Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
✝ Sævar Hall-dórsson fædd-
ist á Patreksfirði
10. september
1923. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 4.
janúar 2015.
Foreldrar hans
voru þau Guðrún
Sigríður Hall-
grímsdóttir, f. 29.4.
1895, d. 27.1. 1992,
sem rak veitingasölu á Siglu-
firði og síðar í Reykjavík, og
Halldór Guðmundsson, f. 23.5.
1889, d. 28.1. 1975, síld-
arútgerðar- og kaupmaður á
Siglufirði. Systkini Sævars voru
Birna, f. 1918, d. 2008, Gunnar,
f. 1921, d. 1973, og hálfsystir,
sammæðra, Sigríður Inga Ingv-
arsdóttir, f. 1933.
Sævar kvæntist árið 1949
fyrri eiginkonu sinni, Helgu
Rannveigu Júníusdóttur, f. 27.4.
1925, d. 8.12. 1953. Foreldrar
hennar voru Júníus Jónsson,
bæjarverkstjóri á Akureyri, og
Soffía Jóhannsdóttir, húsfreyja.
Barn þeirra er Soffía, f. 27.6.
1950. Eiginmaður Soffíu er
Helgi Vilberg, f. 1951. Börn
þeirra eru: a) Rannveig, f. 5.9.
1971. b) Ýr, f. 14.7. 1980. Hún á
tvö börn. c) Helgi Vilberg, f.
ar, f. 15.6. 1986. b) Auður Ýr, f.
27.3. 1991. c) Sigvaldi, f. 7.4.
1993. 4) Jón Alvar, f. 4.9. 1969,
eiginkona hans er Steinunn
Baldursdóttir, f. 1970. Dóttir
þeirra er: a) Katla Björg, f. 5.2.
2000.
Sævar hét fullu nafni Hall-
grímur Sævar Halldórsson og
ólst upp á Siglufirði, í Fróni.
Sævar fór til náms í Flensborg-
arskólann í Hafnarfirði. Eftir
það hóf hann nám í ljós-
myndaiðn hjá Jóni Kaldal 1941-
1945, fékk sveinspróf 1946.
Sævar starfaði á ljósmyndastofu
Jóns og Vigfúsar á Akureyri
1946-1953, sat í prófanefnd í
ljósmyndaiðn á Akureyri 1951-
1953 og fékk meistararéttindi
sín nokkru síðar. Sævar starfaði
sem ljósmyndari í Reykjavík
1953-1983 og stundaði skóla-
myndatökur víðs vegar um
landið. Hann vann í síld bæði
sem forstöðu- og síldarmats-
maður á Siglufirði, Hofsósi,
Raufarhöfn og Grindavík, sam-
hliða ljósmyndun. Sævar rak
Ljósmyndastofu Sævars í
Reykjavík ásamt Auði eig-
inkonu sinni. Frá 1983 vann
hann hjá flutningafyrirtæki á
Keflavíkurflugvelli og gegndi
þar einnig trúnaðarstörfum.
Sævar hélt heimili í Barmahlíð
52 til æviloka.
Útför Sævars fer fram í Há-
teigskirkju í dag, 15. janúar
2015, og hefst athöfnin kl. 13.
17.5. 1984. Hann á
einn son.
Árið 1955
kvæntist Sævar síð-
ari eiginkonu sinni,
Auði Jónsdóttur,
ljósmyndara, f.
21.10. 1926, d. 9.6.
2011. Foreldrar
hennar voru Jón
Diðrik Hannesson,
múrari í Reykjavík,
f. 3.1. 1901, d. 20.9.
1975, og Jónína Margrét Jóns-
dóttir, húsfreyja, f. 6.10. 1892,
d. 28.10. 1988. Sævar og Auður
eignuðust fjögur börn. Þau eru:
1) Jónína Margrét, f. 7.8. 1954,
fv. eiginmaður hennar er Jón
Guðmundsson, f. 1953. Börn
þeirra eru: a) Þórleifur, f. 14.11.
