginu og láta það vanefna og svíkja allar skuldbindingar, sem það hef- ir tekist á hendur sem vestræn lýðræðis- þjóð, koma hér á mannvígum og fang- elsunum að austrænum sið og innlima fsland í leppríkjakerfi Sovétríkjanna. Þegar komið var að þessum áfanga brast bæði Framsóknarmenn og Aþýðuflokk- inn kjarkinn til að fylgja kommúnistum lengra út í foraðið. Þar er að leita hinna réttu orsaka þess, að „vinstri stjómin" baðst lausnar nú í desember. 24 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.