Morgunblaðið - 15.01.2015, Page 50
50 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
10-70%
afslát
tur
Ármúla 24 • S: 585 2800
Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is
Ég þoli ekki heyrna-
lausa, ég skil þá bara
ekki, ekki heldur
blinda, þeir sjá ekki
það sem ég sé, alz-
heimer-sjúklingar eru
nú ekki í sama heimi
svo fátt eitt sé nefnt.
Ég þoli bara ekki fólk
með skerta starfsgetu.
Það er samfélaginu
svo dýrt af því að það á
svo erfitt með að tolla á vinnumark-
aði og þarf því veikinda sinna vegna
á framfærslustyrk frá velferð-
arkerfinu okkar að halda. Nánast öll
umræða um þennan hóp, svokallaða
öryrkja, hefur verið svo neikvæð að
orðið er orðið mjög neikvætt og
nánast að skammaryrði að við-
teknum aumingjaskap – og ekkert
ólíkt hreppsómögunum í gamla
daga. Ég ætla aðeins að fjalla nánar
um þennan hóp sem hefur þessa
undarlegu ímynd og reyndar legg til
að við notum orðin „skert starfs-
geta“, enda eru þau meira lýsandi
fyrir ástand þessa hóps en „öryrki“
Nú hefur Þorsteinn Víglundsson,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, rekið upp ramakvein og
vakið athygli á því að 9% fólks á
vinnualdri þiggi örorkubætur, sem
kosti ríkis- og lífeyrissjóði hvorki
meira né minna en 55 milljarða. Við
höfum hans orð fyrir því að þessi
tala hafi tvöfaldast að raungildi á
síðustu fimmtán árum. Honum
finnst þetta hátt hlutfall og mikil
byrði. Flestir fjölmiðlar hafa étið
þessi orð Þorsteins upp, jafnvel
bara birt eins og hverja aðra frétta-
tilkynningu en enginn kannað hvað
gæti verið á bak við þessa fjölgun.
Niðurstaðan er einfaldlega eins og
lesa má í orðum Þorsteins: Þetta er
vont, ergo eins og almenningur upp-
lifir þetta: það eru vondir sam-
félagsþegnar sem eyða svona mikl-
um peningum – og fólk með skerta
starfsgetu upplifir enn meiri for-
dóma enn áður.
Ég er í sjálfu sér alveg sammála
Þorsteini um að þetta er há tala og
mikið af peningum, því peninga rík-
issjóðs og lífeyrissjóða
eigum við að fara sem
best með. En ég vil
líka minna á að
greiðslur örorkulíf-
eyris eru samspil
Tryggingastofnunar,
ríkisins og lífeyrissjóð-
anna. Sumir eiga rétt í
lífeyrissjóðunum og fá
þá greiðslur fá báðum.
Öryrki, sem áður hefur
verið á vinnumarkaði,
og greitt hefur í lífeyr-
issjóð hefur því áunnið
sér réttindi sem samsvarar því. Það
er einnig staðreynd að starfsorka
meirihluta í hópi öryrkja skerðist á
miðjum aldri (40 ára og eldri) eða
eftir það og hafa þeir þá verið lengi
á vinnumarkaði. Gæti verið að
breytt og hækkandi aldurssamsetn-
ing þjóðarinnar hafi eitthvað með
aukninguna að gera? En ef mig mis-
minnir ekki eiga lífeyrissjóðirnir um
2.600 milljarða í sjóðum sínum, sem
ber að ávaxta um 3,5% á árs-
grundvelli. Ég held að þeir séu ekki
í bráðri lífshættu vegna fólks með
skerta starfsgetu.
Það eru margir flóknir þættir
sem koma til þegar örorkubyrði
samfélags er metin og ekki hægt að
telja alla upp í einni grein. Einn er
vinnumarkaðurinn sjálfur. Hann
hefur ekki sérlega mikið þol gagn-
vart fólki með skerta starfsgetu,
bæði eru hlutastörf fá, hann þolir
ekki öðruvísi fólk frekar en sam-
félagið og vitaskuld er óhagkvæmt
rekstrarlega að vera með mikið
veikt fólk í vinnu. Margt fólk sem er
á örorku, t.d. margt fatlað fólk vill
og getur unnið en fær þrátt fyrir
það enga vinnu vegna fötlunar sinn-
ar. Það þarf ekki að vera með
skerta starfsgetu. Samfélagið vill
bara einfaldlega ekki fá það í vinnu.