1975. Hann á fimm börn. b) Þöll,
f. 12.10. 1978. Hún á einn son. 2)
Guðrún Sigríður, f. 12.9. 1956,
eiginmaður hennar er Kristján
Vídalín Jónsson, f. 1944. Börn
þeirra eru: a) Sævar Vídalín, f.
6.3. 1983. Hann á einn son. b)
Ásdís Vídalín, f. 3.1. 1993. Fyrir
átti Kristján tvö börn: a) Bjarna
Frey, f. 30.10. 1974. Hann á þrjú
börn. b) Karenu, f. 15.1. 1965.
Hún á tvö börn. 3) Hrönn, f.
5.12. 1958, eiginmaður hennar
er Sigurður Sigurðarson, f.
1956. Börn þeirra eru: a) Brynj-
Í dag kveð ég elskulegan
tengdaföður minn, Sævar Hall-
dórsson, hinstu kveðju. Ég átti
því láni að fagna að búa í sama
húsi og þau hjónin Sævar og
Auður í 26 ár. Á vinskap okkar
bar aldrei skugga öll þau ár.
Börnin mín nutu þess einnig að
hafa afa og ömmu í húsinu og
var mikill samgangur á milli
hæða. Ég minnist ógleyman-
legra samverustunda fjölskyld-
unnar í sumarbústaðnum sem
Sævar byggði í Ölfusi. Hann
hafði mikinn áhuga á að fylgjast
með því hvernig gróðurinn
dafnaði á milli ára og hafði þar
alltaf eitthvað fyrir stafni enda
að nógu að dytta. Eftir að Auð-
ur veiktist sá Sævar um heim-
ilið þeirra af alúð. Hann eldaði
á hverjum degi fjölbreyttan
mat og lagði alltaf fallega á
borð fyrir þau tvö andspænis
hvort öðru.
Við Sævar gátum setið
löngum stundum og rætt um
ljósmyndun. Hann var hafsjór
af fróðleik á því sviði enda lærð-
ur ljósmyndari frá Jóni Kaldal
ljósmyndara. Ljósmyndabúnað-
ur Sævars var frábær en
lengstan hluta ævi sinnar vann
hann sem ljósmyndari. Hann
sérhæfði sig í að taka portrait-
myndir og fór hann í flesta
skóla landsins og tók myndir af
nemendum sem hann útbjó svo
bekkjar- og skólaspjöld af.
Sævar sagði svo skemmtilega
frá reynslusögum sínum. Hann
sagði frá ljósmyndaferðum sín-
um um landið og oft á tíðum
voru aðstæður til myndatöku
erfiðar. Hann sagði mér frá
ungum skólastúlkum sem voru
búnar að gera sig voða fínar
fyrir myndatöku hjá honum en
guggnuðu svo alveg þegar að
myndatökunni kom. Þá kom í
ljós að þær höfðu aldrei áður
farið í myndatöku og voru laf-
hræddar. Sævar þurfti þá að
byrja á því að róa þær aðeins.
Með góðu hugmyndarflugi og
þekkingu á faginu tókst honum
alltaf að skila verki sínu vel frá
sér. Sævar hafði sérstaka
ánægju af að fylgjast með garð-
inum sínum í Barmahlíðinni,
hvernig hann færðist í blóma á
vorin og fram eftir sumri og
hvernig hann haustaði. Hann sá
fallega mynd í hverju tré og
blómi og benti manni oft á
skemmtileg sjónahorn sem
maður annars veitti ekki eft-
irtekt. Sævar var mikill fjöl-
skyldumaður og var oft kátt á
hjalla hjá þeim hjónum þegar
haldin voru jólaboð, afmæli og
þorrablót. Hann fylgdist vel
með hvað barnabörnin höfðust
að.
Elsku tengdapabbi, ég þakka
þér fyrir góða vináttu og ómet-
anlega samfylgd.
Kristján Vídalín.
Elsku besti Sævar tengda-
pabbi hefur kvatt okkur.
