Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 12

Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef verið að teikna fráþví ég var lítil stelpa. Égvar mjög ung þegar égfór að teikna myndir þar sem ég notaði myndirnar á hlustrum Disney-teiknimynda sem fyrir- myndir. Tímon og Pumba voru þeir fyrstu sem ég tókst á við þar,“ segir Jenný Rut Arnþórsdóttir en hún hefur nóg að gera við að teikna and- litsmyndir af fólki eftir ljósmyndum. Allra fyrsta portrettmyndina gerði Jenný þegar hún var sautján ára, svo hún hefur fengið góða æfingu í meira en áratug. „Þetta spurðist fljótt út og sí- fellt fleiri leituðu til mín. Ég fór því að sérhæfa mig í andlistmyndum og í fyrstu notaði ég blýanta og þær myndir voru svarthvítar, en núna geri ég flestar myndirnar í lit og nota tréliti, enda finnst mér það miklu skemmtilegra.“ Hún segir mesta eftirspurn vera eftir myndum af börnum. „En ég hef líka gert myndir af fullorðnu fólki, ég teiknaði til dæmis mynd af konu sem henni var gefin í fimm- tugsafmælisgjöf og ég teiknaði mynd af ömmu minni og afa sem ég gaf þeim í brúðkaupsafmælisgjöf.“ Þrívíð teikning spennandi En Jenný fæst ekki einvörð- ungu við að teikna andlitsmyndir, hún málar líka með olíulitum og eins hefur hún náð góðum árangri í að teikna þrívíðar myndir. „Mér finnst þrívíð teikning af- skaplega spennandi og frumraun mín í því var köngulló sem ég er harla ánægð með. Þetta liggur allt í skuggunum, ef maður setur þá á réttan stað verður þetta ótrúlega raunverulegt. Mig langar að færa mig aðeins meira inn á þrívíða sviðið og ég er að æfa mig. Ég hef líka að- eins verið að færa mig yfir í olíu- málverk en ég er enn að þróa stílinn þar.“ Margmiðlunarfræðingur Jenný útskrifaðist á sínum tíma frá á listnámsbraut í Borgarholts- skóla og bætti síðan við sig til að taka stúdentinn. Auk þess útskrif- aðist hún sem margmiðlunarfræð- ingur frá Margmiðlunarskólanum. „Ég er í fæðingarorlofi núna en því lýkur í næsta mánuði og þá von- ast ég til að fá vinnu sem hæfir minni menntun.“ Jenný setur myndirnar sínar inn á Facebook-síðuna: galleri.j- enny, og þeir sem vilja láta teikna fyrir sig mynd geta haft samband við hana með því að senda henni tölvupóst á netfangið: jenny.arnthors@gmail.com Hefur sérhæft sig í andlits- myndum Morgunblaðið/Ómar Listakona Jenný við stórt olímálverk af hesti sem hún málaði, en hana langar að mála meira í olíu. Hún var ekki nema sautján ára þegar hún teiknaði sína fyrstu portrettmynd. Sífellt fleiri leita til hennar og biðja um að hún teikni andlit eftir ljósmyndum. Spenntur Þessi reisir sig upp. Blýantsteikning Brosmildir eru þeirog kankvísir þessir piltar. Könguló Þrívíð teikning Jennýar. Bros Ungt bláeygt barn á teppi. Stúlka Fyrsta mynd Jennýar í lit. Fjarðarkaup Gildir 15. jan. – 17. jan. verð nú áður mælie. verð Lambainnralæri úr kjötborði ............................. 2.398 3.598 2.398 kr. kg Svínahnakki úrb. úr kjötborði............................ 1.245 1.598 1.245 kr. kg Svínalundir úr kjötborði.................................... 1.498 2.398 1.498 kr. kg Nautahakk 1.fl ................................................ 1.398 1.766 1.398 kr. kg Hamborgarar 2 x 115 g m/brauði..................... 506 562 506 kr. pk. KF lambalæri frosið sérverkað........................... 1.279 1.498 1.279 kr. kg Helgartilboðin Morgunblaðið/Eyþór

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.