Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 6

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 6
6 Á undanförnum vikum hefur sannast enn og aftur hið fornkveðna máltæki að ekki er á vísan að róa. Því var fagnað með tilheyrandi reikni kúnstum í fjölmiðlum strax við úthlutun loðnukvótans fyrir ver- tíðina hversu margir milljarðar yrðu í hendi úr leyfilegum afla. Gleymdist að vísu að taka tvo mikilvæga þætti með í þann reikning, þ.e. að fyrst þyrfti að ná í aflann og í öðru lagi gera úr honum verð- mæti og selja. Merkilegt nokk þá hættir okkur furðu oft til þess hér á landi að gleyma inngripi náttúruaflanna og óútreiknanleika þeirra - ættum þó að hafa lært nóg af árhundruða sögu í sjósókn á þessi erfiðu norðlægu hafsvæði. Líkt og loðnusjómenn vitna um í blaðinu þá var vertíðin þeim mjög erfið. Og auðheyrilegt að það er ekki íslenskum sjómönnum að skapi þegar þannig fer að úthlutaður kvóti næst ekki að fullu. Líkt og gerðist nú. Engu að síður er ekki annað hægt en taka ofan fyrir loðnusjómönnum fyrir þann árangur sem þeir þó náðu á vertíðinni miðað við aðstæður. Okkur í landi þótti nóg um hamagang- inn í veðrinu og kvörtuðum sáran yfir því að komast ekki frá A til B en á sama tíma börðust loðnusjómenn oft í haugasjó við veiðar og kepptust við að afla verðmæta. Miðað við allt telst mjög ásættanlegt og í raun gleðilegt fyrir þjóðarbúið að jafn hátt hlutfall af úthlutuðum kvóta hafi náðst á land. Framundan er makrílveiði í sumar en sá veiðiskapur er á örfáum ár- um orðinn meðal mjög mikilvægra pósta í íslenskum sjávarútvegi. Og þá ekki aðeins fyrir stóru skipin heldur ekki síður fyrir smábátana. Í Ægi birtist nú afar fróðleg yfirlitsgrein fjögurra sérfræðinga hjá Hafrann- sóknastofnun um 100 ára sögu makríls við Ísland. Í greininni er fjallað um þá þætti sem skýra auknar göngur makríls á Íslandsmið og raunar langt vestur fyrir Ísland. Augljóslega eru ýmsir þættir í umhverfinu, s.s. sjávarhiti, sem þar leika stórt hlutverk en hins vegar má líka af lestri þessa efnis draga þá ályktun að ekki sé hægt að skýra göngur makríls með mjög einföldum þætti. Áhrifavaldarnir á göngumynstur makríls eru mjög margir sem líka segir okkur þá sögu að alveg eins og makríll- inn gerði sig á fáum árum heimakominn á Íslandsmiðum þá getur hann líka horfið héðan á fáum árum. Makrílstofninn er sterkur um þessar mundir og eðlilegt að Íslendingar nýti hann í eigin lögsögu. Annars má segja að það sé blómlegt yfir fiskveiðum, nánast hvert sem litið er. Togarar hafa fiskað vel af botnfiski nú á útmánuðum, sett eru ný aflamet á línubátum fyrir vestan og sunnan og öll net hjá grá- sleppukörlum fylltust um leið og þeir lögðu skömmu fyrir páska. Því betur fer nú saman góð veiði á grásleppu og góðar aðstæður á af- urðamörkuðum. Blessaðir veðurguðirnir munu líka eitthvað hafa að segja um framvinduna í grásleppuveiðunum nú í vor en útlitið er að sönnu gott. Framundan er síðan strandveiðitímabilið og margir sem hugsa sér gott til þeirrar glóðar. Það er eins og fyrri daginn að með hækkandi sól færist enn meira meira líf í sjávarplássin og lifnar yfir mannfólkinu. Þrátt fyrir allt þá er lífið á Íslandi fiskur. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Ekki á vísan að róa Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5500 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.