Jólin þetta árið voru ansi
óvenjuleg. Síðastliðin jól hafa
Sævar tengdapabbi og Auður
tengdamamma, meðan hún var
á lífi, ávallt verið með okkur á
aðfangadag. Á aðfangadags-
kvöld lagði ég á borð fyrir fjóra,
en þetta árið var eitt sæti laust,
því Sævar treysti sér ekki í mat
til okkar. Það var þá lítið annað
að gera en drífa sig strax eftir
matinn til hans í Barmahlíðina
og áttum við ánægjulega kvöld-
stund með honum þar.
Ekki grunaði mig að þetta
ætti eftir að vera síðasta kvöld-
ið hans heima við, en sú varð
raunin.
Um tíma bjuggum við hjónin
hjá Sævari og Auði í Barma-
hlíðinni. Sérhvern morgun, áður
en Sævar fór í vinnuna, lagði
hann á borð fyrir okkur og
gerði kaffi klárt. Hann var mik-
ill gestgjafi og vildi ávallt gera
vel við alla.
Ég á endalaust margar og
góðar minningar um hann. Við
fjölskyldan áttum góðar stundir
með honum og var hann alltaf
mjög áhugasamur og fylgdist
vel með öllu sem var að gerast
hjá okkur og dóttur okkar,
Kötlu Björgu. Hann var dríf-
andi og vildi ávallt hafa allt í
góðu standi. Hann hvatti okkur
áfram í öllu því sem bæði við og
Katla Björg vorum að gera.
Hann tók alltaf vel á móti
okkur þegar við komum i heim-
sókn og vildi tryggja að allir
fengju eitthvað gott í gogginn.
Hann fylgdi okkur alltaf til
dyra til að kveðja og beið í
dyragættinni þar til við vorum
komin úr augsýn.
Síðustu árin leið vart sá dag-
ur að við heyrðum ekki í eða lit-
um inn hjá Sævari. Tómarúmið
við að missa hann og söknuður-
inn er mikill að heyra ekki í
honum, hans jákvæðu rödd sem
veitti okkur öllum öryggi í
dagsins önn.
Elsku Sævar, ég kveð þig
með miklum söknuði. Þín verð-
ur sárt saknað af okkur í Ljós-
uvíkinni. Hvíldu í friði.
Þín tengdadóttir,
Steinunn.
Sævar, afi okkar, var ein-
stakur maður. Þó að við lifðum
bara síðasta fjórðung af lífi afa
vorum við svo heppin að fá að
upplifa fyrri ár hans í gegnum
sögur sem hann sagði okkur,
bæði frá síldar- og ljósmynda-
ævintýrum hans. Eltingaleikur
við sólarljósið upp og niður fjöll
til þess að ná góðum ljósmynd-
um og sögur af því þegar skíðin
brotnuðu í skíðastökki á Siglu-
firði og gripið var til þess að
renna sér á spýtum síldartunna.
Það var ekki einungis innihald
sagnanna sem vakti áhuga
manns heldur líka hversu flink-
ur sögumaður afi var, honum
tókst að gæða sögurnar lífi á
skemmtilegan og fyndinn hátt.
Afi var mikill húmoristi og
alltaf stutt í grínið. Því var
gaman að vera í kringum hann
og heimsóknir í Barmahlíðina
ávallt skemmtilegar, oft á tíðum
flaug tíminn. Afi sá alltaf til
þess að við færum ekki tómhent
heim. Meðal annars gerði hann
það að skemmtilegri hefð þegar
við vorum yngri að taka fram
vigtina þegar klinkkrukka
ömmu og afa var orðin full. Þá
var klinkinu skipt niður á okkur
frændsystkinin þar sem hvert
okkar fékk hálft kíló af klinki í
plastpoka. Þetta þótti okkur
ótrúlega spennandi.
Auk þess sendi hann okkur
heim með poka fullan af epla-
bitum, rúsínum og suðusúkku-
laði í nesti.
Þegar við lítum til baka var
það umhyggjan sem einkenndi
afa. Hann hafði einlægan áhuga
á því sem við vorum að bralla
og samgladdist okkur í öllu því
sem við tókum okkur fyrir
hendur. Eftir að amma veiktist
hugsaði hann alltaf svo vel um
hana. Afi var ekki bara fær ljós-
myndari heldur var hann lista-
kokkur. Hann tók við eplaköku-
bakstri ömmu og eldaði sína
víðfrægu kjötsúpu.
