Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Flugvél Landhelgisgæslunnar TF- SIF og varðskipið Týr eru um þessar mundir við eftirlit fyrir Frontex, Landamærastofnun EU á hafsvæð- inu í kringum Ítalíu. „Vegna alvarlegs ástands í Mið- jarðarhafi og mikils flæði flóttafólks lagði Frontex mikla áherslu á að fá tæki Landhelgisgæslunnar til aðstoð- ar á svæðinu,“ segir í frétt á heima- síðu Landhelgisgæslunnar. Varðskipið Týr hóf eftirlit 1. des- ember sl. en flugvélin TF-SIF í jan- úarbyrjun og kemur hún aftur til Ís- lands um miðjan febrúar. Landhelgisgæslan tekur þátt í Fron- tex-verkefninu í gegnum Schengen- samstarfið en tuttugu og fimm Evr- ópuríki eru fullir þátttakendur þess. Kjarni Schengen-samstarfsins felst í annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna og hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri af- brotastarfsemi, segir í fréttinni. Landhelgisgæslan (LHG) er nú, sem endranær, með fulltrúa í sameig- inlegri stjórnstöð sem tekur þátt í áætlanagerð og er milliliður við varð- skip og flugvél LHG. Til þessa hefur LHG verið með fulltrúa í þremur löndum, Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Tveir fulltrúar samtímis Komið hefur fyrir að LHG hafi ver- ið með fulltrúa í tveimur stjórnstöðv- um samtímis, t.d. þegar varðskip var staðsett við Spán og flugvélin við Ítal- íu. „Með þessum verkefnum hafa starfsmenn LHG í stjórnstöðvum Frontex öðlast mikla reynslu og þekkingu í alþjóðlegum samskiptum á vettvangi löggæslu, eftirlits og björgunarmála auk skipulagningar aðgerða,“ segir í fréttinni á heimasíðu LHG. Þeir starfsmenn LHG sem sendir eru til starfa í stjórnstöðvum Frontex eru að öllu jöfnu skipstjórnarmenn eða aðrir starfsmenn með umtals- verða reynslu í stjórnstöð, flugdeild, sjómælingadeild, sprengjudeild eða á varðskipum. Viðkomandi starfsmað- ur er á vakt allan sólarhringinn þann tíma sem hann er á staðnum en það eru að jafnaði þrjár vikur. Dagleg störf fulltrúans eru margvísleg, hann tekur þátt í daglegum stöðufundum, greiningu og miðlun upplýsinga, að- stoðar við samskipti milli eininga og stjórnstöðva Frontex og/eða strand- gæslu/sjóhers viðkomandi ríkis. Einnig á fulltrúinn í daglegum sam- skiptum við Landhelgisgæsluna á Ís- landi og fulltrúa annarra þjóða í stjórnstöðinni.  Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF og varðskipið Týr við eftirlitsstörf við strendur Ítalíu  Landhelgisgæslan er með fulltrúa í sameiginlegri stjórnstöð sem tekur þátt í áætlanagerð Sif snýr til baka í næsta mánuði Ljósmynd/Landhelgisgæslan Gæslustörf TF-Sif og varðskipið Týr eru við störf á Miðjarðarhafi. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta er orðið ofsalega þreytt, manni hundleiðist að vera í svona óvissu. Ég var búinn að vera handa- laus nákvæmlega í sautján ár núna síðastliðinn mánudag, það er komið fínt,“ segir Guðmundur Felix Grét- arsson sem hefur beðið eftir ág- ræðslu handleggja í Lyon í Frakk- landi síðan í júní árið 2013. Heimild var til fyrir aðgerðum af þessu tagi en sú heimild rann úr gildi við laga- breytingar veturinn 2013-2014. Unn- ið hefur verið að endursamningu reglna síðan þá svo Guðmundur Fel- ix komist í aðgerðina. Bjartsýnn á að komast í aðgerð „Ég er enn að bíða eftir svari frá nefnd sem er ábyrg fyrir því að setja rammann utan um heilbrigðiskerfið, hversu langt má ganga og þess hátt- ar. Hún er ótrúlega lengi að þessu, ég á þó von á svari frá henni í jan- úar,“ segir Guðmundur en hann kveður sambærilega aðgerð ekki hafa verið framkvæmda áður og að verið sé að fá heimild fyrir því að ganga lengra en áður. Guðmundur missti báða hand- leggina í vinnuslysi árið 1998. Hann var þá að vinnu við Úlfarsfellslínu þegar hann fékk 11.000 volta raf- straum í gegnum sig og féll átta metra niður á frosna jörð. Hann slasaðist alvarlega, brotnaði á ótal stöðum og fjarlægja þurfti handleggi hans. Hann var í dái í sjö vikur. „Ég er bjartsýnn á að þetta náist í gegn. Að því gefnu að við fáum já frá nefndinni fer ég væntanlega aftur í ástandsskoðun. Ég fer síðan líkleg- ast á lista og farið verður að leita að gjafa. Sú bið getur verið frá einum degi upp í eitt ár,“ segir Guðmundur Felix um framhaldið. Beðið í tæp tvö ár eftir handleggjum  Tafir orðið á heimild fyrir aðgerðinni Bið Guðmundur Felix bregður á leik í borginni Lyon í Frakklandi. Nýr vefur rammaáætlunar hefur verið opnaður á nýju léni, www.ramma.is. Vefurinn leysir af hólmi eldri vef og tekur mið af nýjustu kröfum um útlit og not- endavænleika. Verkefnisstjórn rammaáætl- unar, sem skipuð er af umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur um- sjón með vefnum. Þar er lögð áhersla á ítarlegar og aðgengileg- ar upplýsingar um vinnu sem stendur yfir við rammaáætlun. „Vefurinn er helsta tæki verkefn- isstjórnar rammaáætlunar til að miðla upplýsingum um starf sitt og stöðu áætlunarinnar. Sögu rammaáætlunar eru gerð skil, svo og þeim hugmyndum og fræðum sem að baki liggja. Auk þess er vefurinn einn helsti samráðsvett- vangur verkefnisstjórnar,“ segir í frétt á vef ráðuneytisins. Hugsmiðjan hannaði vefinn og nýtt einkennismerki rammaáætl- unar. Vefur rammaáætl- unar hefur verið opnaður á nýju léni Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms-lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar-lögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti HÁR Dreifingaraðili Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 – Vertu vinur okkar á BEAUTY INSIDERS´CHOICE W I N N E R COSMETIC EXECUTIVE WOMEN UK 2014 Rótarlitun WOW Þekur grá hár • Lýsir dökka rót • Fljótlegt • Endist á milli þvotta • 6 litir Skoðaðu kynningarmyndböndin á facebooksíðu hár ehf Sölustaðir WOW Kúltúra Hjá Dúdda Salon Veh Papilla Labella Höfuðlausnir Fagfólk Flóki Scala Gott Útlit Modus Medúlla Amber Hársaga Hjá Ernu Stjörnusól Hair brush Senter Ozio Hársetrið Klippart Strípur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.