Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 32

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 32
32 „Ég hef meðvitað látið lítið fyr- ir okkur fara síðustu ár á með- an við höfum verið að vinna að vöruþróum og framleiðslu á okkar vélum. Kynning á Ís- lensku sjávarútvegssýningunni í september var síðan vendi- punktur þar sem við kynntum það sem við höfum að bjóða og er óhætt að segja að sýningin hafi skilað okkur góðum ár- angri, bæði hérlendis og er- lendis. Eins og staðan er í dag erum við að selja um 80% af okkar vélbúnaði erlendis og eigum fullt í fangi með að mæta eftirspurninni,“ segir Elliði Hreinsson, framkvæmda- stjóri Curio ehf. í Hafnarfirði. Fyrirtækið sérhæfir sig í fram- leiðslu á vélbúnaði fyrir bol- fiskvinnslu, þ.e. flökunarvél- um, hausurum og roðflettivél- um. Áherslan á gæði í flökun og nýtingu Elliði hefur lengi starfað við þró- un vélbúnaðar fyrir fiskvinnslu, áður hjá Fiskvélum en frá árinu 2008 hefur hann byggt fyrir- tækið Curio ehf. upp á þessu sviði. Í dag er fyrirtækið með höfuðstöðvar í Hafnarfirði, starfsstöð í Skotlandi og nokkra starfsmenn í þjónustu í Bret- landi og á Írlandi, auk þess sem þriggja manna starfsstöð er á Húsavík þaðan sem veitt er þjónusta við notendur véla frá Curio ehf. á Norður- og Austur- landi. Ennfremur framleiðir Húsavíkurstarfsstöðin íhluti fyrir vélasamsetninguna sem öll fer fram í Hafnarfirði. Að jafnaði starfa um 35 manns hjá fyrir- tækinu og líkur til að þeim fjölgi enn frekar í ár. Auk áðurnefndra véla fram- leiðir Curio ehf. brýningarvél fyrir hnífa í flökunarvélum sín- um og ýmsan annan minni og sérhæfðari búnað fiskvinnslur, t.d. pækilblöndunarkerfi fyrir saltfiskvinnslur og fleira. „Áhersla okkar er á að fram- leiða bolfiskvinnsluvélar sem skila gæðum í vinnslu, nýta fisk- inn vel og eru traustar og áreið- anlegar. Markmiðið er að vél- arnar skili fyrsta flokks fiskflök- um. Samhliða því sem almennt er aukin áhersla á framleiðslu á ferskum fiski fyrir neytendur skiptir enn meira máli að flök- unin sé fyrsta flokks og að fisk- urinn líti vel út þegar hann kem- ur fyrir sjónir viðskiptavinarins. Annað og ekki síður mikilvægt atriði er nýtingin,“ segir Elliði. Fyritækið vex með útflutningnum Vöxtur fyrirtækisins er fyrst og fremst erlendis en fjöldi véla frá Curio er einnig í notkun hér á landi og segir Elliði að raunar sé innanlandsmarkaðurinn nokk- uð líflegur um þessar mundir. „Grundvöllur að vexti okkar síðustu mánuði og ár er erlendi Vél frá Curio að taka á sig mynd á gólfi fyrirtækisins í Hafnarfirði. Áhersla Curio er á smíði bolfiskvinnsluvéla. Hér er unnið við flökunar- vél frá fyrirtækinu. F isk v in n slu v éla r

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.