Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 9

Ægir - 01.02.2015, Blaðsíða 9
9 annan vélbúnað. Stærsta verk- efnið segir Hjalti þó að snúist í dag um fyrirbyggjandi viðhald. „Ef við berum saman vél- búnað í dag og á þeim tíma þegar ég var að byrja í þessari þjónustu þá er búnaðurinn all- ur mun vandaðri nú til dags. Smíðin er til muna nákvæmari og betri. Það verður að viður- kennast að ég upplifði á fyrstu árunum í þessum báta- og skipavélum að á markaðinn kom búnaður sem var varla nothæfur, svo óvandaður og lé- legur var hann. En í dag er þetta allt gjörbreytt umhverfi og búnaður mun betri og traustari,“ segir Hjalti. Öflugri útgerðir og önnur hugsun Hjalti segir heyra til undantekn- inga að fyrirtæki hans fái beiðn- ir um verkefni vegna bilana á vélbúnaði skipa og báta. „Yfir 80% af viðhaldsþjónustu okkar í dag er þetta svokallaða fyrir- byggjandi viðhald sem útgerð- irnar hafa í ákveðnu ferli og nota þá gjarnan forrit sem stýra því hvað þarf að gera og hve- nær. Í mínum huga er ekki vafi að upptaka kvótakerfisins á sín- um tíma ýtti undir þessar breyt- ingar, menn horfa til þess að sækja fiskinn á sem hagkvæm- astan hátt og það er dýrkeypt ef bilanir verða þegar síst skyldi. Það sjá allir að t.d. á stuttum vertíðum á borð við loðnu og makríl skiptir öllu máli að hægt sé að treysta á skipin og búnað- inn og það er best gert með skipulögðu fyrirbyggjandi við- haldi. Síðan má líka nefna að eftir því sem fyrirtækin hafa stækkað í greininni hafa þau betur haldið utan um þessi mál í sínum rekstri. Fyrir okkur sem erum í þjónustunni er þessi þróun mjög ánægjuleg. Í dag er kannski pöntuð upptekt á vél í skipi með allt upp í hálfs árs fyr- irvara en slíkt var algjörlega óþekkt þegar ég var að byrja í þjónustunni við skip og báta,“ segir Hjalti. Ónýtt orka til spillis í skipunum Minni olíunotkun og minni út- blástursmengun eru lykilhug- tök í þróun vélaframleiðenda í dag og hefur svo verið síðustu ár. „Þetta gerist að stærstum hluta vegna reglugerða hjá Al- þjóða siglingamálastofnuninni. Kröfurnar eru miklar hvað út- blásturinn varðar en líka hvað snertir smit á olíu frá skipum út í sjóinn. Þess eru dæmi í Norð- ursjónum að þyrlur fljúgi yfir skip til að mæla útblásturs- mengun þannig að það eru allir á tánum í dag hvað þetta varð- ar,“ segir Hjalti. Aðspurður segir hann út- gerðir áhugasamar um spar- neytnar vélar en hann vill sjá enn meiri hugsun í smíði nýrri skipa í þá átt að nýta betur þá orku sem olíubruninn skilar. „Ennþá er stór hluti brunans að fara annað en knýja skipin áfram, m.ö.o. tapast of hátt hlutfall orkunnar og varmans út með útblæstri og kælivatni. Þessa orku má nýta enn betur en gert er í dag til þess m.a. að hita skipin upp og í fleiri þætti. Vissulega er mikilsvert að ná ár- angri með sparneytnari vélum en það er að mínu mati hægt að ná enn lengra á þessu sviði og hanna skipin út frá orkunýt- ingarmarkmiðum,“ segir Hjalti Sigfússon. Matís ohf. er í mörgum skilningi mikilvæg auðlind fyrir Íslendinga. Fyrirtækið er lykilaðili í matvælarannsóknum og matvælaöryggi og hefur að baki sér þekkingu 100 starfsmanna sem eru sérfræðingar og vísindamenn á ólíkum sviðum. Rannsóknir eru íslenskum sjávarútvegi mikilvægar því þæ styðja framþróun, nýsköpun og markaðsstarf greinarinnar. Hjá Matís er stöðugt unnið að fjölda rannsóknarverkefna sem tengjast sjávarútvegi með ýmsum hætti. Þannig leitum við sífellt svara og vitum alltaf meira í dag en í gær. Rannsóknir í þágu sjávarútvegs Gildi Matís  Frumkvæði  Sköpunarkraftur  Metnaður  Heilindi www.matis.is Stefna Matís er að  ... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins  ... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi  ... hafa hæft og ánægt starfsfólk Hlutverk Matís er að  ... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs  ... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu  ... bæta lýðheilsu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.