Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 47

Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 47
FRÉTTIR 47Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Hún byggist á gögnum frá árinu 2010 Minna en 1%% 1-3% 10 15 5 20 25 30 35 40 4550 91,7% 82,1% 41,6% 3,7% 18,5% 34,6% BOSNÍA-HERSEGÓVÍNA SERBÍA SVARTFJALLALAND ALBANÍA KÓSÓVÓ 7.4 MAKEDÓNÍA 1990 4,1% 2010 6,0% 2030 8,0% Evrópa* Hlutfall af íbúunum *Að meðtöldum fyrrverandi sovétlýðveldum Nokkrir fjölmiðlar á Vesturlöndum ákváðu að birta ekki myndir af for- síðu Charlie Hebdo, þeirra á meðal bandaríska dagblaðið The New York Times. Blaðið sagði að óttast væri að forsíðumyndin myndi leiða til enn meira ofbeldis. Önnur blöð hafa ákveðið að sýna Múhameðsteikninguna umdeildu, þeirra á meðal The Washington Post, Frankfurter Allgemeine Zeitung í Þýskalandi, Corriere della Sera á Ítalíu og The Guardian í Bretlandi. Fleming Rose, fyrrverandi menn- ingarritstjóri danska dagblaðsins, Jyllands-Posten, sagði að það hefði ákveðið að birta ekki mynd af forsíð- unni umdeildu af ótta við að vekja reiði. Blaðið birti skopteikningar af Múhameð spámanni sem leiddu til öldu mótmæla meðal múslíma árið 2005. Vissu af hættunni Hreyfing í Jemen, sem tengist hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, hefur lýst árásinni á skrifstofu Char- lie Hebdo á hendur sér. Vitað er að árásarmennirnir, bræðurnir Said og Cherif Kouachi, höfðu verið í þjálf- unarbúðum í Jemen. Tólf manns létu lífið í árásinni, þeirra á meðal átta starfsmenn Char- lie Hebdo. Þriðji hryðjuverkamaður- inn, Amedy Coulibaly, drap fjóra gyð- inga í árás á verslun gyðinga í París tveimur dögum síðar og er einnig tal- inn hafa orðið lögreglumanni að bana síðar. Fregnir herma að franska leyni- þjónustan hafi lengi vitað af hættunni sem stafaði af árásarmönnunum þremur og þeir hafi verið „árum sam- an“ á lista bandarískra yfirvalda yfir hugsanlega hryðjuverkamenn. Valls forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á franska þinginu í fyrradag að Frakkar hefðu hafið „stríð gegn hryðjuverkastarfsemi“ og ummæli hans minntu á yfirlýsingar George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkj- anna, eftir hryðjuverkin í New York og Washington 11. september 2001. Valls lagði þó áherslu á að múslímar myndu alltaf geta búið í Frakklandi. frelsi  Óttast er að teikn- umburðarlyndi Fyrirtækið Google greindi í gær fráþví að nú væri hægt að nálgast án endurgjalds nýja útgáfu fyrir snjall- síma af smáforritinu Google Trans- late, sem gerir kleift að þýða jafn- harðan bæði tal og texta. Í frétt frá AFP segir að netrisinn vonist til þess að smáforritið muni ekki aðeins gera fólki auðveldara að skilja hvað annað á ferðum sínum, heldur muni það gagnast kennurum, heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu og öðrum, sem hafa hlutverki að gegna í fjöltyngdum samfélögum nú- tímans. Forritið byggist á tækni sem nefnist Word Lens og Google nældi sér í með kaupum á sprotafyrirtæk- inu Quest Visual í fyrra. Stofnandi Quest Visual er Otavio Good, sem áður bjó til tölvuleiki. Til að nota Word Lens þarf að stilla símann á myndskeiðsupptöku. Honum er síð- an beint að skilti eða matseðli og á skjánum birtist þýðing. Þegar Good kynnti forritið notaði hann það til að skanna og þýða ítalska matarupp- skrift. Hann sagði að ekki þyrfti að fara á netið til að nota forritið og því fylgdi því ekki kostnaður af þjónustu símfyrirtækja. Í nýja Google Translate-forritinu er einnig raddgreining. Með því að tengjast skýi á netinu er hægt að þýða samtal manna, sem tala mis- munandi tungumál. Hægt er að velja á milli 38 tungu- mála. Tvö tungumál eru valin. Snjallsíminn „hlustar“ á samtalið og þýðir jafnharðan. Sjálfvirk rödd les þýðinguna og samtalið birtist einnig sem texti, sem hægt er að vista. Til að þetta virki þarf þráðlausa net- tengingu eða gagnaflutning yfir sím- kerfi. Túlkinn í símann AFP Óþarfur? Tony Abbott, forsætisráð- herra Ástralíu, hlustar á túlk sinn í messu í Úkraínu nýlega.  Smáforrit Google þýðir tal og texta  Léttir glímu við skilti og matseðla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.