Sveigjanleiki vinnumarkaðarins er
lítill. Fólk neyðist því til að fara á
örörkubætur – og það er mikilvægt
að það komi fram að það hefur til
þess heilsufarslegar ástæður metn-
ar af læknum.
Ég hef sjálf góða reynslu af
vinnumarkaði, hef verið þar í 30 ár
og unnið við allt frá fiskvinnlu, ræst-
ingum, verslunarstörfum, kennslu
og blaðamennsku á ferlinum. En ég
man eftir atvinnurekanda sem var
afskaplega þreyttur á mér og hrein-
lega dæsti þegar ég fékk flogaköst
og mér hefur verið sagt upp af sömu
ástæðum. Það skiptir engu þótt ég
sé góður starfskraftur. Lífið á
vinnumarkaði er enginn dans á rós-
um og hann hefur einmitt orðið
harðari á þessum 15 árum. Það hef-
ur því reynst mér best, eftir að ég
var úrskurðuð með 75% skerta
starfsgetu, að vinna sjálfstætt. Í fer-
ilskrám er farið að skima eftir göt-
um. Svona er vinnumarkaðurinn í
dag, Þorsteinn. Svona er vinnu-
markaðurinn fyrir þá sem eru
heilsulausir, þeir eiga engan séns,
enda eru fyrirtæki ekki rekin sem
góðgerðarsamtök. Þess vegna stofn-
uðum við velferðarsamfélagið.
Að endingu, þá þoli ég það ekki
þegar þú, Þorsteinn, formaður Sam-
taka atvinnulífsins, þessara stóru
heildarsamtaka, pungar út fullyrð-
ingu eins og ofangreindri í garð
minnihlutahóps eins og hún sé
veigamikil staðreynd – án útskýr-
inga og þróunar. Þá finnst mér
einnig að Öryrkjabandalag Íslands
eigi að vera mun sýnilegra í um-
ræðunni – og vinna ekki síst að því
að bæta ímynd fólks með skerta
starfsgetu og þvo af því aum-
ingjastimpilinn sem virðist vera að
festast við það. Af því sem ég þekki
er það flest þrælduglegt fólk, sem
reynir að spjara sig við erfiðar að-
stæður og eru engir vælugosar.
Vinnum saman í réttindabaráttunni
en breytum tóninum. Og ég er
meira en til í að fá þig með, Þor-
steinn, með eða án aðstoðar starfs-
endurhæfingar, til að opna vinnu-
markaðinn fyrir fólk með skerta
starfsgetu. Elskum öryrkja.
Ég þoli ekki fólk
með skerta starfsgetu
Eftir Unni H.
Jóhannsdóttur » Samfélagið vill bara
einfaldlega ekki fá
það í vinnu. Sveigj-
anleiki vinnumarkaðar-
ins er lítill.
Unnur H. Jóhannsdóttir
Höfundur er kennari, blaðamaður og
diplóma í fötlunarfræði.
Þau gleðitíðindi
hafa borist að rík-
isstjórn Íslands hefur
veitt 12 milljónir til
ÚTÓN vegna Euroso-
nic Noorderslag--
tónlistarráðstefn-
unnar í Groningen í
Hollandi sem fram fer
nú í þessari viku.
Þar verður íslensk
tónlist í sérstökum
brennidepli undir
merkinu „Iceland Erupts“ og fara
hvorki meira né minna en 19 ís-
lenskar hljómsveitir og listamenn til
hátíðarinnar, sem telja má þá
stærstu sinnar tegundar í álfunni.
Þar koma saman fulltrúar helstu
tónlistarhátíða og bókunarskrifstofa
Evrópu og Ameríku í þrjá daga og
nætur, þar sem fundað er á daginn
og nýjabrumið í tónlist skoðað á
kvöldin og fram á nótt með það fyr-
ir augum að bæta nýjum atriðum í
dagskrá ársins, og er til mikils að
vinna fyrir íslenska tónlistarmenn
að tónleikar þeirra séu bókaðir á
stærstu tónlistarhátíðum heims út
allt árið.
ÚTÓN hefur staðið fyrir átaki til
þess að mæta breyttum aðstæðum í
tónlistarheimum með það að leið-
arljósi að gera tónlistarmönnum
betur kleift að fara með sína tónlist
á markað utan Íslands, og er
brennidepill Íslands á Eurosonic
Noorderslag-ráðstefnunni stórt
skref í þá átt að efla listgreinina
sem starfsgrein.
