Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 26

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 26
26 „Við erum að hefja kynningu á þessum nýja valkosti fyrir sjó- menn og næstu vikur munu leiða í ljós hver viðbrögðin verða. En við erum mjög bjart- sýn á að fá góð viðbrögð því með þessu verkefni er verið að bjóða sjómönnum upp á nýjan valkost og laga hann að þeirra þörfum, vinnu og aðstæðum,“ segja þau Hildur Betty Krist- jánsdóttir og Valgeir Magnús- son, verkefnastjórar, náms- og starfsráðgjafar hjá Símenntun- armiðstöð Eyjafjarðar, en þau leiða nýtt verkefni sem ber heitið Sjósókn - tækifæri og áskoranir til mennta í sjávarút- vegi. Verkefnið er sniðið að þörfum sjómanna sem ekki hafa lokið framhaldsskóla og býðst þeim raunfærnimat í ýmsum greinum sem tengjast sjávarútvegi, námskeið í fisk- vinnslu og fjarnám við Mennta- stoðir, sem er námsleið frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem hefjast mun á komandi hausti. Samstarfsaðilar SÍMEY í verk- efninu eru Mímir-símenntun, Miðstöð Símenntunar á Suður- nesjum, VISKA - fræðslu- og sí- menntunarmiðstöð Vest- mannaeyja og IÐAN fræðsluset- ur, auk áðurnefndarar aðkomu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífs- ins en Sjómennt stendur að baki verkefninu með fjárstuðn- ingi ásamt Fræðslusjóði fram- Hildur Betty Kristjánsdóttir og Valgeir Magnússon, verkefnastjórar hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar leiða verkefnið Sjósókn. M en n tu n

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.