Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 23

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 23
23 ur að makrílnum sem gátu stað- ið í skilum. „Við einsettum okk- ur að reyna að afsetja þessar birgðir sem allra fyrst og það hefur tekist.“ Varanlegir makrílkvótar Hann segir miklu skipta að ná samningum við aðrar þjóðir um nýtingu makrílstofnsins. Þar hafi frændur okkar Norðmenn verið hvað erfiðastir og tafið samninga við Íslendinga í trausti þess að makrílgöngurn- ar til Íslands muni skila sér til- baka til Noregs í auknum mæli. Hjörtur bendir líka á að mikil- vægt sé að hefja úthlutun á var- anlegum makrílkvótum til að ná fram hagræðingu. „Það eru mjög margir að göslast í þessu í dag til að verða sér út um veiði- reynslu á meðan aðrir leggja kapp á að stunda veiðarnar af hagkvæmni. Með varanlegum kvóta skapast aðstæður til að hagræða í veiðunum og auka þannig verðmæti.“ Hjörtur segir að nú þurfi menn að bretta upp ermar og finna fleiri markaði fyrir makríl- inn því varlegt sé að treysta á Rússland og Úkraínu. Hann seg- ir það starf þegar hafið og bein- ist sjónir manna meðal annars að Afríku þar sem eru þekktir makrílmarkaðir. „Þetta verður strembið en skemmtilegt verk- efni fram á sumar.“ Aflaheimildir sameinaðar Í dag gerir Ögurvík út einn frystitogara, Vigra RE-71, eftir að togarinn Freri var tekin úr rekstri árið 2013 og aflaheimild- ir hans sameinaðar þeim sem fyrir voru á Vigra. „Það að selja Frera og sameina aflaheimild- irnar á einu skipi er ein stærsta breytingin sem gerð hefur verið hjá okkur í seinni tíð. Þótt þetta hafi verið erfið ákvörðun þá var hún tvímælalaust rétt því veiði- heimildirnar eru alltaf að minnka.“ Hjörtur segir að með því að sameina veiðiheimildirn- ar á eitt skip með tveimur áhöfnum hafi verið hægt að fjölga úthaldsdögum um 30 á ári. Sú hagræðing hafi aukið aflaverðmæti og nýtingu skips og búnaðar. Síðustu misseri hefur minni útgerðum fækkað með samein- ingum við stærri útgerðarfélög. Aðspurður hvort einhver slík áform séu uppi varðandi Ögur- vík segir Gísli svo ekki vera. Þegar spurt er um hag- kvæmni sjófrystingar saman- borið við landvinnslu segir Hjörtur hana fara eftir aðstæð- um hverju sinni. Hann segir að flest þeirra fyrirtækja sem und- anfarið hafa fært sjófrystinguna í land séu líka með landvinnslu. Hjá þeim sé þetta fyrst og fremst áherslubreyting sem kalli ekki á stórar fjárfestingar. „Það er nokkuð ljóst að stærsti munurinn á sjófrystingu og landvinnslu liggur í launakostn- aði sem er hærri úti á sjó. En það er fleira sem kemur til því mönnum tókst að útfæra auð- lindaskattinn þannig að hann miðast við aflaverðmæti sem er mun meira þegar sjófrystum vörum er skipað á land en þeg- ar komið er með óunninn ísfisk. Makrílveiðar um borð í Vigra á síðustu vertíð. Mynd: Árni Sæberg www.isfell.is Sjófatnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.