Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 30

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 30
30 G rá slep p u v eiða r Óhætt er að segja grásleppu- vertíðin á þessu vori fari af stað með látum því aflinn á fyrstu vikunum hefur verið með allra besta móti. Veiðarnar hófust þann 20. mars en þá þegar hafði umtalsverður hrognkelsa- afli borist á land eða 20 tonn af grásleppu og 25 tonn af rauð- maga. Þar af komu um 7 tonn af grásleppu frá netabátum sem kemur heim og saman við að grásleppu fór að verða vart á landgrunninu strax í janúar og febrúar. Bjartsýni er um kom- andi vertíð, aðstæður á mörk- uðum eru nú þannig að engin óseld hrogn eru í landinu, birgðastaða minni en í meðal- ári og eftirspurn. Grásleppan komin snemma í fjörurnar Ingvar Þór Óskarsson á Dalvík hefur yfir að ráða þremur bát- um með grásleppuleyfi og rær frá Kópaskeri, líkt og undanfarin ár. Hann hóf veiðar á fyrsta bátnum strax og heimilt var. „Á fyrstu vikunni drógum við netin þrisvar sinnum og feng- um yfir 11 tonn samanlagt, eða um 20 tunnur af hrognum. Það er alveg hörkugóður afli og lof- ar mjög góðu um framhaldið,“ segir Ingvar Þór en þegar við hann var rætt lá ekki fyrir hver leyfilegur dagafjöldi yrði á hvern bát. Í ljósi góðrar byrjun- ar í veiðunum átti hann þó ekki von á að dagafjöldinn yrði auk- inn verulega frá þeim 20 dög- um sem upphaflega var úthlut- að en með hliðsjón af vorralli Hafrannsóknarstofnunar er dagafjöldinn jafnan ákvarðaður endanlega eftir að veiðar eru hafnar. „Bæði er mikið af gráslepp- unni á grunnslóðinni og hún er líka væn, eða yfir 3 kg. meðal- vigt. Í fyrra mældist mikið af grásleppu í vorrallinu en þá var líka aflinn í byrjun vertíðar mjög Grásleppuvertíðin hefst með látum Ingvar Þór Óskarsson, grásleppukarl á Dalvík, rær líkt og síðstu ár frá Kópaskeri. Aflinn hjá honum á fyrstu vikunni á vertíðinni var rúm 11 tonn. „Alveg hörkuveiði,“ segir hann. Grásleppuvinnsla á Drangsnesi. Þar eru hrognin söltuð og hveljan fryst.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.