Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 34

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 34
34 Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Hagstofa Íslands hefur birt rekstrarniðurstöður fiskveiða og fiskvinnslu árið 2013 þar sem fram kemur að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnskostn- að og tekjuskatt dróst saman frá árinu 2012. Hlutfallið lækk- aði úr 30,3% í 26,5% í fiskveið- um og fiskvinnslu. Í fiskveiðum fór hlutfallið úr 25% árið 2012 í 20,1% árið 2013, eða í 32 millj- arða króna. Í fiskvinnslu fór hlutfallið úr 17,2% í 17% eða í um 40 milljarða króna. Ef horft er á hreinan hagnað botnfiskveiða og -vinnslu, reiknaðan sem hlutfall af tekjum, dróst hann saman úr 21,4% af tekjum árið 2012 í 17,4% árið 2013. Hlutfallslega lækkaði hlutfallið meira í botn- fiskveiðunum en -vinnslunni milli ára. Milli þessara tveggja samanburðarára varð svipuð þróun í uppsjávarveiðum og bræðslu. Hreinn hagnaður þessara greina í heild fór úr 36,1% af tekjum í 25,2%. Afurðaverð lækkaði Verð sjávarafurða á erlendum mörkuðum í íslenskum krónum lækkaði um 6,1% frá fyrra ári og verð á flotaolíu í USD lækkaði að meðaltali um 3,5% á milli ára. Gengi dollarans lækkaði um 2,5% á milli ára. Útflutn- ingsverðmæti sjávarútvegs jókst um 1,4%, verð á útflutn- ingsvörum í sjávarútvegi lækk- aði um 5,6% og magn útfluttra sjávarafurða jókst um 7,5%. Veiðigjald útgerðarinnar fór úr 12,8 milljörðum fiskveiðiárið 2012/2013 í 9,2 milljarða fisk- veiðiárið 2013/2014. Í reikning- um fyrirtækjanna er veiðigjald- ið talið með öðrum rekstrar- kostnaði. Hagnaður var á rekstri mjöl- og lýsisvinnslu og uppsjávar- veiðiskipa á árinu 2013. EBITDA mjöl- og lýsisvinnslu var 25,1% og uppsjávarveiðiskipa 22,7% af tekjum. Afli þessara skipa var um 11% minni en fyrra ár. Strandveiðar stunduðu 539 bátar á árinu 2013, flestir minni en 10 brúttótonn. Afli bátanna var um 8.900 tonn og aflaverð- mætið rúmlega 2,1 milljarðar. EBITDA strandveiðanna árið 2013 var 8,9%. Lækkun skulda og hækkun eiginfjár Samkvæmt efnahagsreikningi voru heildareignir sjávarútvegs í árslok 2013 tæpir 530 milljarð- ar króna, heildarskuldir rúmir 380 milljarðar og eigið fé tæpir rúmir 149 milljarðar. Verðmæti heildareigna lækkaði um 1% frá 2012 og skuldir lækkuðu um rúm 11%. Eiginfjárhlutfallið reyndist 28,2% en var 19,9% í árslok 2012. Eiginfjárhlutfallið var nei- kvætt um tæplega 12% í árslok 2008 en árin þar á undan var eiginfjárhlutfallið á bilinu 24– 29%. Rekstur í sjávarútvegi árið 2013: Minni hagnaður en efnahagur styrkist Hagnaður í fiskvinnslu nam 40 milljörðum árið 2013 eða 17% tekna. S já v a rú tv eg u r

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.