Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 BAKSVIÐ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Á morgun, 16. janúar, verða 20 ár síðan fjórtán manns fórust í snjóflóði í Súðavík. Í kjölfarið þurftu íbúar að spyrja sig áleitinna spurninga eins og þá hvort að rétt væri að byggja samfélagið upp að nýju, eða hvort flytja ætti þorpið í heilu lagi á annan stað. Pétur Georg Markan, sveitar- stjóri í Súðarvíkurhreppi er 33 ára aðfluttur Reykvíkingur sem tók við starfinu í júní á síðasta ári. „Eftir að áfallið dundi yfir barst inn í um- ræðuna sú spurning hvort og hvern- ig menn ætluðu að viðhalda byggð- inni. Í því samhengi hjálpaði það íbú- um Súðavíkur mikið að hafa tekið þá gegnheilu afstöðu að vera hér áfram,“ segir Pétur. Ákvörðunin reynst happadrjúg Slík ákvörðun krafðist kjarks þar sem byggja þurfti upp bæjarfélagið upp frá grunni, innar í firðinum við Ísafjarðardjúp þar sem engin ógn er af snjóflóðum. „Öðru fremur er þessi afstaða ástæða þess að hægt er að halda uppi þessu kraftmikla sam- félagi sem við búum að í dag,“ segir Pétur. Eftir að ákvörðunin hafði ver- ið tekin um að hefja uppbyggingu á nýjum stað þurfti nýtt deiliskipulag. „Það er fáheyrt að slíkt hafi verið gert og eftir á að hyggja hefur þessi ákvörðun reynst happadrjúg og góð fyrir íbúa,“ segir Pétur. Til þess að hægt hafi verið að halda byggðinni gangandi þurfti að halda atvinnustarfsemi gangandi auk þess að huga að innviðum sam- félagsins. „Það er nokkuð merkileg staðreynd að Súðvíkingum fækkaði ekki á næstu árum eftir að flóðið féll. Svona harmleikur og áfall hafði ekki áhrif á íbúaþróun svo merkjanlegt væri,“ segir Pétur. Hann segir að samfélagið hafi staðið af sér áföll og atvinnumissi vegna breyttra áherslna í sjávar- útvegi. „Það hafa ekki verið nátt- úruhamfarir á borð við snjóflóð sem hafa haft áhrif á byggðaþróun í Súðavík, heldur töpuð störf sem tengjast miklum breytingum í sjáv- arútvegi, sem er afar umhugs- unarvert, “ segir Pétur Stoltir af skólanum Í Súðavík búa 212 íbúar en upp á síðkastið hefur átt sér stað örlítil fjölgun sem er nokkuð úr takti við að sem er að gerast í nágrannasveit- arfélögum á Vestfjörðum. „Það sem er jákvætt við þessa íbúaþróun er það að við erum að fá barna- fjölskyldur og meðalaldurinn er að lækka. Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti,“ segir Pétur. Að sögn hans eru íbúar afar stoltir af grunnskóla Súðavíkur þar sem 36 nemendur stunda nám en í skól- anum eru einnig nemendur á leik- skólaaldri. „Við leggjum mikla alúð við þessa stofnun og ég held að á engan sé hallað þegar ég segi að Súðavíkurskóli sé ákveðin fyr- irmynd fyrir aðra skóla á Vest- fjörðum. Mikill metnaður er í starf- inu og lagðir eru til miklir fjármunir sem helgast af því að við vitum að skólinn er fjöreggið í samfélaginu,“ segir Pétur Nægar vinnandi hendur Stærsti atvinnuveitandinn í Súða- vík er HG Gunnvör sem sinnt hefur þorskeldi og lifrarvinnslu. Fyr- irtækið hefur uppi áform um að setja á fót regnbogasilungseldi samhliða þorskeldi. Þá hefur hreppurinn og Íslenska kalkþörungafélagið und- irritað viljayfirlýsingu um að setja á fót kalkþörungaverksmiðju árið 2018. Ef að því verður munu skapast tugir starfa í samfélaginu. „Til að af þessu geti orðið þarf atfylgi og skiln- ing hins opinbera, t.d. þarf að bæta og efla aðgengi og dreifingu á raf- orku á svæðinu, sem