Reykjalundur - 01.06.1947, Síða 25

Reykjalundur - 01.06.1947, Síða 25
Vistmennirnir i Reykjalundi hafa gróðursett blóm i kringum hús sín. vel við una, þegar sigur loks er unninn. Og launin láta ekki standa á sér, það er gleðin yfir því, að sjá góðu máli siglt í farsæla höfn. Vinnustofubyggingin er tveggja hæða hús, reist norður úr leguskálanum, með gluggum móti austri og vestri. Verkið við bygging- una var hafið snemma á árinu 1946 og er því sem sagt að verða lokið. A efri, hæð þessa húss er stór dagstofa fyrir sjúklinga með áföstum klefa fyrir kvikmyndasýningar. Einnig er þar húsrúm fyrir bókasafn sjúkl- inga og saumastofu, auk hreinlætisklefa. A neðri hæð, er húsrúm fyrir trésmíðaverk- stæði. bókbandsstofu og málningarverk- stæði, eða annan smáiðnað, ásamt efnis- geymslu. Einnig tvö smáherbergi. Hug- myndin er, að sjúkhngarnir reki þarna smá- iðnað, sér til gagns og ánægju. Annars mun tilhögun rekstursins varla fullmótuð ennþá, en forgöngumenn Sjálfsvarnar, félags sjúkl- inga á Kristneshæli, vinna nú ötullega að því, að fá vélar til starfans, jafnframt því, að þessi rekstur er skipulagður. Til þess að standast straum af þessum nauðsynlegu framkvæmdum, þarf mikið fé. Vinnustofusjóður sjúklinga, sem mun vera að upphæð milli 30 og 40 þús. kr., verður lagður í þetta. Einnig tel ég líklegt, að S. í. B. S. styrki þetta þarfa fyrirtæki sjúkhng- anna á Kristneshæli, með nauðsynlegu fjár- framlagi. Vinnustofusjóðurinn er stofnaður af gjöf- um einstaklinga, unnendum þessa máls. Þeir sjá nú draum sinn um bætt skilyrði til handa sjúklingum, rætast. Þeir geta glaðzt yfir því, að hafa orðið góðu máli að liði. Að sjálfsögðu munu sjúklingar á Kristneshæh, hafa starfsemina að Reykjalundi til hlið- sjónar og fyrirmyndar, enda var þar svo vel af stað farið, að til eftirbreytni er. Að endingu óska ég ykkur svo öllum til hamingju með unninn sigur. Gæfa fylgi störfum ykkar. Kona frá góðgerðarfélagi talar við fanga í fangels- inu: — I>ér hafið auðvitað komið hingað vegna brenni- vfnsins. Fanginn: — Hvað eruð þér að segja? Getur maður fengið brennivín hér? — Reykjalundur 7

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.