Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 29

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 29
29 „Samfélagið breytist og matar- venjurnar með. Þegar við byrj- uðum 1994 seldist til dæmis hrogn og lifur vel, einnig heill fiskur með roði og saltmeti en áhugi fyrir þessum gamla hefð- bunda mat hefur dalað mjög. Þorskur, lax og silungur sækja í sig veðrið og nú roðflettum við og beinhreinsum mest af því sem við seljum. Fólk sækist eft- ir tilbúnum réttum og skellir þeim beint í ofn eða á pönnu. Við lögum okkur einfaldlega að breyttum viðhorfum,“ segir Ás- mundur Karlsson, stofnandi Gallerys fisks og eigandi ásamt syni sínum Kristófer. Hann er fæddur Grundfirð- ingur, ólst þar upp og hóf starfsferil sinn sem stýrimaður á Grundfirðingi II að loknu námi í Stýrimannaskólanum. Síðar gerðist hann skipstjóri á Lunda SH og stofnaði þar næst til eig- in útgerðar ásamt þremur fé- lögum sínum. Þeir gerðu út Morgunstjörnuna SH, bát sem var fyrsta smíðaverkefni Skipa- víkur í Stykkishólmi 1965 og bar mörg önnur nöfn áður en hann var afskráður 1993. Norðursigl- ing á Húsavík bjargaði síðar bátnum frá eyðileggingu, gerði hann upp og gerir út til hvala- skoðunar sem Náttfara ÞH. Kaupfélagsstjóri gerist fisksali Fyrir Ásmundi átti að liggja að læra útgerðartækni og í fram- haldi af því að vinna í sjávarút- vegsráðuneytinu og hjá Sam- bandi íslenskra samvinnu- félaga. Hann starfaði svo um hríð sem aðstoðarkaupfélags- stjóri á Ísafirði og kaupfélags- stjóri í Stykkishólmi. „Fiskbúðin við Nethyl var auglýst til sölu 1994. Hún varð Gallery fiskur í eigu okkar feðga og síðar líka samnefnt veitinga- hús. Vel fer saman að reka versl- un og matsölu undir sama þaki. Við höfðum veitingahúsið fyrst opið í hádeginu en lengdum af- greiðslutímann og tókum á móti gestum fram á kvöld. Svo hrundi efnahagskerfið og kvöldgestum snarfækkaði. Við fórum þá aftur í fyrra horf og stílum nú einungis upp veit- ingasölu í hádeginu á virkum dögum. Reksturinn í heild gengur vel, sem gerist reyndar alls ekki af sjálfu sér. Við erum vakandi og sofandi yfir fyrirtækinu öll- um stundum. Einungis þannig er hægt vænta bærilegrar af- komu og til þess er leikurinn auðvitað gerður.“ Ásmundur afgreiðir fisk yfir borðið. Fleiri og fleiri vilja fá réttina tilbúina í ofn eða á pönnu. Roðlaust, beinlaust, tilbúið honum er ekkert fararsnið sjá- anlegt. Kristófer er lærður mat- sveinn og sinnir kokkamennsku í eldhúsi fyrirtækisins. Þeir feðg- ar færðu út kvíar í starfseminni 2002 og opnuðu veitingahúsið Gallery fisk. Það er opið á virk- um dögum kl. 11:30-14:00, vin- sæll matstaður í hádeginu og rómaður fyrir sjávarrétti sína af öllu tagi. Þarna er gestum þjónað til borðs og jafnan þröngt setinn bekkurinn. Sá sem kemur einu sinni hneigist mjög til að koma aftur ... og aft- ur. Ekki kemur það á óvart! Uppboðskerfi fiskmarkaðanna lykilatriði Gallery fiskur er tryggur við- skiptavinur fiskmarkaðanna og kaupir megnið af sínum fiski á rafrænum uppboðum þeirra á öllu landinu kl. 13 á hverjum virkum degi (og á laugardögum líka að vetrarlagi). Ásmundur gengur reyndar svo langt að fullyrða að rafræna uppboðs- kerfið sé forsenda rekstrarins. „Uppboðskerfið er einfalt, skilvirkt og öruggt. Fiskurinn, sem við kaupum, kemur héðan og þaðan af landinu. Að upp- boði loknu er hann fluttur til Hafnarfjarðar og þangað sækj- um við hann morguninn eftir. Við gerum upp við Reiknistofu fiskmarkaða og Reiknistofan gerir upp við útgerðirnar sem selja. Ég myndi hreinlega ekki standa í þessu ef við þyrftum sjálfir að mæta á markað til að kaupa og sendast út og suður eftir fiskinum. Kerfið er svo ein- falt og gott að ég líki því við byltingu.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.