löngu er kom- inn tími á. Fyrst og fremst þurfum við skýra stefnu stjórnvalda í mál- efnum landsbyggðarinnar svo hér sé hægt að taka á móti spennandi upp- byggingarverkefnum. Ég hef fulla trú á að stjórnvöld komi inn af krafti og leggist á sveifina með okkur til að tryggja hér líf og starf í framtíð- inni,“ segir Pétur. Aðspurður telur hann að nægar vinnandi hendur séu til staðar í þorpinu til þess að sinna þeim störf- um sem munu skapast verði af upp- byggingaráforum. „Það er okkar hlutverk sem rekum og sinnum sveitarfélaginu að jákvæð íbúaþróun haldist áfram. Við verðum með hendur til þess að vinna þessi störf. Þetta er ákaflega jákvætt og spenn- andi verkefni fyrir okkur sem sinn- um sveitarfélaginu að vinna að því að stækka sveitarfélagið og fjölga íbúum,“ segir Pétur. Samstaða í skugga harmleiks  Tuttugu ár liðin frá því að snjóflóð féll á Súðavík og 14 fórust  Fólk þurfti að svara því hvort bú- andi væri í þorpinu  Gerðu nýtt deiliskipulag og færðu þorpið  Uppbyggingaráform framundan Morgunblaðið/Golli Fjöregg samfélagsins Pétur G. Markan, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, segir uppbyggingu samfélagsins hafa tek- ist vel í kjölfar snjóflóðsins árið 1995. Meðal stofnana sveitarfélagsins er 36 nemenda leik-, tónlistar- og grunnskóli. Sveitastjóri Pétur G. Markan, sveit- arstjóri í Súðavík, og fjölskylda. FJÓRTÁN manns, þar af átta börn, fórust í snjóflóði sem féll í Súðavík mánudagsmorguninn 16. janúar árið 1995. Flóðið var hið mannskæðasta á landinu frá árinu 1919 þegar átján fórust í snjóflóð- um á Siglufirði. Þetta voru ekki einu hörmungarnar árið 1995 því í október sama ár fórust 20 í snjó- flóði á Flateyri. Snjóflóðið á Súðavík tók með sér 15 hús í miðju þorpinu. Húsin voru flest utan þeirra marka er skilgreind voru sem hættusveæði vegna snjóflóða en fyrr um nótt- ina höfðu hús í grennd við Trað- argil verið rýmd vegna snjóflóða- hættu. Annað flóð féll þar að kvöldi 16. janúar og skemmdi hús- eignir, þar á meðal kaupfélagið, en fólki varð ekki meint af. Mitt í hörmungunum mátti þó finna gleðifregnir sem voru kraftaverki líkastar. Þannig fannst 14 ára stúlka eftir 15 tíma í fönninni. Þá fannst tíu ára dreng- ur lifandi rúmlega 23 klukku- stundum eftir að snjóflóðið féll. Björgunaraðstæður voru mjög erfiðar vegna ofsaveðurs sem geisaði á þessum slóðum. Um 500 manns urðu að flýja hús sín vegna snjóflóðahættu í mörgum þorpum á Vestfjörðum þennan örlagaríka dag. vidar@mbl.is Fjórtán fórust í flóðinu  Árið 1995 var hörmungaár í sögu íslensku þjóðarinnar  Snjóflóðið tók með sér 15 hús í miðju þorpinu Morgunblaðið/RAX Flaggað í hálfa stöng 34 týndu lífi í snjóflóðum árið 1995. fi p y j g p C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam Villibráðar-paté prikmeð pa Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ - salat skufer ðbo arðameð Miðj kjRisa-ræ með peppadew iluS ajónmeð japönsku m het Hörpuskeljar má, 3 s Frönsk súkkulaðikaka skum/rjóma og fer Vanillufylltar vatnsdeigsbollur arbSúkkulaðiskeljar með jarð Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R ahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti mSími 511 8090 • www.yndisauki.is Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta. � Óttast þú ekki því að ég frelsa þig, ég kalla á þig með nafni, þú ert minn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.