Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.01.2015, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson skrifar frá Frakklandi Hafi þeir Chérif Kouachi, Saïd Ko- uachi and Amedy Coulibaly þráð að komast í tölu dýrlinga tókst þeim það á kostnað 17 manns sem ekki langaði til að deyja. Í framhaldinu sameinaðist franska þjóðin með reisn, vottaði fórnarlömbunum 17 virðingu og streymdi á götur út til varnar tjáningarfrelsi og lífsgildum franska lýðveldisins. Ríkisstjórnin boðaði hertar aðgerðir gegn villi- mennsku bókstafstrúarmanna, en líklegt þykir að arfleifð hryðju- verkamannanna þriggja verði ótti, fordómar og jafnvel skert persónu- frelsi. Í gær kom háðsritið Charlie Hebdo út að nýju og þótti til- hlýðilegt, að hafa spámanninn Mú- hameð grátandi á forsíðunni undir yfirskriftinni „Allt er fyrirgefið“. Voru teikningar af honum í blaðinu meginástæða árásar Kouachi- bræðranna inn á ritstjórnar- skrifstofur á miðvikudag í vikunni sem leið þegar 12 manns létu lífið. Þegar ljóst var hvert stefndi með útgáfuna hvöttu trúarleiðtogar múslima í Frakklandi skjólstæðinga sína til að sýna stillingu. „Sýnið ró- semi og forðist viðbrögð af tilfinn- ingalegum toga“ gagnvart blaðinu, sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Múhameðstrúarráðs Frakklands og Samtaka franskra íslamskra stofn- ana. Þetta eintak Charlie Hebdo var prentaði í hundrað sinnum stærra upplagi en venjulega, eða fimm milljónum eintaka. Venjulega hefur vikublaðið selst í 30.000 ein- taka. 11. september Frakklands Árásin hefur verið nefnd „11. september Frakklands“ og sátu Frakkar höggdofa eftir. Hryðju- verkin við blaðið og í matvöruversl- uninni í jaðri Parísar sl. föstudag voru þó alls ekki fyrstu kynni Frakka af ofbeldi af pólitískum eða trúarofstækislegum toga. Meðal þess blóðugasta var sprengjutilræði í Saint Michel jarðlestastöðinni 1995 sem kostaði átta manns lífið og særði 117 manns alvarlega. Enn- fremur tilræði í bænahúsi gyðinga í París 1980 er varð fjórum að ald- urtila. Þar særðust rúmlega 40 manns og þriðja blóðugasta atvikið átti sér stað 1961 er lögregla skaut ótilgreindan fjölda baráttumanna fyrir sjálfstæði Alsír í París. Voðaverkin hafa kynnt undir óró- leika og spennu vegna morðanna á lögreglumönnum, blaðamönnum og óbreyttum borgurum. Hótanir um frekari hermdarverk hafa borist síðustu daga, m.a. frá al-Qaeda af Arabíuskaganum, um netárásir á fjölmiðlasíður og sprengjutilræði í lestarstöðvum. Stóra spurningin nú er hvernig tekst til með framvindu mála í Frakklandi. Hvernig brugðist verð- ur við voðaverkunum í síðustu viku. Hvort takist að nýta jarðveginn nýja til að treysta innviðina; draga úr spennu milli fólks af ólíkum fé- lagslegum og trúarlegum uppruna; stuðla að betri aðlögun innflytjenda að samfélaginu á forsendum hins franska lýðveldis. Kröfur hafa kom- ið fram um rannsóknarnefnd á veg- um þingsins er geri tillögur um úr- bætur í þessa veru og vinna stóru þingflokkarnir að því að koma slíkri nefnd á laggirnar. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar (FN), sem nýtur stuðnings um fjórðungs kjósenda, lýsti flokk sinn strax and- vígan því. Hún sagði að í hvert sinn sem upp kæmu alvarleg vandamál sem horfast þyrfti í augu við og uppræta væri stofnuð þingnefnd er gerði ekkert annað en að sópa vand- anum undir teppið. Undanfarna daga hefur hún hamrað á því að hryðjuverk væru tæki og að baki þeim byggi hugmyndafræði sem leggja þyrfti til atlögu við. Hún sagði og að aðlögun innflytjenda að frönsku samfélagi á forsendum þess væri eina leiðin til eðlilegs sam- félags. Að öðrum kosti yrðu viðsjár áfram við lýði. Í Frakklandi er að finna fleiri múslíma en í nokkru öðru ríki Evrópu. Í áratugi hefur núningur verið í samskiptum þeirra við aðra landsmenn. Fyrst og fremst vegna þeirra gilda franska lýðveldisins að trú einstaklingsins verði að rýmast í umhverfi þar sem kirkja og ríki eru aðskilin og allir eru jafnir og engum samfélags- hópum er hampað. Þetta hefur farið fyrir brjóstið á trúaðri múslimum, svo sem vegna banns við íslömskum höfuðblæjum í til dæmis opinberum stofnunum og á skólalóðum. Nokkuð bar á andúð á frönskum gildum og yfirvöldum