Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Opið:Mán. - föst. kl. 09-18 Lau-
gardaga kl. 11-15
INNRÉTTINGAR
DANSKAR
Í ÖLLHERBERGIHEIMILISINS
FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM,FRAMH-
LIÐUM,KLÆÐNINGUMOGEININGUM,
GEFAÞÉR ENDALAUSAMÖGULEIKAÁ
AÐSETJASAMANÞITTEIGIÐRÝMI.
VIÐ HÖNNUMOG TEIKNUM FYRIR ÞIG
Komdumeð eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu,
þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum,
teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu
í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.
STERKAR OG GLÆSILEGAR
ÞITT ER VALIÐ
Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum,
eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu
önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir
þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
BE
TR
IS
TO
FA
N
eingöngu hjá ökumanni undir áhrif-
um heldur einnig hjá þeim sem þigg-
ur far með honum við þær aðstæður.
Ef fólk passar hvað upp á annað eins
og sig sjálft þá næst enn betri árang-
ur. Við erum þannig farin að tala
meira um sameiginlega ábyrgð allra
þátttakenda í umferðinni, ekki bara
þeirra sem stýra farartækinu. Auð-
vitað hafa mannvirkin stórbatnað,
hafnirnar, vegirnir og tækni-
framfarir hjálpa líka til. En mest
snýst öryggi um mannlega þáttinn
þar sem fræðsla, endurmenntun og
forvarnir ná til sem flestra.“
Fræðslan og samvinnan
eykur árangur
Þórólfur segir skipulagða fræðslu
og forvarnir sem beint hefur verið að
börnum frá unga aldri hér á landi nú
að skila sér í bættri umferðarmenn-
ingu. „Leiðbeiningar Umferðarskól-
ans til barna nýtast þeim alla ævi.
Ungt fólk er meðvitaðra en áður um
ábyrgð sína og þekkir betur hætt-
urnar sem tillitsleysi og hraðakstur
skapa.“ Yngstu ökumennirnir séu þó
enn sá aldurshópur sem lendi í flest-
um tjónum en með auknum lífaldri
og þar með akstursreynslu fækki
óhöppum. Auk þess hóps þurfi jafn-
framt að huga betur að elsta hópi
ökumanna. „Við höfum haldið fundi
með fulltrúum Félags eldri borgara í
því skyni að finna leiðir til að ná bet-
ur til eldri ökumanna því þar sjáum
við einnig mjög mörg óhöpp. Þar
viljum við beita okkur, til dæmis
með því að hvetja eldra fólk til að
aka bara á daginn, leiðir sem það
þekkir vel og afhenda jafnvel öku-
skírteinið sitt sem gjöf til barna-
barna sinna. Það getur verið mikil
ákvörðun að hætta að keyra en við
viljum efla vitund eldri borgara um
þær hættur sem sífellt meiri um-
ferðarþungi og samfélagshraði get-
ur skapað þeim og öðrum.“
Gildi fræðslu og forvarna sér
miklu víðar merki, til dæmis hjá sjó-
mönnum sem mikil samvinna hefur
verið um. Öflugt fræðslustarf með-
fram öðrum framförum t.d. í tækni
og stöðugleika skipa hefur skilað
stórfelldum árangri eins og tölurnar
sýna. „Á hverjum degi erum við að
vinna áfram að auknu öryggi í sam-
göngum af því það koma nýir vegfar-
endur og nýjar ferðir, daglegar sam-
göngur eru í raun bara eðlilegur
hluti af hreyfanleika lífsins.“
Sameiginleg markmið eftirlits
Meðal verkefna Samgöngustofu
er ferðaþjónustutengd leyfisveiting
sem unnin er í nánu samstarfi við að-
ila ferðaþjónustunnar. Mælanlegur
árangur í fækkun slysatíðni ferða-
manna er eitt af sameiginlegum
markmiðum og er skilningur ferða-
þjónustunnar á vakandi eftirliti því
ríkur. „Hvalaskoðun, köfun, bílaleig-
ur, þyrluflug og útsýnisflug svo fátt
eitt sé nefnt er eftirlitsskylt hér á
landi og það er mikill vilji hjá ferða-
þjónustunni að hafa þessa hluti í
lagi. Öryggi ferðamanna skiptir
miklu máli í markaðssetningu því
hver vill heimsækja eða ferðast um
land þar sem öryggið er ekki í lagi?
Samgöngur í frístundum eru einn-
ig áhættuþáttur sem skoða þarf
miklu betur. Fólk að leik á mótor-
krosshjólinu sínu eða fjórhjólinu,
skemmtibátnum eða fisinu á rétt á
því að hugað sé betur að öryggi þess
því þar verða mörg óhöpp. Við vilj-
um gæta þess að atvinnumenn sem
fara eftir daglegum rútínum þegar
þeir stýra bíl, flugvél eða báti hagi
sér með jafn ábyrgum hætti þegar
þeir eru að leika sér. Búnaðurinn er í
flestum tilvikum í lagi, það er ekki
endilega það sem er að klikka – held-
ur mannlegi þátturinn.“
Ný ferð á hverjum degi
Þórólfur segir að stóra markmiðið
sé alltaf hin svokallaða núllsýn þar
sem enginn slys eða manntjón verða.
„Það er markmið sem hægt er að
setja á hverjum degi, í hverri ferð.
Samgöngur eru í eðli sínu mikil
áhætta þar sem verið er að fara frá
einum stað til annars oft á tíðum á
þungu farartæki á töluverðum
hraða. Fyrst og síðast ætla allir að
komast heilir á áfangastað. Enginn
vill enda sem slysatölfræði. Ferðinni
er aldrei lokið – það tekur við ný ferð
á morgun.“
Af þeim 170 sem slösuðust alvar-
lega í umferðinni í fyrra hófu flestir
endurhæfingu á Grensásdeild Land-
spítalans. Alvarlega slasaður er vítt
hugtak og getur þýtt marga kvilla
en í einföldustu mynd er það notað
yfir þá þurfa sjúkrahúsvist í kjölfar
slyssins að sögn Stefáns Ingvars-
sonar, yfirlæknis hjá Grensásdeild-
inni. „Það er enginn alvarlega slas-
aður sendur heim að lokinni
skoðun. Að vera alvarlega slasaður
getur þýtt svo margt.“
Á undanförnum tíu árum hafa
1.689 manns þurft endurhæfingu í
kjölfar bílslyss eða rúmlega 170
manns árlega en flestallir byrja sína
endurhæfingu á Grensási. „Lang-
flesta sem fara illa í þessum slysum
sjáum við. Samt er sundlaugin eina
viðbótin við Grensásdeildina síðan
1973.“
Slasaðir hefja endur-
hæfingu á Grensási
1689 MANNS HAFA SLASAST ALVARLEGA Á SÍÐASTA ÁRATUG
Morgunblaðið/Þórður
Slys Bílslys við Reykjanesbraut í október síðastliðinn. Ökumaðurinn slasaðist ekki alvarlega.