Morgunblaðið - 15.01.2015, Page 37

Morgunblaðið - 15.01.2015, Page 37
landsverðlaun fimm ár í röð í úrvals- liði fatlaðra í fjölgreinum. Er stoltur af þátttöku í íþrótta- keppni fyrir ófatlaða Ég er ekki minna stoltur af þátt- töku í íþróttakeppni fyrir heilbrigða m.a. í 18 holu golfi (ekki grasvelli) þar sem ég keppti við fólk án fötlunar. Ég vann þá keppni og í golfi er talað um fötlun, þannig að það var fötlun í tvö- faldri merkingu. Ég vann fríska jafn- aldra og besti árangur minn á 18 holu mínígolfvelli var 21 högg. 15 í fyrstu lotu og 3 í öðru.“ Hefur þú komið til Íslands? Mynd- irðu vilja fara þangað ef þér yrði boðið að koma og halda fyrirlestur þar? „Ég hef aldrei verið á Íslandi en ég fékk fyrirspurn um að koma sl. haust en var lasinn þá svo ekkert varð úr því. Ef kringumstæðurnar eru réttar kem ég meira en gjarnan í fyrirlestr- arferð til Íslands. Fyrirlesturinn yrði væntanlega á ensku. Ég er alveg op- inn fyrir því.“ Viltu segja eitthvað sérstakt við Ís- lendinga svona í lok viðtalsins? „Það væri þá helst að ég elska að hitta áheyrendur. Það gefur mér svo mikinn styrk. Sumir undrast hvaðan ég fæ styrk minn og innblástur en hann kemur einmitt frá fundum með áheyrendum og kraftinum sem kemur til baka, þegar maður stendur á svið- inu. Eftir hvern fyrirlestur líður mér betur en á undan Það hvetur mig til að halda áfram. Ég fann það á velvildinni og hlýjunni, sem mætti mér á hótel Clarion í Stokkhólmi. Ég hefði viljað vera þar lengur en það var því miður ekki hægt. Eftir hvern fyrirlestur líður mér betur en á undan.“ Þú ert ekki hræddur við spúandi eldfjöll? Sumir með hendur og fætur eru hræddir að ferðast til slíks lands. „Já, það er satt, en eruð þið ekki með einhverjar björgunarsveitir? Annars hoppa ég bara um borð í ein- hvern bátinn og sigli frá eyjunni ef nauðsyn krefur.“ Hægt er að hafa samband við Mika- el Andersson á heimasíðu hans, panta bókina og fylgjast með fyrirlestra- ferðum http://www.mikael-unlimi- ted.se. Kápan „Handalaus, fótalaus - en ekki vonlaus,“ er heiti bókarinnar. FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -2 2 1 0 Mercedes-Benz CLA-Class 4MATIC Óviðjafnanlegur ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Nú fæst Mercedes-Benz CLA-Class með 4MATIC aldrifsbúnaði. Þrátt fyrir að vera einstaklega öflugur og skemmtilegur í akstri þá er hann bæði umhverfismildur og eyðslugrannur. Útlitshönnun og öryggis- búnaður í sérflokki, eins og við er að búast frá Mercedes-Benz. Í einu orði sagt óviðjafnanlegur. Hlökkum til að sjá þig á 4MATIC sýningu í Öskju á laugardaginn. CLA 180, 7 þrepa sjálfskipting, 122 hö. Eyðsla frá 5,1 l/100 km í blönduðum akstri. Verð frá 5.530.000 kr. „Þetta var rosalega stór stund og ánægjuleg,“ segir Jón Björn Há- konarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, en fyrsta skóflustunga nýs átta deilda leikskóla var tekin á Norðfirði í gær. Nýi leikskólinn kemur til með að leysa af hólmi leikskóla sem nú er rek- inn í tveimur húsum í bænum. Þá mun hann einnig hýsa þau börn sem eru hjá dagmömmum vegna plássleysis á gamla leikskólanum. Leikskólinn verður tekinn í notkun hinn 1. ágúst 2016, en VHE sjá um framkvæmdirn- ar, sem hefjast á næstu dögum. Að sögn Jóns Björns hefur það lengi verið á stefnuskránni að leysa gamla húsnæðið af. „Það var sam- þykkt tillaga árið 2005 um að hefja þessar framkvæmdir árið 2008, en svo kom auðvitað efnahagshrunið sem stoppaði það,“ útskýrir hann. Sólvellir, nafn gamla leikskólans mun fylgja nýju húsi, sem mun hýsa um 180 börn hverju sinni. „Það er munaðarvandamál að vera með svona frjótt samfélag,“ segir Jón Björn að lokum. if@mbl.is Nýr leikskóli mun rísa á Norðfirði Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Nýr leikskóli Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson blessaði framkvæmdirnar.  Fyrsta skóflustungan tekin í gær Anna Kolbrún Árnadóttir var kjörin formaður Landssambands framsóknar- kvenna á 17. landsþingi fram- sóknarkvenna sem fram fór á sunnudag. Hún tekur við af Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur borgar- fulltrúa sem hefur verið formaður frá hausti 2013. Anna Kolbrún er menntunar- fræðingur og doktorsnemi frá Ak- ureyri. Hún hefur áður gegnt for- mennsku í jafnréttisnefnd Framsóknar og átt sæti í skipulags- nefnd flokksins, samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu. Anna Kolbrún Árna- dóttir nýr formaður Anna Kolbrún Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.