Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2015, Page 16

Ægir - 01.01.2015, Page 16
16 F isk isk ip FISK Seafood hf. á Sauðárkróki keypti frystiskipið Málmey SK sumarið 1995 en það hét þá Sjóli HF 1. Togarinn var smíðað- ur sem frystitogari í Noregi árið 1987. Hann hefur því alla tíð verið gerður út á frystingu en í september síðastliðnum var hafist handa við að taka allan búnað af vinnsluþilfari og því næst var skipinu siglt til Pól- lands þar sem vinnsluþilfarið var allt endurnýjað og klætt upp á nýtt, lestarlúga færð og lagfæringar gerðar í lest, eld- hús og borðsalur endurnýjað og skipt um stóran hluta togþil- fars. Skipið var sandblásið hátt og lágt, málað og því næst siglt til Akraness og kom þangað í desember. Þar var vinnslu- og kælingarbúnaður frá Skagan- um hf. og 3X Technology settur um borð. Lokafrágangur fór síðan fram á Sauðárkróki nú undir lok janúarmánaðar. Auk áðurnefndra fyrirtækja komu komu að breytingum Kælismiðjan Frost, sem hefur með höndum allan kælibúnað í skipinu, iTUB keraleiga á Dalvík sem leigir rösklega 600 fiskiker í lest og Vélaverkstæðið Þór í Vestmannaeyjum sem fram- leiddi tvö snúningsbönd fyrir lest skipsins. Auk áðurnefndra breytinga á skipinu var toggálgi hækkað- ur og færður aftar, ísgálgar voru fjarlægðir og síður hækkaðar að aftan til að fá meira skjól á vinnusvæði við skutrennu. Skipstjórar á Málmey SK 1 eru Björn Jónasson og Ágúst Ómarsson, fyrsti stýrmaður er Sæmundur Hafsteinsson og yf- irvélstjóri Gunnar Sigurðsson. Hjartað í kerfinu er myndgreiningarbúnaður sem bæði greinir tegundir og metur þyngd á hverjum einasta fiski sem fer í vinnsluna. Þessar upplýs- ingar eru síðan nýttar til að stýra aflanum rétta leið, velja saman tegundir, stærðir og skammtastærðir í kerfinu. Markmiðið að fá hráefni í hæsta gæða- flokki í land - segir Gylfi Guðjónsson, útgerðarstjóri FISK Seafood Þeir Albert Högnason, þróunarstjóri 3X Technology og Skagans, (t.v.) og Gylfi Guðjónsson, útgerðarstjóri FISK Seafood, voru bæði bjartsýnir og spenntir þegar uppsetningu kerfisins í Málmey var að ljúka og reynsluveiðiferð að hefjast.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.