Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 16

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 16
16 Nýafstaðinnar loðnuvertíðar verður í sögunni vafalaust minnst fyrir hvassviðri, brælur og óhefðbundið lag á loðnu- göngunum við landið miðað við það sem oft er. Þegar vertíðinni lauk þann 26. mars sl. voru rúm 41 þúsund tonn eftir af þeim tæplega 400 þúsund tonnum sem komu í hlut íslenskra út- gerða á vertíðinni. Þrátt fyrir allt er vertíðin því með þeim stærri síðasta áratuginn eða svo og þegar á annað borð gaf til veiða fiskaðist mjög vel. Með öðrum orðum er það fyrst og síðast óstöðugu veðri að kenna að kvótinn náðist ekki að fullu. Má í raun segja að miðað við aðstæður hafi loðnusjómenn gert vel að ná þessum afla á land. Stórviðrin einkennandi Nýtt skip Ísfélags Vestmanna- eyja hf., Sigurður VE 15, kom til landsins í fyrrasumar og var þetta því fyrsta loðnuvertíð skipsins. Hörður Már Guð- mundsson, skipstjóri, var á leið heim til Eyja úr síðasta túrnum í Breiðafirði þegar Ægir náði tali af honum en skipið átti um 7 þúsund tonn eftir af kvóta sín- um þegar vertíðinni lauk. Sam- kvæmt aflastöðulista Fiskistofu landaði skipið réttum 12 þús- und tonnum af loðnu á vertíð- inni. „Stórviðrið hefur verið ein- kennandi fyrir þessa loðnuver- tíð og gert okkur mjög erfitt fyr- ir. Gríðarlega þungur sjór allan tímann. Jafnvel hefur það ítrek- að gerst að við höfum þurft frá Hörður Már Guðmundsson, skipstjóri í brúnni á Sigurði VE 15. „Skipið reyndist vel á fyrstu loðnuvertíðinni.“ Myndir: Óskar Pétur Friðriksson Sigurður Sigurðsson, 2. stýrimaður, klár með landfestarnar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.