Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 60

Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 ECCO - KRINGLAN - SÍMI: 5538050 STEINAR WAAGE KRINGLAN & SMÁRALIND WWW.SKOR.IS ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Ecco Touch 75 B Stærðir: 36-41 Verð áður kr. 26.995 Verð nú kr. 18.897 Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki Útlit er fyrir gott ferðasumar hjá Icelandair. Landinn er orðinn dug- legur að ferðast og sumarsalan fer vel af stað. „Fyrstu bókanirnar fyr- ir sumarið eru að koma inn núna. Upp úr miðjum janúar fer sum- arsalan venjulega í gang, en þá er fólk búið að eiga notalegt jólafrí og farið að huga að utanlandsferðum um vorið og sumarið,“ segir Þor- varður Guðlaugsson, svæðisstjóri íslenska sölusvæðisins hjá Ice- landair. Að sögn Þorvarðs eru borg- arferðirnar mjög vinsælar á vorin. Kaupa farþegar þá í einum hag- kvæmum pakka flug og gistingu og dvelja yfir helgi eða í nokkra daga í fallegri stórborg þar sem má heimsækja leikhús og söfn eða þræða verslunargöturnar. „Fót- boltaferðirnar eru lika í gangi fram á vorin og skíðaferðirnar allt fram í mars.“ Í hjarta Englands Tveir nýir áfangastaðir bætast við flugáætlunina í ár, en það eru Portland á vesturströnd Bandaríkj- anna og Birmingham á Englandi. Þorvarður segir þessar borgir ekki síst hafa orðið fyrir valinu með er- lenda ferðamenn í huga og skapi góðar tengingar yfir Atlantshafið. Portland og Oregon eru þó einnig vel þess virði fyrir Íslendinga að heimsækja. Á síðasta ári bættust þrjár borgir við áfangastaðalistann, Edmonton og Vancouver í Kanada og Genf í Sviss. „Birmingham er næstærsta borg Bretlands og þykir hafa upp á margt að bjóða. Þar eru fín söfn og góðir veitingastaðir í úrvali. Þaðan er stutt út í bresku sveitasæluna og á slóðir Shakespeares,“ segir Þorvarður en Birmingham er í Bretlandi miðju og er t.d. stutt til Wales, og ekki langt til Sheffield, Manchester og Liverpool. Ævintýri á vesturströndinni „Portland þykir mjög þægileg borg að skoða, útivistarparadís og aðgengilegar gönguleiðir. Mat- armenningin blómstrar þar og verulegur kraftur í bjórmenning- unni en Portland hefur að geyma fjölda örsmárra brugghúsa. Fólk ætti að skoða þann möguleika að fljúga t.d. inn til Portland og aftur heim frá Seattle sem er í tæplega þriggja klukkustunda aksturs- fjarlægð til norðurs. Seattle er æv- intýraleg borg og litrík, þekkt m.a. fyrir Geimnálina og veglegt safn tileinkað flugi.“ Þorvarður segir greinilegt að Ís- lendingar séu farnir að ferðast meira, eftir að hafa minnkað utan- landsferðirnar strax í kjölfar hrunsins. Fólk taki stefnuna bæði í vesturátt og austurátt og margir reyni að bregða sér af landi brott tvisvar á ári eða oftar. „Íslendingar ferðast minna til útlanda yfir há- sumarið og virðast vilja eyða sól- ríkustu og heitustu dögunum heimafyrir. En með vorinu og síðla sumars þykir þeim gaman að fara t.d. í eina stutta borgarferð með makanum eða á fótboltaleik með félögunum, og svo aðra ögn lengri ferð með fjölskyldunni,“ segir hann. „Eitt batamerkið er að hóp- ferðum fer fjölgandi og eru t.d. vinnustaðir og klúbbar farnir að láta það oftar eftir sér að fara sam- an til útlanda, taka sér frí frá dag- legu amstri og halda jafnvel árshá- tíð.“ Verðlækkun í desember Gengisbreytingar valda því að þetta sumarið ættu ákveðnir áfangastaðir að vera ódýrari fyrir Íslendinga en þeir voru fyrir ári. Þorvarður segir samt að ekki virð- ist sem gengisþróun ráði miklu um hvert Íslendingar stefna. Hitt hjálpar kannski meira til að örva söluna að lækkandi heimsmark- aðsverð á olíu hefur skapað svig- rúm til verðlækkana og lækkuðu fargjöldin 1. desember vegna lækk- unar eldsneytis. ai@mbl.is Lifandi Birmingham er rótgróin borg og fjölmenn, mitt í hjarta Englands og stutt í sveitasæluna. Fyrstu sumarbókan- irnar farnar að berast  Portland og Birmingham bætast við áfangastaði Icelandair í sumar  Landsmenn duglegir að ferðast og hópferðum fjölgar Morgunblaðið/Eggert Tvenna „Fólk ætti að skoða þann möguleika að fljúga t.d. inn til Portland og aftur heim frá Seattle,“ segir Þorvarður Guðlaugsson hjá Icelandair. SUMARIÐ 2015

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.