Verður umfjöllun um íslenska
tónlist með tveimur pallborðum inni
á ráðstefnunni, annað um tónlistar-
tengda ferðamennsku og þróun Ice-
land Airwaves-tónlistarhátíðarinar,
sem þykir orðið ein af eftirtektar-
verðari hátíðum í Evrópu, og hitt
um sögu íslenskrar tónlistar frá
„Rokk í Reykjavík“ eða upphafi ní-
unda áratugarins.
Einnig verður íslensk móttaka í
Statschouwburg-tónleikasalnum
fimmtudaginn 15. janúar fyrir vel-
unnara íslenskrar tónlistar og for-
svarsmenn evrópskra og banda-
rískra tónlistarhátíða. Þar mun
Illugi Gunnarsson, mennta- og
menningarmálaráðherra, flytja inn-
gang og verður m.a. frumflutt
myndband um þann fjársjóð ís-
lenskra sönglaga sem leynist í kist-
um íslenskra höfunda hjá STEF.
Íslensk tónlistarfyr-
irtæki verða með sölu á
íslenskri tónlist í Pop
up-plötubúð í miðbæ
Groningen meðan á há-
tíðinni stendur og þar
verða einnig sýndar
heimildarmyndir um ís-
lenska tónlist fyrr og
síðar.
Ríkisstjórnin hefur
tekið þá ákvörðun að
veita sérstakan styrk
til verkefnisins þar sem
upphaflega var ekki
áætlað að svo margir hljómlist-
armenn myndu koma fram, en að
mati skipuleggjenda í Hollandi þyk-
ir óvenjumikið af frambærilegri
tónlist koma frá Íslandi um þessar
mundir. Einnig hefur verið lögð
mikil vinna og kostnaður í kynning-
arvinnu á þeim listamönnum sem
þarna verða að flytja sína tónlist en
á nýafstaðna Iceland Airwaves-
hátíð kom fjöldi fjölmiðlafólks sem
hefur verið að vinna efni um ís-
lensku þátttakendurna sem nú er að
birtast í fjölmiðlum víða um heim í
aðdraganda Eurosonic.
Hluta af framlagi ríkisstjórn-
arinnar verður einnig varið til víð-
tækrar kynningar á íslenskri tónlist
sem kemur til með að nýtast á mjög
breiðum grundvelli og ná til fleiri
íslenskra listamanna en þeirra sem
koma fram á hátíðinni.
Aðrir aðilar sem taka þátt í átaki
þessu eru Reykjavíkurborg, Ís-
landsstofa, ráðuneyti mennta og
menningar, utanríkis, atvinnu og
nýsköpunar, Átak til atvinnusköp-
unar, STEF, Iceland Airwaves og
Icelandair.
Umræddur ríkisstjórnarstyrkur
markar á vissan hátt vatnaskil í
sókn íslenskrar tónlistar á erlenda
markaði og er vonandi vísbending
um auknar fjárfestingar í listgrein-
inni sem atvinnugrein á komandi
árum.
Fátt er svo með öllu illt að ekki
boði nokkuð gott.
Íslensk tónlist í brenni-
depli á Eurosonic
Noorderslag 2015
Eftir Sigtrygg
Baldursson
Sigtryggur
Baldursson
» Þar koma saman
fulltrúar helstu tón-
listarhátíða og bók-
unarskrifstofa Evrópu
og Ameríku
Höfundur er framvæmdastjóri
ÚTÓN.
Hingað til hefur DV verið í ætt við
svokallaða gulu pressu, sem þykja
nú ekki par merkilegir miðlar, en þá
er það spurning eftir umfjöllun RÚV
um fjarveru forsætisráðherra frá
mótmælunum í París á dögunum,
hvort sá miðill ætlar að fara að haga
sér líkt og gula pressan. DV og RÚV
flæmdu Hönnu Birnu úr stól innan-
ríkisráðherra með umfjöllun sinni
um málefni hælisleitanda í fyrra með
ótrúlegu einelti og dómhörku, og
linntu ekki látum, fyrr en hún hætti.
Á nú forsætisráðherra og flokkur
hans að verða næsta bitbein þessara
miðla, eða hvað á þessi framkoma að
þýða? Spyr sú, sem þykir nóg komið
af þessum látum og leiðist svona
málflutningur í DV og RÚV.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Gula pressan
Hvað er í fréttum? Róleg stund með blað og kaffi.