Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Athugasemdir voru gerðar við full-
yrðingar sem settar voru fram í aug-
lýsingum fyrir magnesíumsprey sem
selt er hér á landi eftir að íslenskur
læknir sendi kvörtun til bresku aug-
lýsingaviðmiðastofnunarinnar ASA
(Advertising Standards Authority).
Íslenska fyrirtækið Gengur vel sem
flytur spreyið inn breytti texta á vef-
síðu sinni um efnið eftir að Morgun-
blaðið byrjaði að grennslast fyrir um
málið.
Breska fyrirtækið Better You
framleiðir magnesíumvörur sem eru
bornar á húð, meðal annars spreyið
Magnesium Sport. Fyrirtækið hélt
því fram að mannslíkaminn tæki
magnesíum hraðar upp í gegnum húð
en með hefðbundinni inntöku og að
vörur þess hefðu jákvæð áhrif á
vöðva, bein og orkuframleiðslu. Efnið
hefur meðal annars verið markaðs-
sett hér á landi og erlendis sérstak-
lega fyrir íþróttafólk.
Ekki fullnægjandi rannsóknir
ASA kvað hins vegar upp úrskurð í
nóvember á þá leið að rannsóknir sem
Better You vitnaði til væru ekki full-
nægjandi til að styðja fullyrðingar í
auglýsingum fyrir vöruna. Gaf stofn-
unin út þau tilmæli að auglýsingarnar
yrðu ekki settar fram á sama formi
aftur og að fyrirtækið forðaðist að
setja fram fullyrðingar sem ekki væri
hægt að styðja sönnunargögnum í
framtíðinni.
ASA er sjálfstæð stofnun sem hef-
ur eftirlit með auglýsingaiðnaðinum í
Bretlandi. Hún hefur ekki lögbundið
hlutverk á vegum ríkisins þannig að
hún getur ekki framfylgt lögum en
hún úrskurðar um kvartanir sem
varða auglýsingar og fylgist með því
að farið sé eftir siðareglum.
Vandamálið við nýsköpun
Þegar Morgunblaðið byrjaði að
kanna málið voru svipaðar fullyrðing-
ar um upptöku magnesíum í gegnum
húð á vefsíðu Gengur vel.
Sigrún Kjartansdóttir, fram-
kvæmdastjóri Gengur vel, segist í
skriflegu svari til Morgunblaðsins
hafa frétt af úrskurði ASA í desem-
ber. Í kjölfarið hafi hún haft samband
við Andrew Thomas, stofnanda og
framkvæmdastjóra Better You. Beð-
ið sé niðurstaðna klínískra rannsókna
um virkni spreysins en þangað til hafi
fyrirtækið ákveðið í samráði við Bet-
ter You að breyta orðalagi um virkni
spreysins á vefsíðu sinni. Eftir sem
áður er þó fullyrt á vefsíðu Better You
að magnesíum berist hratt í gegnum
húðina.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Thomas að ASA hafi veitt fyrirtækinu
aðlögunartíma til að breyta auglýs-
ingum sínum en hann vonist til þess
að komið verði á hreint hvað fyrirtæk-
ið geti fullyrt í lok þessa mánaðar. At-
hugasemdir ASA lytu fyrst og fremst
að því hvort upptaka magnesíums
væri hraðari í gegnum húð en með
hefðbundnum leiðum. Því hafi fullyrð-
ingum með beinum samanburði við
hefðbundna inntöku verið breytt.
Það er fyrst og fremst skortur á
klínískum rannsóknum sem Thomas
segir ástæðu þess að ASA hafi ekki
talið fót fyrir fullyrðingunum um
magnesíumspreyið. Sendi hann
Morgunblaðinu afrit af þeim rann-
sóknum sem fyrirtækið vísaði í þeim
til stuðnings. Þá tók hann fram að
verið væri að undirbúa nýja rannsókn
á upptöku magnesíums um húð.
„Því miður er þetta vandamálið við
að vera í fararbroddi nýsköpunar.
Enginn annar starfar á þessu sviði
þannig að sannanir koma aðeins eins
hratt og við getum borið þær fram,“
segir Thomas.
Myndu fárveikjast við sjóböð
ASA hafnaði hins vegar gildi þeirra
rannsókna sem Thomas sendi Morg-
unblaðinu í úrskurði sínum. Þau gögn
bar blaðamaður jafnframt undir
Magnús Jóhannsson, lækni og pró-
fessor í lyfjafræði. Hann segir gögnin
ómerkileg, augljósir gallar séu á
rannsóknunum og niðurstöður þeirra
hafi ekki birst í ritrýndum ritum.
Ekki hafi verið sýnt fram á að magn-
esíum sem borið sé á húð gagnist lík-
amanum þó að ekki sé hægt að útiloka
það.
