Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 22

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 22
22 „Rekstrarumhverfi okkar hefur verið jákvætt undanfarið. Þar skiptir miklu að olíuverð hefur lækkaði talsvert og fiskmarkað- ir hafa verið nokkuð líflegir,“ segir Hjörtur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Ögurvíkur hf. sem gerir út frystitogarann Vigra RE- 71. Síðustu sumur hefur Vigri tekið þátt í makrílveiðum við landið af miklum krafti og land- aði skipið um 2000 tonnum af makríl á síðasta ári. Hjörtur seg- ir vissulega blikur á lofti varð- andi makrílmarkaði vegna ástandsins í Rússlandi og Úkra- ínu sem hafa verið stærstu markaðirnir fyrir makríl undan- farin ár. Hjá Ögurvík annast menn sjálfir sölu- og markaðs- starf og eru fyrir vikið með góða tilfinningu fyrir því sem er að gerast á mörkuðunum hverju sinni. „Í upphafi makrílvertíðarinn- ar í fyrra töldum við okkur með pálma í báðum höndum þegar Íslendingar áttu að sitja einir að makrílmarkaðnum í Rússlandi ásamt Færeyingum og Græn- lendingum. Þetta hefur hins vegar spilast nokkuð öðruvísi því stríðsástandið í Úkraínu hef- ur magnast samhliða gengisfalli rúblunnar og verðfalli á olíu. Þetta hefur dregið máttinn úr Rússum sem eru orðnir mun varfærnari í viðskiptum en áð- ur.“ Hjörtur segir að Ögurvík hafi verið með sterka kaupend- Þurfum að bretta upp ermar og finna fleiri markaði fyrir makrílinn Hjörtur Gíslason framkvæmdastjóri Ögurvíkur segir hærri launakostnað í sjófrystingu en landvinnslu og meiri auðlindaskatt á sjófrystar vörur aðal- ástæðu þess útgerðir hafa verið að færa vinnsluna aftur í land. F isk istofn a r

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.