dagana eftir árásina á Charlie Hebdo er efna átti til þagnarstundar í skólum. Eitt- hvað var um að múslimskir náms- menn mótmæltu því. „Þeir fengu makleg málagjöld,“ heyrðist kenn- ari í 13. hverfi Parísar segja er hann brást andvígur við samúðar- stundinni í skóla sínum. Í gær hafði lögreglu og saksóknurum verið bent á rúmlega fjörutíu ungmenni sem borið hefðu blak af ódæðismönn- unum og réttlætt aðgerðir þeirra. Þá er vitað um 200 slík tilfelli í grunn- og menntaskólum und- anfarna daga. 751 bannsvæði Til marks um núning samfélags- hópanna er af opinberri hálfu til- greint 751 svæði í frönskum bæjum og borgum sem hvorki ferðamenn né lögreglumenn hætta sér inn á að óþörfu. Þessi „bannsvæði“ eru hverfi sem fátækir og afskiptir múslímar byggja að stórum hluta, opinberlega skilgreind sem „við- kvæm borgarhverfi“ (ZUS). Hafa yfirvöld eiginlega misst stjórn á þessum svæðum og látið íbúunum þau eftir. Að öllu jöfnu eru þetta þó friðsamleg svæði en róstur hafa þó blossað þar upp. Og margir óttast að þar sé að finna kjöraðstæður fyr- ir glæpagengi og öfgamenn að hreiðra um sig og stofna til næstu ódæðisverka, ekki síst jihadistar sem snúa heim frá Sýrlandi og Írak. Mikilvægt þykir að ekki verði alið á hatri í garð múslima í Frakklandi eins og gerðist í Bandaríkjunum eftir árásirnar 11. september 2001. Til þess er tekið að leiðtogar franskra múslima hafa fordæmt hryðjuverkin og hvatt til breytinga á íslam til aukins umburðarlyndis fyrir skoðunum annarra. Forsetinn Francois Hollande og forsætisráð- herrann Manuel Valls hafa lagt sig í framkróka við að bendla ekki hryðjuverkamennina við múham- eðstrú. Valls sagði á þingi í fyrra- dag, að Frakkland væri í „styrjöld gegn hryðjuverkastarfsemi, jíhad- isma og róttækni“. Frakkar væru aftur á móti hvorki í stríði við ísl- amska trú né múhameðstrúarmenn. Stjórnmálaskýrendur segja að meðvitað eða ekki hafi hryðjuverk jíhadistanna í síðustu viku engu að síður verið til þess fallin að ala á hatri í garð múslíma. Enda hafa í kjölfar þeirra verið gerðar tugir árása á franskar moskur og önnur íslömsk skotmörk. Takist ekki að koma á nýrri skipan er leiðir til sátta og samlyndis þykja ekki mikl- ar líkur til þess að takist að draga úr sundrungu í frönsku samfélagi. Afleiðingar þessa gætu meðal ann- ars orðið enn meiri fylgisaukning Höggdofa takast Frakkar á við  Hryðjuverkin gætu leitt til ótta, for- dóma og jafnvel skerts persónufrelsis AFP Fórnarlambanna minnst Eintak af nýjasta tölublaði franska háðsritsins Charlie Hebdo á blómum sem lögð voru á götuna við skrifstofu blaðsins í París til minningar um þá sem létu lífið í árás hryðjuverkamanna í vikunni sem leið. Kjarni viðbragða við voðaverkunum í París í síðustu viku hefur snúist um tjáningarfrelsið. Svo vill nú til að hvort sem gott þykir eða vont þá er það ekki ótakmarkað í Frakklandi sem þykir hafa gengið á undan flestum öðrum ríkjum í þágu mann- réttinda og það strax upp úr stjórn- arbyltingunni 1789. Sé litið framhjá meiðyrðalöggjöf og lögum um frið- helgi einkalífs sem stjórnmálamenn og fræga fólkið grípur öðru hverju til, þá varðar það við refsilöggjöfina að neita því að helförin gegn gyð- ingum hafi átt sér stað og/eða verja aðra glæpi gegn mannkyninu. Sömuleiðis er refsivert að móðga fólk á opinberum vettvangi á grundvelli trúar þess eða litarafts. Þá var Frakkland eina landið í Evr- ópu til að banna í fyrra mótmæla- fundi vegna árásar Ísraelshers á Gaza. Það var sagt gert til að koma í veg fyrir ofbeldisverk gegn gyð- ingum og raska ekki röð og reglu í landinu. Loks segja kvenréttindakonur í samtökunum Femen að þeim hafi verið neitað um rétt til að mótmæla með tveimur dómum fyrir „kynlífs- sýningu“ vegna berbrjósta uppá- koma í vaxmyndasafni Parísar og í Frúarkirkjunni, dómkirkju franska höfuðstaðarins. Tjáningarfrelsinu ábótavant? REFSIVERT AÐ MÓÐGA FÓLK Á GRUNDVELLI TRÚAR Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Komdu inn í hlýjuna í súpu dagsins Mundu eftir súpukortinu FR Í súp a d ag sin s Súpukort hægt að fá súpu í brauðkollu eða í skál. Verð kr. 945 Súpu dagsins sérðu á Facebook síðunni okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.