Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 20

Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Þremur verslunum Nóatúns verður á næstu mán- uðum breytt í Krónuverslanir; í Grafarholti, Hamraborg og Nóatúni, en eftir mun standa að- eins ein Nóatúnsverslun, þ.e. í Austurveri. Nýlega var Nóatúni í JL-húsinu lokað. Með breytingunni fjölgar Krónubúðum í 16 og haft var eftir Kristni Skúlasyni, rekstarstjóra Krónunnar, á mbl.is í gær að þeim yrði fjölgað þar sem neytendur gerðu kröfu um lágverðsverslanir frekar en þjónustu- verslanir á borð við Nóatún. Miklar breytingar urðu á eignarhaldi þessara verslana í mars á síðasta ári þegar félagið Festi hf. keypti fimm fyrirtæki af Norvik ásamt fasteign- um. Með kaupunum tók Festi yfir rekstur Kaupáss, sem rekið hefur verslanir Krónunnar, Nóatúns, Kjarvals, ELKO og Intersport, auglýs- ingastofunnar EXPO og vöruhótelsins Bakkans. Stækkun í Hamraborg Festi er í eigu félagsins SF V slhf. þar sem hlut- hafar eru um 30 talsins, þar af eru nokkrir lífeyr- issjóðir með um þriðjungshlut en aðrir eigendur eru meðal annars einkafjárfestar, tryggingafélög og Arion banki. Jón Björnsson, forstjóri Festar, segir vonir standa til að ljúka breytingum á verslunum Krón- unnar og Nóatúns á vormánuðum. Fyrst verður ráðist í breytingar í Grafarholti en að sögn Jóns þarf að gera talsverðar breytingar í þessum þrem- ur verslunum, auk þess sem verslunin í Hamra- borg verður stækkuð. „Þessar verslanir verða byggðar upp í anda Krónunnar. Krónan hefur verið í góðum rekstri og viðskiptavinir eru ánægðir með hvernig verslan- irnar eru byggðar upp. Við höfum ekki verið í þessum hverfum með Krónuna og viljum koma til móts við neytandann,“ segir Jón. Nóatún í Austurveri mun að hans sögn einnig taka breytingum með meira vöruúrvali og þjón- ustu. Þar verður áfram lögð áhersla á kjötborðið, ferskvöru, heitan mat og veisluþjónustu. Jón segir uppsagnir óhjákvæmilegar þegar þessum verslunum Nóatúns verður lokað en starfsfólkinu boðin störf í öðrum verslunum á veg- um Kaupáss. „Við erum með hátt í 1.000 starfsmenn í okkar verslunum samanlagt og munum reyna að bjóða öllu starfsfólki Nóatúns vinnu hjá okkur,“ segir Jón. Meðal starfsmanna Nóatúns hafa verið kjötiðn- aðarmenn og segir Jón að þeim verði einnig boðin sambærileg störf hjá Krónunni, enda séu kjötiðn- aðarmenn þar einnig starfandi í tíu verslunum af þrettán í dag. Nóatúni breytt í Krónuna  Þrjár verslanir Nóatúns verða Krónuverslanir  Nóatún áfram í Austurveri Morgunblaðið/Eggert Nóatún Þjónustuverslunum fer fækkandi er þremur Nóatúnsverslunum verður lokað. Nokkur tímamót verða þegar Nóatún í Nóatúni hættir en þar var fyrsta verslunin undir því nafni opnuð árið 1965 af Jóni Júlíussyni kaupmanni, eða fyr- ir um hálfri öld. Krónan verður opnuð þarna á næstu mánuðum og ljóst að framundan er samkeppni á þessu svæði borgarinnar milli Krónunnar og Bónuss, sem hyggst opna verslun þarna skammt frá á þessu ári, eða í Skipholti. Fyrsta verslunin fyrir 50 árum NÓATÚN Í NÓATÚNI VERÐUR AÐ KRÓNUNNI Nóatún Kjötborðið er aðalsmerkið. Fjárhagslegur ávinningur af sam- einingu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar er ekki mikill, hvorki til langs né stutts tíma litið, að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta kemur fram í nýrri umsögn