„Það eru eflaust einhver skipti á
saltjónum gegnum húðlögin en það er
svo lítið að það gerir hvorki til eða frá.
Húðin verndar okkur gegn því. Ef við
soguðum upp magnesíumklóríð á
þeim hraða og í því magni sem þarna
er fullyrt þá myndum við verða fár-
veik við sjóbað,“ segir
Björn Geir Leifsson skurðlæknir
sem kvartaði undan auglýsingum
Better You til ASA.
Auglýsi ekki ólöglega
Sigrún segir að magnesíumspreyið
verði auglýst með viðeigandi hætti á
meðan beðið sé niðurstaðna klínískra
rannsókna. Engar athugasemdir hafi
borist frá íslenskum eftirlitsstofnun-
um vegna vörunnar. Skv. heimildum
Morgunblaðsins ætlar Neytendastofa
þó að skoða málið.
„Við bíðum eftir niðurstöðum rann-
sóknarinnar en eigum ekki von á öðru
en að hún staðfesti áðurnefnda virkni.
Fyrstu niðurstöður benda til þess.
[…] Við munum að sjálfsögðu ekki
auglýsa vörurnar okkar á ólögmætan
hátt,“ segir Sigrún í skriflegu svari
sínu.
Fullyrðingum breytt
eftir úrskurð ytra
Ekki talinn fótur fyrir fullyrðingum um magnesíumsprey
sem selt er á Ísland Gögnin sanni ekki virkni þess
Morgunblaðið/Ómar
Sala Efnið er m.a. selt í apótekum
og kostar á fjórða þúsund krónur.
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að
kaupa landspildu sem er við sveitar-
félagsmörk Reykjavíkur og Mos-
fellsbæjar í þeim tilgangi að leysa
ágreiningsmál á milli landeiganda og
Reykjavíkurborgar.
Bjarni Brynjólfsson, upplýsinga-
stjóri Reykjavíkurborgar, segir að
á sínum tíma hafi landinu verið af-
salað til Mosfellsbæjar. Það liggi
þvert í gegnum sumarbústaðaland
og klippi það í tvennt. Reykjavíkur-
borg kaupi landið til þess að geta
sameinað þessa sumarbústaðalóð og
gert hana að einum landskika.
Gjaldið fyrir landið er rúmlega
100.000 krónur. Um er að ræða rúm-
lega 200 fermetra svæði og tekur
verðið ríflega mið af verði hektara
lands í nýlegum viðskiptum, að sögn
Bjarna.
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur
samþykkt að selja landið.
Borgin kaupir land
í Úlfarsfellslandi
Um 200 fermetra
svæði á 100 þúsund
Morgunblaðið/ÞÖK
Úlfarsfell Reykjavík nær og Mos-
fellsbær fjær með fellið á milli.
Samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu
þurfa fyrirtæki að geta sannað allar fullyrðingar sem koma fram í auglýs-
ingum. Það má ekki veita villandi eða rangar upplýsingar.
„Þetta er svolítið óljós og grár markaður. Þeir sem vinna á þessum
markaði stíga stundum of langt yfir strikið en ég held að oftast sé það
ekki vísvitandi,“ segir Aðalsteinn Jens Loftsson, formaður Lyfjafræð-
ingafélags Íslands um markað með fæðubótarefni.
Í raun og veru viti enginn hvaða efni séu til í landinu. Ekki séu gerðar
sömu kröfur til þeirra og lyfja sem þarf sérstök leyfi fyrir og því geti fólk
flutt inn og markaðssett ansi margt á eigin ábyrgð og áhættu.
„Óljós grár markaður“
FÆÐUBÓTAREFNI
565 6000 / somi.is
ÚT AÐ BORÐA
MEÐ VINUNUM.
Við bjóðum spennandi matseðil.
Spellvirkjar skemmdu í gær minn-
isvarða um hinn landsþekkta mót-
mælanda Helga Hóseasson á Lang-
holtsvegi. Minnisvarðinn er bekkur
með áföstu skilti sem ber eitt af
þekktustu slagorðum Helga og
voru unnar skemmdir á skiltinu.
Helgi var þekktur fyrir mótmæli
sín gegn meintu órétti sem honum
fannst hann hafa verið beittur af ís-
lenska ríkinu. Í seinni tíð mótmælti
hann einnig stuðningi ríkisins við
stríð og ójöfnuð.
Helgi lést 6. september 2009. Í
ágúst 2010 var minnisvarðinn sett-
ur upp og var þar um að ræða
einkaframtak fjögurra manna sem
vildu með þessu heiðra minningu
Helga. Minnisvarðinn fékk því að
standa óáreittur í rúm fjögur ár á
Langholtsvegi þar sem Helgi stóð
jafnan með mótmælaspjöld sín.
Skemmdu minnisvarða Helga Hóseassonar