Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 17

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 17
17 að hverfa vegna margra metra ölduhæðar þó komið hafi verið því sem næst logn á miðunum. Það leið alltaf stutt á milli stór- viðra og sjórinn gekk einfald- lega nánast aldrei niður fyrir vikið. Ef veðrið hefði verið betra þá hefðu skipin náð þessum kvóta sem eftir er,“ segir Hörður Már en vertíðina hóf Sigurður VE á trolli fyrir norðan land en síðan tók nótin við. Bilun varð í spilbúnaði skipsins í byrjun ver- tíðar en eftir viðgerð á Akureyri voru þau vandamál úr sögunni. „Við erum að ljúka vertíðinni núna á hefðbundum tíma og höfum raunar getað veitt leng- ur í ár en oft áður. Bæði kemur það til að mikið er eftir að kvót- anum og mörg skip náðu ekki að klára og svo kom auðvitað líka þessi vestan- eða eiginlega norðanganga sem við veiddum úr nú í restina útifyrir og inni á Breiðafirði. Í fyrra var mjög lítið af hafa úr vestangöngu en fyrir nokkrum árum umtalsvert. Núna bjargaði þessi ganga eig- inlega því sem bjargað varð,“ segir Hörður Már. Kolmunninn næsta verkefni Hörður Már segist ánægður með skipið á þessari fyrstu ver- tíð. Hann segir þó bæði kosti og galla við stærð skipanna í þeim aðstæðum sem voru yfirleitt á miðunum í vetur. „Stærri skipin taka miklu meiri vind á sig, hreyfingarnar verða miklu öflugri og ýmislegt sem þessu fylgir. En almennt er ég mjög ánægður með skipið og það reyndist vel,“ segir hann en að afloknu páskafríi reiknar Hörður Már með að halda til kolmunnaveiða. Fyrstu íslensku skipin héldu í Rósagarðinn fyrir páska og fengu lítilsháttar afla en reikna má með að kol- munnagöngurnar verði kröft- ugri þegar líður á aprílmánuð. Loðnuvertíðin fer í sögubækurnar fyrir óstöðug veður: Margra metra ölduhæð í logni! Sigurður VE leggur að í Vestmannaeyjahöfn eftir síðasta loðnutúrinn. Skipstjórinn segir að í hvassviðrum líkt og einkennandi hafa verið í vetur taki stóru skipin meiri vind á sig og eigi oft erfiðara með að athafna sig. Vítt er til veggja í brúnni enda Sigurður VE meðal stærstu uppsjávar- skipa flotans.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.