Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Næsta Unglingalandsmót Ung- mennafélags Íslands (UMFÍ) verður haldið á Akureyri. Undirritaður var samstarfssamningur þess efnis í Ráðhúsinu á Akureyri milli Ak- ureyrarbæjar, Ungmennafélags Akureyrar (UFA) og UMFÍ. Þátttaka á unglingalandsmótum hefur farið vaxandi en stefnt er að því að mótið á Akureyri verði fjöl- mennasta unglingalandsmót sem haldið hefur verið hingað til. Þá er gert ráð fyrir 2.000 keppendum á aldrinum 11-18 ára og að heild- arfjöldi mótsgesta verði yfir 10 þús- und manns. Á myndinni, frá vinstri, eru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ, Ingibjörg Ólöf Is- aksen, formaður íþróttaráðs, Eirík- ur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Sigurður Freyr Sigurðarson, formaður UFA. Unglinga- landsmótið á Akureyri  Gert ráð fyrir 2.000 keppendum Akureyri Við undirritun samnings um unglingalandsmótið árið 2015. Félag áhugafólks um hryggrauf/ klofinn hrygg, færði á dögunum göngudeild þvagrannsókna 11A á Landspítalanum, nýtt 32" sjónvarps- tæki með innbyggðum dvd-spilara og yfir 100 dvd-myndir. Félagið efndi til söfnunar, hjá meðlimum hópsins og aðstandendum, fyrir gjöfinni. Elko gaf afslátt af tækinu en Myndform og Bergvík gáfu myndirnar auk aðstandenda félaga í hópnum. Hrafnhildur Baldursdóttir, deild- arstjóri 11A, tók við gjöfinni fyrir hönd deildarinnar af fulltrúum fé- lagsins. Tilefni gjafarinnar var það að á göngudeild þvagfærarannsókna var bara til gamalt 20" túpusjónvarp, vhs-tæki og örfáar vhs-myndbands- spólur en það skiptir miklu fyrir börn sem koma í þvagfærarann- sóknir að þar sé einhver afþreying til staðar meðan rannsóknin fer fram því til þess er ætlast að börnin liggi alveg kyrr í nokkuð langan tíma, segir í frétt frá félaginu. Félag áhugafólks um hryggrauf/ klofinn hrygg byrjaði sem lokaður hópur á Facebook fyrir tæpum þremur árum. Þetta er vettvangur fyrir fólk sem hefur fæðst með hryggrauf/klofinn hrygg og foreldra ungra barna með hryggrauf til að skiptast á reynslusögum og ráðlegg- ingum. Einnig eru aðstandendur í hópnum. Í nokkrum tilvikum hefur hópurinn reynst vettvangur fyrir verðandi foreldra barna með hrygg- rauf til að leita sér upplýsinga en hryggrauf/klofinn hryggur greinist oftast í sónar á 19.-20. viku með- göngu. Túputækið leyst af hólmi Gjöfin afhent Fulltrúar félagsins komu færandi hendi á göngudeildina.  Færðu Göngudeild þvagrannsókna á LSH nýtt sjónvarp Málþing á vegum námsbrautar í menningarfræði við Háskóla Ís- lands verður haldið föstudaginn 16. janúar kl. 12.00 til 13.00 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ: Fundarefnið er: Framtíð skops í fjölmenningarsamfélagi: Lang- tímaáhrif morðanna á ritstjórn Charlie Hebdo. Frummælendur verða Gauti Kristmannsson, prófessor í þýð- ingafræði, Kristín Loftsdóttir, pró- fessor í mannfræði, og Hugleikur Dagsson rithöfundur. Fundarstjóri verður Jón Ólafsson, prófessor í menningarfræði. Fundurinn er öll- um opinn. „Þrátt fyrir merkilegan einhug um andspyrnu gegn ofbeldi og sam- stöðu um mikilvægi tjáningarfrelsis í vestrænum samfélögum hafa morðin sem framin voru á ritstjórn franska skopmyndaritsins Charlie Hebdo dregið fram magnaðan ágreining um inntak háðsádeilu og skops og mörk hins réttlætanlega í gríni og háði,“ segir m.a. í fund- arboði. Málþing um framtíð skops í fjölmenningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.