Morgunblaðið - 15.01.2015, Page 52
52 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
Samkvæmt gildandi
lögum nr. 63/1985 má
afborganaþáttur verð-
tryggðra fasteignalána
einstaklinga ekki
hækka milli mánaða
nema sem nemur
auknum kaupmætti
fólksins. Það var upp-
haflegur tilgangur lög-
gjafans er hann batt
þetta við laun lántak-
ans, það segir sig
sjálft. Ef það er engin kaupmátt-
araukning í samfélaginu þá á afborg-
unin að vera óbreytt frá seinustu af-
borgun, og bankinn á sjálfur að eigin
frumkvæði að leiðbeina lántakand-
anum um rétt hans til að lengja í lán-
inu sem nemur hækkun lánsins/
afborgunarinnar vegna verðtrygg-
ingarinnar hverju sinni. Þessi
frumkvæðisskylda hvílir á fjármála-
fyrirtækinu, sem þýðir að bankinn á
að setja hagsmuni viðskiptavinarins
framar sínum eigin. Þetta hefur ein-
faldlega „aldrei“ verið gert í þessu
tilliti svo ég viti og er ég eldri en
tvævetur. Ég velti oft fyrir mér af-
leiðingum þessa „meinta“ lögbrots.
Hvað skyldu nú margar fjöl-
skyldur er fjárfest höfðu í framtíð-
arhúsnæði, að því er þær héldu, hafa
haldið eignum sínum
en ekki misst þær á
nauðungaruppboði ef
farið hefði verið að lög-
um þessum við og eftir
hrun? Ef það yrði skoð-
að, hver skyldi raun-
verulegur skaði fólks-
ins í landinu vera
orðinn af hendi banka
og ríkis á þeim 30 árum
sem „Lög um greiðslu-
jöfnun fasteignaveð-
lána til einstaklinga“
nr. 63/1985 hafa gilt?
En lögin voru jú sett
til að vernda okkur litla fólkið fyrir
afleiðingum verðtryggingarinnar
svo að afborganir lánanna myndu
ekki knésetja okkur, og til að bank-
arnir gætu ekki hirt af okkur eign-
irnar í framhaldinu vegna þess að
upphaflegt greiðsluplan okkar við
bankann færi úr öllum böndum
vegna verðtryggingarinnar. Sönn-
unarbyrðin er alfarið okkar ef sýna
þarf fram á tjón, og gögn liggja ekki
á lausu og lagaumhverfið sér lög-
gjafinn um að „laga“ til svo fjármála-
fyrirtækin lendi ekki í einhverju
„óþarfa“ veseni, veseni yfir þessu að
því virðist „aukaatriði“ sem skuld-
arinn virðist vera hérlendis.
Í frumvarpi með breytingarlög-
unum 2008 reyndi sérfræðingahópur
á vegum ríkisins að réttlæta aðgerð-
ir stjórnvalda með all-sérkennilegri
umfjöllun um eignarréttarákvæði
kröfuhafa. Staðreynd málsins var
hins vegar sú að eignaréttarákvæðið
hafði í raun og veru litla þýðingu fyr-
ir bankana á „hrunstímanum“ enda
voru bankarnir þá „tækni- og lög-
lega“ gjaldþrota. Hvað var verið að
verja? Ekki hag almennings! Svo er
víst! Auðvitað áttu bankarnir að fá
að fara á hausinn en ekki vera end-
urreistir með almannafé.
Þú þarft að eiga eignir ef það á að
svipta þig þeim, ekki satt? Sam-
kvæmt mínum heimildum skuldaði
íslenskt fjármálakerfi við hrun
hvorki meira né minna en 20.000
milljarða sem var næstum 14 föld
landsframleiðsla Íslands á árinu
2008! Og ath. að einungis var komið
skikki á 6000 milljarða af þessum
20.000 milljörðum eftir hrun. En eft-
ir stóðu óafgreiddir 14.000 millj-
arðar og gera enn. Neyðarrétturinn
var klár fyrirsláttur, enda hefði ekki
skapast nein raunveruleg neyð fyrir
hinn venjulega Íslending við gjald-
þrot bankanna. Ísland er nefnilega
að mestu sjálfbært. Nóg af mjólk,
kjöti, grænmeti og vatni í þessu
landi. Tímabundin kreppa á inn-
flutningi lúxusvara hefði lítið þvælst
fyrir hinum almenna borgara. Og
bara verið grín miðað við það sem
hann þarf að þola í dag!
