Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 E N N E M M / S ÍA / N M 6 6 6 5 5 Síminn er stoltur bakhjarl Reykjavík International Games Upplifðu Reykjavík International Games með Símanum, fangaðu öll ótrúlegu augnablikin og deildu þeim jafnóðum. Síminn fylgir þér alla leið. Þú getur meira með Símanum RIG í vasanum með m.rig.is Á farsímavefnum finnurðu dagskrá leikanna, mynda- straum, fréttir og allar upplýsingar. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þeir sem innrituðu sig í lok síðasta árs geta átt von á því að bíða í þrjá mánuði eftir að komast í áfengis- og vímuefnameðferð,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „10. janúar síðastliðinn voru hundrað og fimmtíu einstaklingar á biðlista hjá SÁÁ. Ég á von á því að biðlistinn lengist og verði kominn í þrjú hundruð einstaklinga í lok mánaðarins. Það er oft mjög margt fólk sem leitar sér meðferðar í fyrsta skiptið á fyrstu mánuðum ársins,“ segir hann. Þarfnast meira fjármagns „Það fer þó eftir því hvernig ástatt er fyrir hverjum og einum hversu löng biðin er. Það eru ákveðnar vinnureglur um það hvernig tekið er af þessum biðlist- um og þá eiga þeir til að mynda for- gang sem hafa ekki verið í meðferð áður. Svo metum við líka hversu veikt fólk er,“ segir Þórarinn og bendir á að fólk geti leitað sér stuðnings á göngudeildum á Akur- eyri og í Reykjavík meðan á biðinni stendur. „Heilbrigðisráðuneytið, sem leggur til fjármuni í okkar starf- semi, treystir sér ekki til þess að kaupa meira en sextán hundruð innritanir. Við fáum fjármagn frá almenningi og það hefur hjálpað okkur gríðarlega mikið. Það brúar þó ekki bilið, við þurfum fjármagn frá heilbrigðisráðuneytinu til þess að laga ástandið,“ segir hann. Morgunblaðið/Heiddi Meðferð Biðin eftir að komast í áfengis- og vímuefnameðferð hjá SÁÁ er löng. Allt að 3 mánaða bið hjá SÁÁ  Býst við um þrjú hundruð á biðlista Hvorki gengur né rekur í kjaradeilu Norðuráls á Grundartanga og fimm stéttarfélaga starfsmanna álversins um nýjan kjarasamning. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness (VLFA), segir djúpa á gjá á milli viðsemjenda eftir seinasta fund sem haldinn var hjá Ríkissáttasemj- ara sl. þriðjudag. Þetta var sjötti fundurinn í deil- unni en boðað er til næsta fundar í næstu viku. Tekist er á um launakröfur og breytt vaktafyrirkomulag en félögin vilja hverfa frá 12 tíma vaktakerfi og taka upp 8 tíma kerfi eins og tíðkist hjá Elkem Ísland og Alcan í Straumsvík. Vilhjálmur segir slíkt kerfi fjölskylduvænna og m.a. gera konum betur kleift að sækja um störf í álverinu. Í umfjöllun um stöð- una á heimasíðu VLFA segir að starfsmenn og stéttarfélög muni sækja fram leiðréttingar á kjörum starfsmanna af fullum þunga. Í næstu viku boðar VLFA til fundar í Bíóhöllinni á Akranesi þar sem gera á starfsmönnum grein fyrir gangi viðræðna og til hvaða ráðstafana verði hægt að grípa. Samkvæmt kjarasamningnum opnast verkfallsréttur ekki fyrr en eftir þrjá mánuði og síðan líða nokkrir mánuðir þar til hann fer að virka að sögn Vilhjálms. Sérstök ákvæði eru í samningnum um lengri aðdraganda að mögulegum verk- fallsaðgerðum en almennt gildir til að koma í veg fyrir tjón á tækjabún- aði álversins og verður ekki boðað til verkfalls nema með minnst þriggja mánaða fyrirvara og tæki verkfall þá gildi í stigvaxandi skrefum. Stéttar- félögin könnuðu að ósk trúnaðarráðs starfsmanna möguleika á að kjósa um yfirvinnubann en Vilhjálmur segir að yfirvinnubann flokkist undir verkföll skv. lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og því gæti það ekki tekið gildi strax. Hins vegar geti sér- hver starfsmaður hafnað vinnu um- fram vinnuskyldu en stéttarfélögin megi ekki efna til skipulagðra kosn- inga um slíkt. „Við erum hér að tala um útflutn- ingsfyrirtæki sem hefur ætíð gengið vel sem betur fer og er eitt af burð- arstólpum fyrirtækja á Íslandi og við viljum bara fá meiri hlutdeild,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að ef ekki verði stefnubreyting af hálfu for- svarsmanna Norðuráls á næsta fundi sé ekki um annað að ræða en að slíta viðræðunum. omfr@mbl.is Gjá í deilu stéttar- félaga og Norðuráls  Formaður VLFA segir viðræðum slitið verði ekki breyting Morgunblaðið/Árni Sæberg Álver Sex árangurslausir fundir hafa farið fram milli Norðuráls og 5 stétt- arfélaga. Félögin krefjast launahækkana og breytinga á vaktakerfi. Vilhjálmur Birgisson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.