Afi var alltaf samkvæmur
sjálfum sér og meira að segja á
sínum allra síðustu metrum var
ennþá stutt í grínið. Við erum
mjög þakklát fyrir að hafa feng-
ið tækifæri til að kveðja elsku
afa okkar svona vel en þessi síð-
asta vika þar sem afi og við
vissum í hvað stefndi var okkur
ómetanleg. Við fundum fyrir ást
og umhyggju allt til leiðarloka.
Elsku afi, það er okkur dýr-
mætt hversu mörg ár við áttum
með þér, við munum aldrei
gleyma öllum góðu stundunum.
Brynjar, Auður Ýr
og Sigvaldi.
Elsku afi. Manstu þegar þú
kenndir mér „Allt í grænum
sjó“ á píanóið. Þegar þú gafst
okkur frændsystkinunum hálft
kíló af klinki þegar hvíta krukk-
an inni í eldhúsi varð full. Þegar
þú eldaðir bestu hakkbollur í
heimi. Þegar þú sást til þess að
ég væri aldrei svöng. Þegar þú
kenndir mér að teikna kisu og
leggja spilagaldur. Þegar þú
kenndir okkur frændsystkinun-
um að kreista sykurmolaappels-
ínur. Þegar ég hélt að þú hefðir
búið í Flensborg (ekki verið í
skólanum). Þegar við sátum
inni í eldhúsi og spjölluðum um
gang líðandi stundar. Þegar ég
fór að hoppa út í garð af svöl-
unum þínum.
Afi, mér mun alltaf finnast ég
vera svo lánsöm að hafa fengið
að búa 15 tröppum fyrir ofan
þig. Það að geta „skroppið nið-
ur til afa“ var svo þægilegt.
Þegar ég fann lokkandi ilminn
af hakkbollunum þínum var ég
ekki lengi að stökkva niður til
að fá að snæða með ykkur
ömmu. Ef ég var heppin fylgdi
sögustund með afa með eftir-
réttinum, sem ýmist var ís, ís-
blóm eða appelsína með mola í.
Þetta voru ekki uppspunnar
sögur um dreka og prinsessur
heldur reynslusögur þínar. Þú
sagðir frá ýmsum grallarastrik-
um frá æskuárum þínum á
Siglufirði og kisunum þínum.
Þegar þú lærðir ljósmyndun hjá
Jóni Kaldal. Þegar þú keyrðir
hringinn í kringum landið til að
taka portrettmyndir af nemend-
um skólanna, þegar þú vannst í
síldinni á Siglufirði. Þegar þú
fórst í hættulega siglingu í kjöl-
far stríðsins. Þegar þú hljópst
upp á Heklu til að ná góðri
mynd af Heklugosi og margar
fleiri sögur svo uppfullar af æv-
intýrum.
Takk fyrir allar frábæru
ferðirnar upp í sumarbústað,
sem er svo huggulegur á fal-
legum stað umvafinn gróðri, og
takk fyrir að sýna áhuga á öllu
því sem ég tók mér fyrir hend-
ur. Takk fyrir þolinmæðina við
að hlusta á mig æfa á fiðluna öll
þessi ár. Ég vil einnig segja
takk fyrir öll frábæru fjöl-
skylduboðin. Ég sé þig svo
glöggt fyrir mér eins og þú
varst alltaf. Nýrakaður í vel
pressuðum buxum með axla-
böndin, í skyrtu með bindis-
hnútinn á réttum stað, hárið vel
klippt og greitt og ávallt með
brandara til reiðu. Takk fyrir
mig elsku afi, ég á eftir að
sakna þess að hlusta á sögurnar
þínar og horfa á sjónvarpið með
þér og heyra dillandi hláturinn
þinn og fyndnu brandarana
þína. Vona að þú sért búinn að
finna elsku ömmu. Þitt barna-
barn,
Ásdís Vídalín.