Stjórnvöld gerðu hins vegar allt
sem þau gátu til að telja okkur trú
um að allt væri að fara til „andskot-
ans“ og að það yrði að bjarga bönk-
unum. Fyrirtækin og allt færi á
hausinn hérlendis við fall bankanna
og því myndi almenningur verða fyr-
ir miklum skakkaföllum. Þvílík
þvæla.
Það er svo auðvelt fyrir ráðamenn
að hafa áhrif á, og hræða granda-
lausan almenning þegar þeir hafa
jafn greiðan aðgang að því að
„markaðssetja“ áform sín fyrir til-
stuðlan fjórða valdsins sem fjöl-
miðlar eru. En sannleikurinn er hins
vegar sá að „neyðin“ hefði einungis
komið niður á fjármagnseigend-
unum sjálfum, ekki hinum almenna
borgara. Það er ljóst.
Það er stjórnvalda að sjá til þess
að farið sé að lögum. En hvernig er
hægt að treysta því ef þau ganga
sjálf fram með slæmu fordæmi?
Hvert stefnir þá þetta kornunga 71
árs gamla lýðræðisríki eiginlega? Að
mínu mati ekki á góðan stað!
Hvernig væri nú að hið „óspillta“
„háa“ Alþingi/„löggjafarvaldið“ sem
stjórnað er af sama fólki og rekur
„framkvæmdavaldið“ og skipar
dómara í þriðju stoðina sem er
„dómsvaldið“ taki sig nú á og hvetji
eftirlitsstofnanir sínar til að vinna í
því að uppræta þann fjárstuld sem
fjármálafyrirtækin eru í raun og
veru að komast upp með trekk í
trekk? Og hafa komist upp með
þrátt fyrir gild lög um annað í 30 ár!
Eða vilja þessir átta ráðherrar
sem stjórna í raun öllum stoðum lýð-
ræðisins einir og alráðir (og það þó
hver stoð eigi að vera óháð hinni og
veita hver annarri aðhald) opinskátt
og algerlega skammlaust engu
breyta? Og ætlum við fólkið í land-
inu í alvöru að sætta okkur við það?
Ég segi nei, ég sætti mig ekki við
þetta. Þess vegna kýs ég að nýta rétt
minn og tjá mig um þetta mál-
efnalega.
Hér með lýk ég umfjöllun minni
um það hvernig lög um greiðslujöfn-
un „verðtryggðra" fasteignaveðlána
til einstaklinga nr. 63/1985" hafa ver-
ið sniðgengin í 30 ár af stjórnvöldum
og fjármálastofnunum með mis-
miklum afleiðingum fyrir skuldara
þessa lands.
Virða stjórnvöld hagsmuni bankanna
umfram hagsmuni almennings?
Eftir Jakob Inga
Jakobsson »En lögin voru jú sett
til að vernda okkur
litla fólkið fyrir afleið-
ingum verðtrygging-
arinnar svo að afborg-
anir lánanna myndu
ekki knésetja okkur.
Jakob Ingi
Jakobsson
Höfundur er lögfræðingur.
ÁLÞAKRENNUR
Viðhaldslitlar
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu
er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki,
ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar.
Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki.
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202
Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is
www.hagblikk.is
HAGBLIKK ehf.
Gegnsæi, ekki bara
eftir pöntun Pírata, og
ég er ósátt við að góð-
um stjórnmálamanni
sé bolað burt og því
spyr ég: hvaðan kom
allur annar leki í leka-
málinu? Eru einhver
heilindi í málinu, og
verða heilindi þessara
aðila líka rannsökuð?
Til dæmis umboðs-
manns Alþingis, sem
ég treysti lítt, stjórnarandstöðu,
lögreglustjórans Stefáns, lögfræð-
ings Tonys, blaðamanna sem ekki
eru traustvekjandi, hver lak til
þeirra upplýsingum? Dómskerfi
landsins, hversu miklu stjórnar það
málum í landinu og hverju geta þau
öfl komið af stað, hugnist þeim ekki
dómsmálaráðherrann, sé hann
óþekkur við þau? Ég trúi að í krafti
valds síns gætu þau
gert ýmislegt. Hversu
stór er hópur sið-
blindra innan dóms-
kerfisins? Ég spyr, því
ég treysti þeim ekki.
