Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 18

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 18
18 „Verkefnið felst í að þróa krapa- vél fyrir smábáta og má segja að við séum þarna aðallega að horfa til minnstu bátanna og handfæraveiða. Markmiðið er að bæta gæði afla frá smábát- um og hámarka skilaverð en mælingar hafa sýnt að á kæl- ingarmálunum er allur gangur. Sumir standa mjög vel að kæl- ingunni en þess eru líka dæmi að afli sé að koma í land ókæld- ur,“ segir Sæmundur Elíasson, verkefnastjóri hjá Matís sem vinnur að verkefni um kælingu afla í smábátum með ískrapa. Verkefnið er styrkt af Tækniþró- unarsjóði Rannís en ásamt Mat- ís standa að verkefninu fyrir- tækið Thor Ice, sem sérhæft hefur sig í smíði vélbúnaðar til framleiðslu á ískrapa, Háskóli Íslands, Landssamband smá- bátaeigenda og Valdi ehf. Tæknin ekki vandamál Þorsteinn Ingi Víglundsson, framkvæmdastjóri Thor Ice, segir fyrirtækið hafa þróað vél- búnað sem auðvelt sé að nota um borð í smábátum. Tækni- lega sé því ekki vandkvæðum bundið að stíga þetta skref í smábátaflotanum. „Stóra atriðið er að smá- bátasjómenn sjái sér hag í því að fá þennan búnað um borð í bátana. Ávinningurinn þarf að koma fram í hærra verði fyrir rétt og vel kælt hráefni á mörk- uðunum. Verð á búnaðinum skiptir auðvitað líka máli en ég held að krapanotkun muni al- mennt aukast í bátaflotanum á næstu árum. Við höfum fengið mikla þekkingu út úr þessu samstarfsverkefni og höfum áhuga á að bjóða í sumar á nokkrum stöðum upp á ískrapa til prufu fyrir smábátasjómenn og að þeir kynnist því þannig af eigin raun hvernig þessi kæling kemur út,“ segir Þorsteinn. Nýtt verklag nauðsynlegt Sæmundur segir að verkefnið skili meiri þekkingu á áhrifum mismunandi kælingar á hold og dauðastirðnun fisks en jafn- framt meiri þekkingu og skiln- ingi á orkunotkun mismunandi kælingar með ískrapa og flögu- ís. „Annars vegar er um að ræða hentugan vélbúnað fyrir bátana til að framleiða ís- krapann og hins vegar endur- bætur á verklagi um borð í bát- unum til að árangur verði sem bestur. Það tekur m.a. til blóðg- unartímans og fleiri þátta í vinnulagi og meðferð en það er mjög mikilvægt að auka þekk- ingu á meðhöndlun á fiski og kælingu hráefnisins í þeim til- gangi að lækka hlutfalls þess afla smábáta sem telst ónýtur vegna lélegrar eða jafnvel engr- ar kælingar. Betri kæling mun skila ávinningi bæði fyrir sjó- menn og framleiðendur sem vinna úr þessu hráefni,“ segir Sæmundur. Fyrirferðarlítill búnaður Krapavélin sem um ræðir er mjög fyrirferðarlítil, að sögn Sæmundar. Sem viðmið nefnir hann umfang á borð við tvær skjalatöskur. Vélina má bæði keyra á rafmagni bátsins og landrafmagni. „Vélin er laus og þannig er hægt að taka hana í land en við sjáum fyrir okkur að fyrir hvern smábátaróður sé bú- ið að framleiða ákveðið magn af ískrapa í ker í lest og sem næst því magni sem þarf í róð- urinn. Úti á sjó er síðan bætt við krapann eftir því sem á þarf að halda. Það hráefni sem nær fullri kælingu áður en landað er að kvöldi á að vera komið ná- lægt mínus einni gráðu. Ís- krapinn hefur mikla kosti í kæl- ingu á fiski og það er líka mikil- vægt að geta viðhaldið krapan- um og bætt við með vélinni úti á sjó yfir daginn. Við vonumst til að lausnir úr verkefninu komi til með að gagnast smábátaút- gerðum áður en langt um líð- ur,“ segir Sæmundur. Ískrapavél fyrir smá- báta í sjónmáli Lagt úr höfn í róður. Þorskur í ískrapa. Fullkældur nær fiskurinn mínus einni gráðu. A fla m eðferð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.