Þegar við systkinin minn-
umst fyrstu kynna okkar af
Sævari móðurbróður okkar
sjáum við fyrir okkur ungan,
hýreygan, brosandi mann, með
einkennandi skarð á milli fram-
tanna, meðalmann á hæð sem
samsvaraði sér vel. Var hann
unglegur í fasi og léttur í lund
alla sína lífstíð. Sævar hafði
þann góða eiginleika að segja
vel frá og hafði ávallt gaman af
að rifja upp síldarævintýrið á
Siglufirði þar sem hann ólst
upp og vann mörg sumur þegar
það stóð sem hæst. Fáir kunnu
þá sögu betur en hann en faðir
hans, Halldór Guðmundsson í
Frón, hóf síldarsöltun á „An-
legginu“ svonefnda á Siglufirði,
einn fyrstur manna.
Sævar fæddist á sjó, við Pat-
reksfjörð, og var skírður Hall-
grímur Sævar. Nafnið Sævar
fór honum vel og hann var aldr-
ei kallaður annað. Hann lærði
ljósmyndun hjá Jóni Kaldal í
Reykjavík og vann við ljós-
myndun mest allan sinn starfs-
aldur. Hann átti merkilegt safn
ljósmynda af mörgum Íslend-
ingum því að hann ferðaðist á
milli landshluta og tók myndir
af skólafólki í tugi ára. Við í
fjölskyldunni eigum honum að
þakka margar skemmtilegar
myndir bæði af eldri og yngri
kynslóðinni og voru sumar
handlitaðar áður en litfilmur
komu á markaðinn. Stór hand-
lituð ljósmynd af hraunkletti úr
Mývatnssveit sem Sævar gerði
og gaf móður okkar prýddi stof-
una heima á Siglufirði.
Sævar var tvíkvæntur, en
hann missti fyrri konu sina,
Helgu Rannveigu Júníusdóttur,
tæplega þrítuga að aldri. Þau
bjuggu á Akureyri og eignuðust
eina dóttur, Soffíu. Seinni kona
Sævars var Auður Jónsdóttir
ljósmyndari, sem er látin fyrir
nokkrum árum, en þau eign-
uðust fjögur börn, Jónínu Mar-
gréti, Guðrúnu Sigríði, Hrönn
og Jón Alvar. Sævar og Auður
bjuggu í Barmahlíð 52 í Reykja-
vík allan sinn búskap utan þess
tíma sem þau dvöldu sumar-
langt á Siglufirði á síldarárun-
um í kringum 1960. Sævar var
söltunarstjóri hjá Gunnari
bróður sínum sem var síldar-
saltandi, tekinn við af tengda-
föður sínum, Óskari Halldórs-
syni. Minnist eitt okkar þess, að
stundum þegar dagur var lagð-
ur við nótt við söltunina átti
Sævar til að halla sér upp að
tunnustafla og fá sér blund
standandi í nokkrar mínútur og
vakna eldhress á eftir. Við feng-
um hvert um sig að spreyta
okkur á ýmsum verkefnum hjá
frænda, svo sem salta síld,
pækla og ræsa starfsfólkið þeg-
ar von var á síld.
Sævar var einstaklega ljúfur
og góður frændi og minnumst
við með hlýhug hve kært var
með honum og móður okkar
alla tíð. Höfðu þau mikið sam-
band sín á milli og nutu sam-
verunnar hvert sinn sem fund-
um þeirra bar saman.
Þegar aldurinn færðist yfir
hjá frænda var gott að eiga
góða að og naut hann einstakr-
ar umhyggju barna sinna og
fjölskyldna þeirra.
Við sendum einlægar samúð-
arkveðjur til frændsystkina og
Ingu móðursystur okkar. Bless-
uð sé minning Sævars frænda.
Laufey, Halldór og Sigríður.
Í dag verður elskulegur
frændi minn og föðurbróðir
kvaddur. Hans lífsgleði verður
erfitt að lýsa, en ég mun sakna
allrar þeirra gleði og virðingar
sem hann sýndi mér. Alveg frá
æsku minni var hann mér alltaf
svo kær. Alltaf gaf hann sér
tíma til að svara undarlegum
spurningum mínum þegar ég
var yngri. En seinna meir urð-
um við meira vinir og það góðir.
