Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 25

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 25
25 „Niðurstöður rannsóknanna hingað til benda til þess unnt sé að auka gæði sjávarafurða verulega með ofurkælingu; bæta gæði og nýtingu í vinnslu, lengja líftíma fullunninnar vöru og fleira. Með öðrum orð- um getur verið um að ræða nýja framleiðsluvöru með öðr- um eiginleikum en við höfum þekkt hingað til. Margir þættir í verkefninu eru þó enn órann- sakaðir en ég vonast til að um mitt ár 2016 liggi niðurstöðurn- ar fyrir og þá verði skýrara hvaða eiginleikum afurðir eru búnar sem eru framleiddar úr ofurkældu hráefni,“ segir Gunnar Þórðarson, stöðvar- stjóri Matís á Ísafirði. Matís hefur um eins árs skeið leitt rannsóknir á Íslandi á notkun ofurkælingar í fiskveið- um og fiskvinnslu. Hugmyndin kviknaði í framhaldi af þeim ár- angri sem náðst hefur í kælingu í makrílveiðum við Ísland að sumarlagi en sú aðferð hefur lagt grunninn að gæðum makr- ílafurða í landvinnslu. Í fram- haldinu hóf Matís rannsóknir, í samvinnu við framleiðendur vinnslubúnaðar, útgerðir og önnur rannsóknarfyrirtæki, á áhrifum ofurkælingar hráfnis í botnfiskveiðum og -vinnslu. Fjárstyrkur hefur fengist til rannsóknanna og ná þær einn- ig til vinnslu og útflutnings á laxi í Noregi. Mikill ávinningur mögulegur Með ofurkælingu er átt við að hráefnið er í ákveðnum þrepum kælt strax eftir veiðar niður í um mínus 0,8 gráður. Rannsóknir hingað til benda til að með þessu ferli sé hægt að hafa veruleg áhrif á dauðastirðnun í fiskinum og los í fiskholdinu en það eru áhrifaþættir sem skipta bæði verulegu máli hvað varðar gæði í fiskvinnslunni; flökun og nýtingu, auk þess sem geymslu þol afurðanna lengist verulega. Búið er að breyta einum tog- ara á Íslandi úr frystiskipi í skip með sérhæfðum búnaði til of- urkælingar á aflanum sem þýðir að um borð er enginn ís notað- ur til kælingar á fiskinum. Með sama hætti er verið að gera til- raunir með ofurkælingu í smá- bátum og í Noregi stendur Mat- ís að rannsóknum á bæði áhrif- um ofurkælingar á vinnslu á ferskum laxi og útflutningi þar sem afurðir eru t.d. fluttar án íss til erlendra kaupenda. „Mesta ávinninginn sjáum við í vinnslu og útflutningi á ferskum flökum og flakaafurð- um, sem er stór og vaxandi hluti í íslenskum sjávarútvegi. Þetta eru mjög áhugaverðar rannsóknir sem miklu gætu skilað,“ segir Gunnar. Mikill ávinningur af ofurkælingu Gunnar Þórðarson, stöðvarstjóri Matís á Ísafirði. Ofurkæld þorskflök. Matís rannsakar áhrif ofurkælingar í vinnslu laxaafurða í Noregi. R a n n sók n ir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.