Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 13

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 13
13 makrílveiðar innan íslenskrar lögsögu. Afli hefur aukist úr um 36 þús. tonnum árið 2007 og upp í um 150 þús. tonn árin 2011, 2012, 2013 og 2014. Veið- unum fylgir oftast umfangsmik- il leit og þess vegna endur- spegla þær að verulegu leyti raunverulega útbreiðslu innan íslenskrar lögsögu (8. mynd). Rannsóknaleiðangrar á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins sýna enn frekar hina auknu út- breiðslu og hið aukna magn makríls á Íslandsmiðum á sein- ustu árum. Samkvæmt svokall- aðri „togaðferð“, sem beitt hef- ur verið við þessar rannsóknir hafa á árunum 2010−2014 um 1,1−1,6 milljón tonn af makríl (17−42% af heildarmagninu sem mælt var) verið innan ís- lenskrar lögsögu. Á undanförn- um árum hefur útbreiðsla veru- legs hluta makrílsstofnsins í Norðaustur-Atlantshafi breiðst út um nær 1200−1500 mílur til vesturs og 500−600 mílur til norðurs og í ágúst 2014 mæld- ist makríll í verulegu magni undan suðausturstönd Græn- lands (9. mynd). Breytingar á fæðugöngum „vesturhluta“ makrílstofnsins eru þekktar frá fyrri tíð en aldrei fyrr, svo vitað sé, hafa þær verið í jafn víðtæk- ar og nú. Ástæður breytinga í útbreiðslu Margir samverkandi þættir eru án efa ástæða þess að makríll er nú við Ísland í jafn miklu magni og raun ber vitni. Auk hag- stæðra staðbundinna hitaskil- yrða skipta þar án efa máli víð- áttumeiri veðurfarsfyrirbrigði í Norður-Atlantshafi, stofnstærð og stofnsamsetning, fæðuskil- yrði og fæðusamkeppni, og ástand annarra stofna. Hér í lok- in verða þessir þættir hugleidd- ir í tengslum við útbreiðslu- breytingar makríls. Ástand sjávar hér við land er háð víðáttumiklum og langtíma veðurfarsfyrirbrigðum á norð- urhveli jarðar en staðbundnar aðstæður hafa hins vegar einn- ig áhrif á takmarkaðri svæðum. Eitt þessara fyrirbrigða er nátt- úruleg sveifla heitra og kaldra tímabila í yfirborðshita á Norð- ur-Atlantshafi sem nefnd hefur verið „Atlantic Multidecadal Os- 9. Útbreiðsla makríls og annarra uppsjávarfiska í Norðaustur Atlantshafi í ágúst 2014 skv. Nøttestad o.fl. (2014). Makríll (rauður), síld (blár), kolmunni (gulur), lax (ljós grænblár), aðrar tegundir (ljósbleikur). 8. mynd. Veiðisvæði makríls við Ísland 2006-2013. 28° 24° 20° 16° 12° 8° 62° 64° 66° 68° 2006 < 0.5 0.5−1.0 1.0−3.0 3.0−6.0 > 6.0 28° 24° 20° 16° 12° 8° 62° 64° 66° 68° 2007 28° 24° 20° 16° 12° 8° 62° 64° 66° 68° 2008 28° 24° 20° 16° 12° 8° 62° 64° 66° 68° 2009 28° 24° 20° 16° 12° 8° 62° 64° 66° 68° 2010 28° 24° 20° 16° 12° 8° 62° 64° 66° 68° 2011 28° 24° 20° 16° 12° 8° 62° 64° 66° 68° 2012 28° 24° 20° 16° 12° 8° 62° 64° 66° 68° 2013

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.