Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 15

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 15
15 „Þetta var mín 20. loðnuvertíð í röð og mesta bræluvertíðin sem ég hef upplifað. Það held ég að hægt sé að fullyrða þó veðurminnið sé slæmt. Það var sjaldan friður fyrir hvassviðri sem er alfarið ástæðan fyrir því að kvótinn náðist ekki áður en loðnan fór í hrygningu,“ segir Jón Sigmar Jóhannsson, stýri- maður á uppsjávarskipinu Ás- grími Halldórssyni SU 250 frá Höfn í Hornafirði. Þeir á Ás- grími Halldórssyni voru síðastir af miðunum í Breiðafirði að þessu sinni en skipið fiskaði tæplega 15 þúsund tonn af loðnu og átti eftir um 3.500 tonn þegar vertíðinni lauk. „Veðrið hafði auðvitað veru- leg áhrif á miðunum en hvass- viðrið tafði líka fyrir okkur bæði að komast inn á Hornafjörð og út úr ósnum. Það kom oft fyrir að við þurftum að bíða og sæta lags þegar veður gekk niður til að komast að og úr höfn. Allt spilar þetta inn í að ekki tókst að ná öllum kvótanum,“ segir hann en að frátöldum tveimur förmum landaði Ásgrímur Hall- dórsson SU öllum afla sínum í heimahöfn á Hornafirði. Jón Sigmar segir afla skipsins hafa bæði farið í frystingu, hrogna- frystingu og bræðslu. Fátt eðlilegt við vertíðina „Eiginlega má segja að eitt af fáu eðlilegu við vertíðina núna sé að henni lauk á hefðbundn- um tíma. Annað hefur ekki ver- ið eðlilegt við vertíðina. Verið var eins og það var og göngu- mynstrið á loðnunni óvenju- legt. Við byrjuðum fyrir norðan land, vorum í fyrstu á Skaga- grunni og vestur í Reykjafjarð- arál og þá með trollið en það varð aldrei veruleg veiði í flott- rollið. Síðan kom loðnan upp á grunnið við Hornafjörð en gekk síðan á ótrúlega fáum sólar- hringum vestur með allri suður- ströndinni. Það varð því miklu minna en úr veiðunum með suðausturströndinni en við eig- um að venjast. En síðan feng- um við sem betur fer þessa vesturgöngu úti fyrir Breiðafirði sem bjargaði miklu en það gekk bara erfiðlega að eiga við hana vegna veðurs. Annars hefði þetta allt reddast og kvótinn náðst,“ segir Jón Sigmar og við- urkennir að baráttan við vond veður birtist í mörgum mynd- um. Öll störf um borð verði erf- iðari og reyni meira á mann- skapinn, að ekki sé talað um meira álag á skipin sjálf og veið- arfærin. „Þegar er haugasjór og veiði þá reynir gífurlega á veiðarfær- in og menn voru að lenda í tjóni af þeim sökum. Það rifna nætur, slitna vírar og annað slíkt sem fylgir,“ segir hann. Framundan er stopp hjá áhöfninni á Ásgrími Halldórs- syni SU fram á sumarið þegar makríl- og síldveiðar taka við. Mesta brælu- vertíðin í 20 ár samfleytt Uppsjávarskipið Ásgrímur Halldórsson SU 250 frá Höfn í Hornafirði fiskaði 15 þúsund tonn af loðnu L oðn u v eiða r

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.