Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 57

Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 57
57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 ÚTSALA! Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 Allt að 50% afsláttur! nema hálfa söguna því að hver ferð hefur sína sérstöðu. Svo eru líka víða einhverjir sögufrægir staðir eða byggingar sem gaman er að skoða.“ Hvernig getur fólk undirbúið sig hvað þrek snertir fyrir ferðir af þessu tagi? „Það er almenn dagleg hreyfing en þegar nær dregur sumri ættu tilvonandi ferðalangar að byggja upp þrek með því hjóla sem mest og hvíla bílinn, láta hann bara standa á sínum stað. Við hvetjum fólk til að hafa í huga að það á eft- ir að vera viðloðandi hjól í nokkra klukkutíma á dag, dag eftir dag, og því er svo mikilvægt að hafa æft vel. Fólk á að leyfa sér að drífa sig af stað í svona ferðir ef það á annað borð hefur löngun til að hjóla á fjarlægum slóðum. Það er ekki ástæða til að hafa áhyggjur fyrirfram eða dæma sig úr leik, þetta er ekki eins erfitt og sumir halda.“ Hafa hóparnir sem farið hafa samband sín á milli og vilja fara aftur? „Mjög algengt er að fólk sem búið er að fara einu sinni vilji fara aftur. Það er í þessu eins og gönguferðunum að fólk kemur aft- ur. Sé vel gert við fólk kemur það aftur og aftur. Við leggjum metnað í þessar ferðir.“ Hvers vegna fórst þú sjálfur að hafa áhuga á svona ferðalögum? „Ætli uppeldið hafi ekki haft sitt að segja. Foreldrar mínir ferð- uðust mikið og það var í tjaldútil- egur að sumri og svo á skíði að vetri, og svo kynntist maður ferða- lögum í Skátahreyfingunni og í Hjálparsveit skáta. Þær ferðir voru nú fyrst og fremst innanlands en ég var þó ekki nema þrettán ára þegar ég fór fyrst til útlanda. Ferðaþráin er mér líklega í blóð borin. Afi minn Halldór Sigurðsson sem var sparisjóðsstjóri í Mýra- sýslu, fór alla leið til Indlands einn síns liðs árið 1928, og ferðaðist svo einnig um Evrópu. Faðir minn Hreinn Halldórsson var í Hjálp- arsveit skáta og tók mig oft með í allskonar ferðir með þeim.“ Hvað um þína fjölskyldu? „Ég og konan mín Arndís Fre- driksen ferðumst mikið en með börnin með okkur eru ferðalögin meira innanlands.“ Ert þú fararstjóri? „Já, í skíða- og gönguferðum en Brandur Jón Guðjónsson er far- arstjóri í hjólaferðunum. Ég er einnig eigandi að Fjallakofanum sem samanstendur af þremur úti- vistarverslunum, Reykjavíkurvegi 64, Laugavegi 11, og svo í Kringl- unni 7 en Brandur félagi minn er verslunarstjóri í þeirri verslun. Í Fjallakofanum er mikið úrval af hjóla- og göngufatnaði sem hentar vel í ferðirnar sem fyrirhugaðar eru í sumar.“ Gaman „Við leggjum upp úr því að fólk komi með okkur til þess að „njóta en ekki þjóta“ og okkar ferðir eru hugsaðar fyrir „venjulegt“ fólk til þess að upplifa eitthvað nýtt og spennandi. “ Lífsgæði „Fólk á að leyfa sér að drífa sig af stað í svona ferðir ef það á annað borð hefur löng- un til að hjóla á fjarlægum slóðum. Þetta er ekki eins erfitt og sumir halda,“ segir Halldór. - með morgunkaffinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.