Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Snerpa, kraftur og ótrúleg tækni #RIG15 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúar Reykjavíkurborgar þurfa sjálf- ir að moka sér og bílum sínum leið í gegnum snjóruðninga sem snjóruðn- ingstæki borgarinnar hrúga upp með- fram götunum. Eftir síðustu snjókomu eru víða snjóruðningar meðfram götum. Sums staðar loka þeir aðkeyrslu að bíla- stæðum, bílskúrum og bílgeymslum. Fólk er ekki ánægt með að þurfa sjálft að moka sig í gegnum harða ruðninga. „Hér í Mávahlíðinni [erum] við íbú- ar sem eigum bílskúr-/bílastæði alveg búnir að fá okkur fullsadda af snjó- mokstrinum hér í götunni og á það ef- laust við um fleiri. Snjó skal mokað burt eða settur þar sem hann er ekki fyrir, en hér er veghefillinn keyrður götuna og látinn hrauka snjónum fyr- ir stæðin endurtekið og þótt maður nái að fjarlægja hann áður en hann frýs sem getur verið snúið því maður er í vinnunni yfir daginn, þá kemur næsti verktaki og mokar af gangstétt- inni og gerir annan skafl fyrir framan öll stæðin í götunni með snjónum hin- um megin frá,“ segir í kvörtun lang- þreytts íbúa til borgarinnar. Þarf að forgangsraða Björn Ingvarsson, deildarstjóri þjónustudeildar borgarlandsins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Morg- unblaðsins, að íbúar eigi sjálfir að moka sig í gegnum ruðningana en tekur fram að hefilstjórarnir reyni að gera fólki eins auðvelt fyrir og þeir geta. Það sé hins vegar ekki alltaf auðvelt í þröngum götum. Í svari við kvörtun íbúans við Mávahlíð segir Björn að borgin moki snjó í burtu þegar hann er farinn að teppa umferð um götur eða það stefn- ir í það. „Við höfum unnið töluvert að því að moka í burtu snjó undanfarið, enda meira um hann nú er í fyrra, þegar það þurfti lítið sem ekkert að moka. Í þeirri vinnu höfum við snjó- blásara á dráttarvél og 4-5 bíla sem blásið er á. Í dag er unnið við blástur í nokkrum götum, en þín er ekki þar á meðal, en verður skoðuð,“ skrifaði Björn í gær. Við Morgunblaðið segir Björn að snjómoksturinn sé dýrt og tímafrekt verkefni og því verði að forgangsraða í þeim málum eins og öðrum í vetrar- þjónustu. „Það er verið að moka snjó úr húsagötum. Í dag er t.d. á áætlun að moka Meðalholt, Ásenda, Básenda, Garðsenda og Rauðagerði, en það var metið sem svo að þær götur þyrftu þess frekast með, enda ýmist ógreið- færar eða á leið með að verða það. Það er ekki þar með sagt að mokað sé frá innkeyrslum í þeim götum enda ætlast RVK-borg til þess af íbúum að þeir hugsi sjálfir um sínar innkeyrslur.“ Getur Björn þess að húsagötur í Reykjavík séu um 230 km að lengd og innkeyrslurnar skipti þúsundum. Enginn staður til að geyma snjó Björn getur þess jafnframt í svarinu til íbúans í Hlíðunum að Máva- hlíðin sé ekki með snúningsplani eða álíka stað sem hægt væri að nota til að geyma snjó. „Þetta er því erfitt við- ureignar hjá okkur, en við höldum áfram að gera okkar besta og reyna að bregðast við ábendingum frá íbú- um á þann hátt að sem flestir geti orð- ið ánægðir. […] Eftirlitsmaður frá okkur fór á staðinn í morgun, tók myndir og vildi meina að sá sem mok- aði í Hlíðunum hefði verið að reyna að lágmarka ruðninga fyrir framan inn- keyrslur.“ Spurður að því hvernig íbúar geti hjálpað til segir Björn að það geri þeir best með því að leggja bílum sínum þannig að tækin eigi auðveldara með að komast um. Íbúar orðnir fullsaddir af mokstri  Harðir snjóruðningar loka víða bílastæðum og innkeyrslum að húsum  Borgin mokar ekki ruðn- ingum í burtu nema snjórinn sé farinn að teppa umferð  4-5 bílar notaðir til að aka burtu snjó Morgunblaðið/Þórður Egilsgata Fjórir bílskúrar lokaðir. Umferð gengur greiðlega fyrir sig og því mun borgin ekki moka snjónum í burtu. „Ég, þú, Dagur, Blöndal, mamma og aðrir íbúar Reykja- víkur koma því til með að þurfa að halda áfram að moka frá bíl- um og/eða innkeyrslum,“ segir Björn Ingvarsson í svari við kvörtun Rúnars Þórs Þórarins- sonar, íbúa í Hlíðunum, sem taldi víst að Dagur Eggertsson og Björn Blöndal fengju betri þjónustu en almennir íbúar og væru ekki lokaðir inni af veg- heflum borgarinnar í hvert skipti sem snjóaði. Aldrei hafi þurft að minnast á snjómokstur þegar borgarfulltrúi bjó þar. „Mamma“ og Dagur moki ENGAR SÉRREGLUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.