Morgunblaðið - 15.01.2015, Page 47

Morgunblaðið - 15.01.2015, Page 47
FRÉTTIR 47Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Hún byggist á gögnum frá árinu 2010 Minna en 1%% 1-3% 10 15 5 20 25 30 35 40 4550 91,7% 82,1% 41,6% 3,7% 18,5% 34,6% BOSNÍA-HERSEGÓVÍNA SERBÍA SVARTFJALLALAND ALBANÍA KÓSÓVÓ 7.4 MAKEDÓNÍA 1990 4,1% 2010 6,0% 2030 8,0% Evrópa* Hlutfall af íbúunum *Að meðtöldum fyrrverandi sovétlýðveldum Nokkrir fjölmiðlar á Vesturlöndum ákváðu að birta ekki myndir af for- síðu Charlie Hebdo, þeirra á meðal bandaríska dagblaðið The New York Times. Blaðið sagði að óttast væri að forsíðumyndin myndi leiða til enn meira ofbeldis. Önnur blöð hafa ákveðið að sýna Múhameðsteikninguna umdeildu, þeirra á meðal The Washington Post, Frankfurter Allgemeine Zeitung í Þýskalandi, Corriere della Sera á Ítalíu og The Guardian í Bretlandi. Fleming Rose, fyrrverandi menn- ingarritstjóri danska dagblaðsins, Jyllands-Posten, sagði að það hefði ákveðið að birta ekki mynd af forsíð- unni umdeildu af ótta við að vekja reiði. Blaðið birti skopteikningar af Múhameð spámanni sem leiddu til öldu mótmæla meðal múslíma árið 2005. Vissu af hættunni Hreyfing í Jemen, sem tengist hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, hefur lýst árásinni á skrifstofu Char- lie Hebdo á hendur sér. Vitað er að árásarmennirnir, bræðurnir Said og Cherif Kouachi, höfðu verið í þjálf- unarbúðum í Jemen. Tólf manns létu lífið í árásinni, þeirra á meðal átta starfsmenn Char- lie Hebdo. Þriðji hryðjuverkamaður- inn, Amedy Coulibaly, drap fjóra gyð- inga í árás á verslun gyðinga í París tveimur dögum síðar og er einnig tal- inn hafa orðið lögreglumanni að bana síðar. Fregnir herma að franska leyni- þjónustan hafi lengi vitað af hættunni sem stafaði af árásarmönnunum þremur og þeir hafi verið „árum sam- an“ á lista bandarískra yfirvalda yfir hugsanlega hryðjuverkamenn. Valls forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á franska þinginu í fyrradag að Frakkar hefðu hafið „stríð gegn hryðjuverkastarfsemi“ og ummæli hans minntu á yfirlýsingar George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkj- anna, eftir hryðjuverkin í New York og Washington 11. september 2001. Valls lagði þó áherslu á að múslímar myndu alltaf geta búið í Frakklandi. frelsi  Óttast er að teikn- umburðarlyndi Fyrirtækið Google greindi í gær fráþví að nú væri hægt að nálgast án endurgjalds nýja útgáfu fyrir snjall- síma af smáforritinu Google Trans- late, sem gerir kleift að þýða jafn- harðan bæði tal og texta. Í frétt frá AFP segir að netrisinn vonist til þess að smáforritið muni ekki aðeins gera fólki auðveldara að skilja hvað annað á ferðum sínum, heldur muni það gagnast kennurum, heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu og öðrum, sem hafa hlutverki að gegna í fjöltyngdum samfélögum nú- tímans. Forritið byggist á tækni sem nefnist Word Lens og Google nældi sér í með kaupum á sprotafyrirtæk- inu Quest Visual í fyrra. Stofnandi Quest Visual er Otavio Good, sem áður bjó til tölvuleiki. Til að nota Word Lens þarf að stilla símann á myndskeiðsupptöku. Honum er síð- an beint að skilti eða matseðli og á skjánum birtist þýðing. Þegar Good kynnti forritið notaði hann það til að skanna og þýða ítalska matarupp- skrift. Hann sagði að ekki þyrfti að fara á netið til að nota forritið og því fylgdi því ekki kostnaður af þjónustu símfyrirtækja. Í nýja Google Translate-forritinu er einnig raddgreining. Með því að tengjast skýi á netinu er hægt að þýða samtal manna, sem tala mis- munandi tungumál. Hægt er að velja á milli 38 tungu- mála. Tvö tungumál eru valin. Snjallsíminn „hlustar“ á samtalið og þýðir jafnharðan. Sjálfvirk rödd les þýðinguna og samtalið birtist einnig sem texti, sem hægt er að vista. Til að þetta virki þarf þráðlausa net- tengingu eða gagnaflutning yfir sím- kerfi. Túlkinn í símann AFP Óþarfur? Tony Abbott, forsætisráð- herra Ástralíu, hlustar á túlk sinn í messu í Úkraínu nýlega.  Smáforrit Google þýðir tal og texta  Léttir glímu við skilti og matseðla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.