Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 19

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 19
19 Samkvæmt upplýsingum Hag- stofu Íslands voru skráð fiski- skip á Íslandi 1685 talsins í lok ársins 2014. Þeim hafði þá fækkað um 11 á árinu, þar af fækkaði vélskipum um tíu, tog- urum um tvo en opnum fiski- bátum fjölgaði um einn. Vélskip voru í árslok 773 og samanlögð stærð þeirra um 85.653 brúttótonn. Í brúttó- tonnum talið minnkaði flotinn um 3.825 tonn vegna fækkunar vélskipanna. Togarar voru alls 49 í árslok 2014 og fækkaði mældist sá floti 57.444 brúttó- tonn. Hafði hann minnkað um 2.717 brúttótonn frá árslokum 2013. Opnir fiskibátar voru 863 og 4.239 brúttótonn að stærð. Í þessum flokki fjölgaði um einn, líkt og áður segir, og jókst við það heildarstærð flotans um 69 brúttótonn. Flest fiskiskip voru skráð með heimahöfn á Vestfjörðum í árslok 2014 eða alls 400 skip, sem svarar til 23,7% fiskiskipa- flotans. Næst á listanum yfir landssvæði kemur Vesturland með 323 skip eða 19,2%. Fæst skip eru skráð með heimahöfn á Suðurlandi eða 72, þ.e. 4,2% fiskiskipaflotans. Opnir bátar voru flestir á Vestfjörðum, 234, og á Vestur- landi 181. Fæstir opnir bátar höfðu heimahöfn á Suðurlandi, alls 19. Vélskip voru einnig flest á Vestfjörðum, 160, en fæst á Suðurlandi, 45 skip. Flestir togarar höfðu skráða heimahöfn á höfuðborgar- svæðinu, alls 10, en níu togarar á Norðurlandi eystra. Fæstir togarar voru skráðir á Vestur- landi, alls þrír. Meðalaldurinn yfir 25 ár Eins og sjá má í meðfylgjandi súluriti Hagstofu Íslands er meðalaldur íslenskra þilfars- skipa nú kominn í um 26 ár. Lengi vel var meðalaldurinn um og undir 20 ár en frá árinu 2005 hefur hann farið nokkuð ákveð- ið upp á við, stóð þó nokkurn veginn í stað árin 2010, 2011 og 2012. F isk isk ip Meðalaldur skipastólsins hefur hækkað um 5 ár á síðustu tíu árum. Fiskiskipum fækkaði lítillega á milli ára Litlar breytingar eru á fjölda skipa milli ára.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.