Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 24

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 24
24 Þetta er mun óhagstæðara fyrir okkur sem erum með sjó- vinnslu og er ein af ástæðum þess að menn hafa verið að flytja vinnsluna í land á nýjan leik.“ Kostaði blóð, svita og tár Þegar Hjörtur er spurður um framtíðarhorfur íslensks sjávar- útvegs segist hann nokkuð bjartsýnn. Veiðar hafi gengið vel, fiskgengd sé að styrkjast og stofnarnir að byggjast upp. Það hafi hins vegar ekki gerst af sjálfu sér. „Það kostaði blóð, svita og tár að byggja stofnana upp og nú þegar árangurinn er að byrja að skila sér vilja stjórn- málamennirnir hirða afrakstur- inn og finnst ekkert sjálfsagðara en að öll aukning fari beint í pottana hjá þeim. Við tókum hins vegar á okkur þessar skerðingar á sínum tíma án þess að það kæmi nokkur stuðningur frá ríkinu á móti eins og gerist sumsstaðar ann- ars staðar. Nú er að auki búið að leggja á okkur nýja skatta og þá hefði maður haldið að það dygði til að sætta menn og við gætum andað rólega, en svo virðist ekki vera.“ Hjörtur segir mikið talað um að sátt þurfi að ríkja um sjávarútveginn en sér virðist sem ákveðinn hópur vilji alls ekki sættast. „Það er alveg sama hvað menn beygja sig og teygja í sáttaátt, það líðast sjaldnast nema örfáir klukku- tímar frá því skrifað er undir sátt að upp sprettur krafa um nýja sátt.“ Ríkið þriðji stærsti kvótaeigandinn Hann segir að þótt spennustig- ið í samskiptunum við stjórn- málamennina hafi aðeins minnkað eftir að norræna vel- ferðarstjórnin fór frá völdum séu enn á floti mjög undarlegar hugmyndir í pólitíkinni sem ekki séu til þess fallnar að gera greininni kleift að borga meira auðlindargjald. Þar á meðal vís- ar hann til tilfærslu aflaheimilda í allskyns potta sem síðan út- hlutað eftir mjög ógagnsæjum reglum. „Ríkið er nú þegar orðið þriðji stærsti eigandi aflaheim- ilda í landinu með yfir 20 þús- und tonna þorskígildiskvóta. Með sama áframhaldi verður allur veiðiréttur á endanum í höndum ríkisins. Það kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Hjörtur Gíslason. Frystitogarinn Vigri RE-71 heldur til veiða. Með því að færa veiðiheimildir útgerðarinnar yfir á eitt skip og gera það út með tveimur áhöfnum hefur tekist að auka úthaldið á Vigra um 30 daga á ári. Mynd: Jón Sigurðsson ÁSAFLHjallahrauni 2 - 220 HafnarfjörðurSími 562 3833 - asafl@asafl.is - www.asafl.is FPT báta- og skipavélar þjónusta kringum landið Nútímatækni, mikið afl og góð eldsneytisnýting Það besta þarf ekki að kosta meira

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.