Eru vinatengsl milli
Bjargar Thorarensen,
en hennar ektamaður
ku vera í forsæti
Hæstaréttar, og svo
umboðsmanns Alþing-
is? Þetta væri jú svo
íslenskt. Björg þessi
var fljót til svara um
að ráðherra ætti að
segja af sér. Væri nú þessum
spurningum svarað af heiðarleika,
nema auðvitað að merking heið-
arleikans hafi breyst með nýrri
kynslóð, þá fengjum við kannski
rétt svör um það hver vildi ráð-
herrann úr starfi. Það mun koma í
ljós síðar, hversu ljótt þetta mál er
frá hendi þeirra, er að því stóðu. Er
lögfræðingur Tonys alltaf á launum
frá okkur við að verja hann? Lög-
fræðingarnir Vala og Katrín, munu
þær nokkurn tíma þurfa að axla
ábyrgð á því hverja þær verja inn í
landið? Auðvitað ekki, það væri svo
óíslenskt. Það er brotið daglega á
stórum hópi fólks, fólki sem enginn
vill vita af. Eru lætin í þessu leka-
máli frá „góða fólkinu“ (innan gæsa-
lappa) af því að viðkomandi er út-
lendingur? Þetta „góða fólk“
gasprar um frelsi, en án ábyrgðar
og tekur ekki eftir því að hinir sið-
blindu misnota þetta frelsi, nema að
þau séu svona meðvirk og sjálfhverf
sjálf. Það eru ekki allir flóttamenn,
sumir eru social-landtökumenn og
skylda þeirra sem með þessi mál
fara að greina þarna á milli. Lofið
fjölmenningu að blómstra án af-
skipta stjórnmála, hún þarfnast
ekki ykkar stjórnar.
Borgarstjórn Reykjavíkur, haldið
bara áfram að leika ykkur, þið hafið
ekki getuna til að stjórna. Sjálf-
hverfa ykkar kemur í veg fyrir rök-
hyggjuna. Á svo síðan að kjósa for-
seta, sem heldur leiknum og
vitleysunni áfram? Það er svo flott
að sækja um vinnu sem þú hefur
ekkert vit á og segja frá því, viðtal
við Jón Gnarr í Kastljósi og Sigmar
lofar þessa eiginleika. Hættulegt er
hvað bjánagangurinn er í tísku. Svo
heldur komandi kynslóð að völdin
og landið verði alltaf hennar, en það
er bara ekki svo, því að vegna
bjánagangs ykkar gætuð þið misst
tökin til sterkari afla, sem hafa ekki
leiki, vitleysu og og misnotkun á
frelsinu í forgangi. Konur á Alþingi
búnar að breyta þinginu í
sveitarstjórnarskrifstofu, þar sem
þær rífast og þrasa um hver eigi að
fá hvaða peninga.
Til Sigríðar Ingibjargar: Hvar
eru vitsmunir þínir sem þing-
manns? Að reyna að fá þjóðina til
að fella löglega kjörna stjórn, margt
misviturt hefur komið frá þér, en
núna toppaðir þú þig. Ertu á laun-
um við niðurrif? Sannast nú skrif
mín um niðurrif Samfylkingar. Ef
Björt framtíð, VG og Samfylkingin
komast að í stjórn, tel Pírata ekki
með því að þeirra er stjórnleysið,
komist þetta lið til valda, þá fara
þau með þjóðina í gjaldþrot, það er
á hreinu. Erum við orðin félags-
málastofnun fyrir aðrar þjóðir? Sé
svo og síðan helmingur vinnandi
fólks á ríkislaunum, hvar ætlið þið
að fá það fé sem þið heimtið? Þið
hafið kannski ekki tekið eftir því að
stórútgerðin fjarlægist land og
þjóð.
Heilindi og fleira
Eftir Stefaníu
Jónasdóttur » Lögfræðingarnir
Vala og Katrín,
munu þær nokkurn tíma
þurfa að axla ábyrgð á
því hverja þær verja inn
í landið?
Stefanía
Jónasdóttir
Höfundur býr á Sauðárkróki.
Móttaka aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins
og höfunda.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið.