Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 23
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
Næsta Unglingalandsmót Ung-
mennafélags Íslands (UMFÍ) verður
haldið á Akureyri. Undirritaður
var samstarfssamningur þess efnis
í Ráðhúsinu á Akureyri milli Ak-
ureyrarbæjar, Ungmennafélags
Akureyrar (UFA) og UMFÍ.
Þátttaka á unglingalandsmótum
hefur farið vaxandi en stefnt er að
því að mótið á Akureyri verði fjöl-
mennasta unglingalandsmót sem
haldið hefur verið hingað til. Þá er
gert ráð fyrir 2.000 keppendum á
aldrinum 11-18 ára og að heild-
arfjöldi mótsgesta verði yfir 10 þús-
und manns.
Á myndinni, frá vinstri, eru
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for-
maður UMFÍ, Ingibjörg Ólöf Is-
aksen, formaður íþróttaráðs, Eirík-
ur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
og Sigurður Freyr Sigurðarson,
formaður UFA.
Unglinga-
landsmótið
á Akureyri
Gert ráð fyrir
2.000 keppendum
Akureyri Við undirritun samnings
um unglingalandsmótið árið 2015.
Félag áhugafólks um hryggrauf/
klofinn hrygg, færði á dögunum
göngudeild þvagrannsókna 11A á
Landspítalanum, nýtt 32" sjónvarps-
tæki með innbyggðum dvd-spilara
og yfir 100 dvd-myndir. Félagið
efndi til söfnunar, hjá meðlimum
hópsins og aðstandendum, fyrir
gjöfinni. Elko gaf afslátt af tækinu
en Myndform og Bergvík gáfu
myndirnar auk aðstandenda félaga í
hópnum.
Hrafnhildur Baldursdóttir, deild-
arstjóri 11A, tók við gjöfinni fyrir
hönd deildarinnar af fulltrúum fé-
lagsins. Tilefni gjafarinnar var það
að á göngudeild þvagfærarannsókna
var bara til gamalt 20" túpusjónvarp,
vhs-tæki og örfáar vhs-myndbands-
spólur en það skiptir miklu fyrir
börn sem koma í þvagfærarann-
sóknir að þar sé einhver afþreying
til staðar meðan rannsóknin fer
fram því til þess er ætlast að börnin
liggi alveg kyrr í nokkuð langan
tíma, segir í frétt frá félaginu.
Félag áhugafólks um hryggrauf/
klofinn hrygg byrjaði sem lokaður
hópur á Facebook fyrir tæpum
þremur árum. Þetta er vettvangur
fyrir fólk sem hefur fæðst með
hryggrauf/klofinn hrygg og foreldra
ungra barna með hryggrauf til að
skiptast á reynslusögum og ráðlegg-
ingum. Einnig eru aðstandendur í
hópnum. Í nokkrum tilvikum hefur
hópurinn reynst vettvangur fyrir
verðandi foreldra barna með hrygg-
rauf til að leita sér upplýsinga en
hryggrauf/klofinn hryggur greinist
oftast í sónar á 19.-20. viku með-
göngu.
Túputækið leyst af hólmi
Gjöfin afhent Fulltrúar félagsins komu færandi hendi á göngudeildina.
Færðu Göngudeild þvagrannsókna á LSH nýtt sjónvarp
Málþing á vegum námsbrautar í
menningarfræði við Háskóla Ís-
lands verður haldið föstudaginn 16.
janúar kl. 12.00 til 13.00 í stofu 132
í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ:
Fundarefnið er: Framtíð skops í
fjölmenningarsamfélagi: Lang-
tímaáhrif morðanna á ritstjórn
Charlie Hebdo.
Frummælendur verða Gauti
Kristmannsson, prófessor í þýð-
ingafræði, Kristín Loftsdóttir, pró-
fessor í mannfræði, og Hugleikur
Dagsson rithöfundur. Fundarstjóri
verður Jón Ólafsson, prófessor í
menningarfræði. Fundurinn er öll-
um opinn.
„Þrátt fyrir merkilegan einhug
um andspyrnu gegn ofbeldi og sam-
stöðu um mikilvægi tjáningarfrelsis
í vestrænum samfélögum hafa
morðin sem framin voru á ritstjórn
franska skopmyndaritsins Charlie
Hebdo dregið fram magnaðan
ágreining um inntak háðsádeilu og
skops og mörk hins réttlætanlega í
gríni og háði,“ segir m.a. í fund-
arboði.
Málþing um
framtíð skops
í fjölmenningu