Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 27

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 27
27 haldsfræðslu. Í byrjun er verk- efnið unnið til reynslu með sex útgerðarfyrirtækjum þ.e. Sam- herja hf. á Akureyri, Vísi hf. og Þorbirni hf. í Grindavík, Ísfélag- inu hf. og Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum og HB Granda í Reykjavík. Markmiðið er að starfandi sjómenn þessara fyrirtækja fái reynslu sína og þekkingu metna í svokölluðu raunfærni- mati inn í frekara nám, að þeim séu kynntir möguleikar til frek- ara náms, að þeir geti stundað nám samhliða vinnu og verði þannig hæfari starfsmenn. Hvati með raunfærnimatinu Valgeir segir góðan árangur af þeirri hugmyndafræði sem raunfærnimat í atvinnulífinu byggir á. „Við höfum á undan- förnum árum séð raunfærnimat gera ákveðna galdra í lífi fólks. Það eru ekki allir sem fara gegn- um raunfærnimat með þann draum í maganum að fara í frekara nám en matið staðfestir hins vegar þekkingu fólks sem það hefur aflað sér á löngum tíma í starfi. Með þessari viður- kenningu og mati á hvers virði hún er til náms losnar oft úr læðingi ákveðinn hvati til að að bæta við þekkinguna. Þar er ekkert endilega um að ræða lengra nám heldur getur ein- mitt hentað mörgum að velja Menntastoðir eða styttri nám- skeið sem þetta verkefni býður uppá. Takmarkið er að bjóða sjómönnunum leiðir til að efla sig í sínu starfi með meiri þekk- ingaröflun,“ segir Valgeir en bæði raunfærnimatið og náms- efnið verður þannig útfært að sjómenn geta unnið verkefnin í tölvu á sínum vinnustöðum úti á sjó eða í landi. Á næstu vikum verða kynningarfundir með áhöfnum skipa áðurnefndra út- gerða þar sem verkefnið verður kynnt en opið verður fyrir skráningar í raunfærnimatið til loka þessa árs. Námsleiðir að mati loknu Í verkefninu er sjómönnum boðið upp á raunfærnimat í nokkrum greinum, þ.e. iðn- greinum, starfsnámi (t.d. matar- tækni og starf matsveins), skip- stjórn, fiskveiðum og fisk- vinnslu og almennum bókleg- um greinum (danska, íslenska, enska og stærðfræði). Hildur Betty mjög mikilvægt að geta boðið námsleiðir að raunfærni- matinu loknu, líkt og gert er í verkefninu. „Áhuginn hjá þeim útgerð- um sem við höfum fengið til samstarfs í verkefnið er mjög mikill, sem líka hvetur sjómenn fyrirtækjanna að grípa tæki- færið. Hugmyndin er að sjá í fyrsta áfanga verkefnisins hvaða áhugi er fyrir hendi en til lengri tíma er horft til þess að bjóða síðan öllum starfandi og reynslumiklum sjómönnum líka upp á þennan valkost. Ég hvet þess vegna þá sjómenn sem vinna hjá öðrum fyrirtækjum en eru áhugasamir að hafa sam- band við okkur hjá SÍMEY eða samstarfsaðilum okkar og skrá sig því gangi allt að óskum munum við halda þessari vinnu áfram á næstu árum. Vonandi erum við á upphafsreit í árang- ursríkri ferð til aukinnar mennt- unar sjómanna á Íslandi,“ segir Hildur Betty. Auk upplýsinga á heimasíðu Símenntunarmiðstöðvar Eyja- fjarðar má finna upplýsingar um Sjósókn - tækifæri og áskor- anir til mennta í sjávarútvegi á Facebook. Sjósókn – nýtt tæki- færi til mennta fyrir starfandi sjómenn Sjómönnum hjá sex útgerðarfyrirtækum gefst nú færi á raunfærnimati og í framhaldinu að auka við sína menntun með þeim námsleiðum sem Sjósókn býður upp á.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.