Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 66

Morgunblaðið - 15.01.2015, Side 66
Morgunblaðið/Ómar Heimsborg Lissabon hefur heillað margan Íslendinginn sem þangað hefur komið og hér má sjá hið tilkomumikla tákn borgarinnar, Torre de Belém, virki reist út í sjó árið 1515. Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is „Mallorca er komin inn hjá okkur aftur af krafti,“ segir Guðrún Sig- urgeirsdóttir, framleiðslustjóri hjá ferðaskrifstofunni Vita, en hennar starf felst í því að búa til og skipu- leggja draumafríið fyrir landann. „Mallorca er áfangastaður sem datt svolítið út af kortinu í kjölfarið á hruninu en verður sífellt vinsælli og mikil hamingja með það,“ bætir hún við. „Fólk kann alltaf að meta þann kost að þurfa ekki að fljúga allt of langt. Spánn tilheyrir hálfpart- inn nærumhverf- inu og fólk er ekki að fljúga til sumarleyfis- staðar sem er hinum megin á hnettinum heldur upplifir það þvert á móti ákveðið öryggi að vera hér í Evrópu.“ Þá er kunnara en frá þurfi að segja að þúsundir – ef ekki tug- þúsundir – Íslendinga hafa farið til Mallorca síðustu 40 árin eða svo. Það hlýtur því að vera í lagi með staðinn. Guðrún tekur undir þetta. „Það eru bara svo margir sem eiga góðar minningar frá þessari gull- fallegu eyju og þess vegna er það svo að við erum ítrekað að upplifa að fólk sem fór þangað sem krakkar með foreldrum sínum er að fara með sínum börnum um þessar mundir, og afi og amma jafnvel með. Það er mikil nostalgía sem um- lykur Mallorca enda rík ástæða til.“ Aðspurð segir Guðrún að Vita ferðir bjóði upp á þrjá mismunandi áfangastaði á Mallorca, með það fyrir augum að allir finni einmitt það sem þeir leita að. „Við erum til að byrja með á Playa De Palma.“ Nafnið eitt framkallar sólbakaðar sumarleyfisminningar hjá fjölda Ís- lendinga. „Palma er alveg dásamleg borg þar sem indælt er að ganga um, rápa milli dásamlegra búða eða bara slaka á og fá sér tapas og virða fyrir sér mannlífið. Þarna er maður að fá borgina og ströndina í einu. Svo erum við einnig á Alcudia og þar erum við með hótel sérstaklega hugsað fyrir börnin. Þar er að finna heilt sjóræningjaskip í sundlauginni og vatnsrennibrautir í hótelgarð- inum sem sjá til þess að engum leið- ist. Loks erum við líka í norð- austurhorni eyjarinnar í bænum Sa Coma. Það sem hann hefur við sig sérstaklega er að þetta er lítill og notalegur bær með ákaflega fallegri sandströnd í huggulegri vík og and- inn er heimilislegur og notalegur. Þarna eru vegalengdir mjög stuttar og allt er við höndina. Lengi vel var boðið upp á ferðir til Sa Coma og þangað höldum við í sumar, og skynjum mikinn áhuga. Það má því segja að við leggjum undir okkur eyjuna til að finna rétta sumarleyf- isstaðinn fyrir sem flesta. Ekkert vesen!“ segir Guðrún í léttum tón. Portúgal heillar og hrífur Þessu næst beinist talið að Portú- gal, landi sem Guðrún hefur sjálf miklar mætur á.„Portúgal er ein- faldlega dásamlegur staður og svo- lítið mitt uppáhald,“ segir hún. „Þar erum við að bjóða upp á ferðir til Albufeira, en þangað fóru heilu farmarnir af íslenskum ferðalöngum um langt árabil. Þar erum við með þessar dæmigerðu, ómótstæðilegu portúgölsku strendur; litlar fallegar víkur með mjúkum sandi og klettar á milli. Þá má ekki gleyma að minn- ast á fiskinn sem er einn sá besti í heimi. Mér finnst persónulega geggjað að borða í Portúgal. Svo er- um við líka með annan stað sem nefnist Salgados og er 12 kílómetra fyrir utan Albufeira og þar erum við að bjóða upp á stórar lúxusíbúðag- istingar. Þetta byggðist upp rétt í kringum hrunið og er því svo gott sem nýtt og alveg svakalega vel búnar íbúðir. Þarna ertu með þvottavél, uppþvottavél, stóran ís- skáp, stórar svalir – eiginlega ertu með allt við höndina. Fyrir fjögurra til fimm manna fjölskyldur sem hugnast ekki að troða sér saman í hefðbundið hótelherbergi heldur hafa þess í stað almennilegt pláss, tvö góð svefnherbergi og tvö góð baðherbergi, eða þrjú af hvoru ef vill. Það er bara svakalega þægilegt og þannig vill maður hafa það í frí- inu.“ Guðrún bætir því við að innan seilingar á þessum stöðum í Portú- gal sé að finna þrjá stóra vatns- rennibrautagarða, þar sem öll fjöl- skyldan getur gleymt stað og stund við ómengaða skemmtun. „Þeir heita The Big One, Aqualand og Zo- omarine og þangað fer maður bara í ógleymanlega dagsferð. Síðast en ekki síst bjóðum við upp á ferðir til hins ástsæla áfangastaðar Alicante. Það er ekkert lát á vinsældunum þar enda fara þangað sex eða sjö vélar í hverri viku og ekki að ósekju.“ Heillandi heimsborgir Styttri ferðir til fallegra borga njóta mikilla vinsælda og að sögn Guðrúnar eiga slíkar ferðir frekar upp á pallborðið hjá fólki á vorin og haustin, en síður yfir hásumarið. „Þá er fólk oft að fara í árshátíð- arferðir, nokkuð sem var geysi- vinsælt fyrir nokkrum árum, datt niður í kjölfar hrunsins en er orðið afar vinsælt á ný. Það hefur orðið sprenging í þess konar ferðum upp á síðkastið. Róm hefur verið gríð- arlega vinsæl í þessu sambandi, enda þægilegt loftslag þar á vorin og haustin. Lissabon er þá alger dá- semd og sú borg nýtur sífellt meiri vinsælda. Einnig má nefna aðventu- ferðir sem við höfum verið að fara til Vínar og hafa fallið ljómandi vel í kramið.“ 6Að endingu nefnir Guðrún páskaferð til Írlands, undir leiðsögn Jóns Baldvins Halldórssonar. „Þar verður meðal annars farið í gegnum söguslóðir víkinganna og annað áhugavert. Jón Baldvin lærði á sín- um tíma á Írlandi, er hafsjór fróð- leiks og þarna verður um spennandi sérferð að ræða.“ Hin magnaða Mallorca og heillandi heimsborgir  Nýir áfangastaðir ryðja sér til rúms í bland við vinsæla góðkunningja í sumar hjá ferðaskrifstofunni Vita. Guðrún Sigurgeirsdóttir 66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 –– Meira fyrir lesendur Þorrinn SÉRBLAÐ Eitt og annað sem tengist þorranum verður til umfjöllunar í blaðinu s.s: Matur, menning, hefðir, söngur, bjór, sögur og viðtöl. Þann 23. janúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað þorranum PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 19. janúar. Nánari upplýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SUMARIÐ 2015

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.