stofnunarinnar um frumvarp sjávar- útvegs- og landsbúnaðarráðherra, sem gerir ráð fyrir sameiningu þess- ara tveggja stofnana í eina stofnun sem beri nafnið Haf- og vatnarann- sóknir. Í umsögn Hafrannsóknastofnunar segir að sú leið sem hér sé valin hafi nokkra hættu í för með sér sem geti leitt til veikingar starfseminnar ef ekki sé sérstaklega hugað að því. „Niðurlagning beggja stofnana og tilkoma Haf- og vatnarannsókna skapar biðlaunarétt margra starfs- manna beggja stofnana, sem gera þarf ráð fyrir og myndi samkvæmt greinargerð í frumvarpi hæglega geta kostað á annað hundrað millj- ónir króna,“ segir í umsögninni. „Svo ekki skapist enn meiri fjár- hagsvandi en nú er, þarf að tryggja sérfjárveitingu til að mæta þessum kostnaði. Það sem í þessu sambandi er líka sérstakt áhyggjuefni er að þetta fyrirkomulag gæti ýtt undir að eldri starfsmenn með mikla þekk- ingu og starfsreynslu gætu kosið að láta af störfum vegna biðlauna- réttar. Þetta gæti aukið á vanda sem skapast hefur síðustu ár þegar ný- ráðningar hafa verið í lágmarki og aldursdreifing er nú með þeim hætti að á næstu 10 árum munu 4 af hverj- um 10 sérfræðingum Hafrann- sóknastofnunar láta af stöfum fyrir aldurs sakir (25 af alls 57 sérfræð- ingum),“ segir þar einnig. Því sé vert að kanna sameiningu stofnananna án þess að farin verði sú leið að leggja þær báðar niður og virkja þannig biðlaunarétt fjölda starfsmanna. omfr@mbl.is Lítill fjárhagsleg- ur ávinningur Morgunblaðið/Kristinn Hafró Sérfræðingar Hafrann- sóknastofnunar skoða síldarsýni.  Hafró telur að sameining geti veikt starfsemina Ökufærni er lykilatriðið þegar ungmenni hefja akstur. Hvar fær ungmennið þitt kennslu? Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni Allt kennsluefni innifalið Ökukennsla www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga. Hringdu núna og bóka ðu ökuskól ann ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku. Þekking og reynsla í fyrrirúmi • Það er ekki að ástæðulausu að fagmaðurinn velur Spiegelau og nú getur þú notið þeirra • Platinumlínan okkar er mjög sterk og þolir uppþvottavél Spiegelau er ekki bara glas heldur upplifun Við bjóðum Spiegelau í fallegum gjafaöskjum sem er tilvalin tækifærisgjöf eða í matarboðið. • Rauðvínsglös • Hvítvínsglös • Kampavínsglös • Bjórglös • Karöflur • Fylgihlutir Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | progastro.is Opið alla virka daga frá 09:00 – 17:00. Hágæða kristalglös frá Þýskalandi Allt fyrir eldhúsið Verð frá 2.490 kr. Læknandi meðferð við gláku ekki til Í umfjöllun um glákurannsóknir Gauta Jóhannessonar frá því á laug- ardaginn segir að helmingur 82 milljóna króna rannsóknarstyrks hans fari til launa en hið rétta er að hluti styrksins fer til launa Gauta. Þá má skilja umfjöllun sem svo að lyf við glákusjúkdómi hafi ekki virk- að. Nákvæmara er að segja að ekki sé til læknandi meðferð en öll með- ferð snýr að því að hægja á fram- vindu sjúkdómsins með minnkun augnþrýstings, m.a. með lyfjagjöf. Þá segir að rannsókn Gauta snúist um að kanna orsök gláku, en rétt er að hún snýr að því að kanna orsök og framvindu gláku. Það er gert með því að skoða efnaskipti og blóðflæði í sjónbrautum í heilanum, ekki sjón- taugum eins og missagt var í blaðinu. LEIÐRÉTT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.