Hlógum mikið að þeim tímum
sem síldarævintýrið var í blóma
á Sigló. Þar vorum við á heima-
slóð. Enda sáum við um að salta
síld og frysta fyrir föður minn.
Sævar var matsmaður og ég
verkstjóri, en okkur kom svo
vel samann að aldrei voru nein
vandamál hjá okkur. Yfirleitt
borðuðum við hjá afa, Halldóri í
Fróni. Sævar gisti í norðurend-
anum á Fróni og Auður seinna
þegar allt var komið í gang. En
þegar allt var komið í gang þá
kom Auður heitin norður með
dætur þeirra. Lenti þá oft á
mér að passa dætur hans og
Auðar, þær Jónínu og Siggu.
Átti frændi á þeim tíma bíl, sem
var einn af þeim fyrstu. Trab-
ant hét hann. Fórum við víða á
þessum bíl og fannst okkur
hann tilkomumikill og undruð-
umst hversu mikið plast var í
honum. Á Trabantinum fór
frændi um land allt til að taka
myndir af skólabörnum til að
setja upp bekkjarmyndir. En
frændi var hér fyrir minn tíma,
með ljósmyndastofu í Frón í
litlu herbergi og seinna í kjall-
ara í Mávahlíð. Einnig sá hann
um allar myndatökur hjá fjöl-
skyldum okkar. Margar eru til
myndir af síldarsöltun og fagr-
ar myndir héðan frá Sigló.
Minnist ég margra mynda þess
tíma, héðan frá Sigló. Minnast
eldri Siglfirðingar hans. Eins
og einn sagði við mig: Var hann
ekki sonur Sigríðar í Gullfossi
og Halldórs í Fróni? Aldrei
varð ég var við að frændi erfði
eða talaði illa um nokkurn
mann. Mun minnast frænda um
ókomna tíð.
Elsku hjartans frændi minn,
nú kveð ég þig með söknuði,
minnist áfram allra ánægju-
stunda okkar og þakka þér fyr-
ir allar stundir okkar. Hvíldu í
friði elsku frændi.
Sendi ástvinum þínum sam-
úðarkveðju.
Frændi,
Óskar Gunnarsson.
Nú kveð ég Sævar tengda-
föður minn og góðan vin til
margra ára.
Sævar lifði langa ævi og
mundi tímana tvenna. Hann
hafði gaman af því að segja frá
liðnum tíma og sagði skemmti-
lega og líflega frá. Í stríðinu
sigldi hann með fisk til Eng-
lands og sagði okkur sögur af
bátum sem týndust í þeim
flutningum og komu aldrei
fram. Hann tók þátt í síldaræv-
intýrinu um miðja síðustu öld
og stjórnaði síldarplönum á
Siglufirði og fleiri stöðum. Þá
sigldi hann með síld til Norður-
landanna, varð strandaglópur
og réð sig sem kolamokara til
að komast heim. Sem ljósmynd-
ari ferðaðist hann um allt land
en bæði voru bílarnir og veg-
irnir frumstæðari en nú gerist
og kom því ýmislegt upp á í
þeim ferðalögum, dekk og vara-
dekk sprungu, hjól fóru undan
og öxlar skekktust. En Sævar
var úrræðagóður og ávallt var
hjálp að fá og hægt að halda
áfram.
Sævar og Auður heimsóttu
okkur Hrönn til Kaupmanna-
hafnar og ferðuðust með okkur
og fjölskyldu Jónínu Margrétar
suður um Evrópu. Margar góð-
ar minningar tengjast þessum
heimsóknum, sem oft voru rifj-
aðar upp og haft gaman af.
Þegar heim var komið og við
Hrönn eignuðumst börn komu
Sævar og Auður títt í heimsókn
til okkar og ávallt með eitthvað
gott með sér á kaffiborðið. Sæv-
ar hafði áhuga á framkvæmdum
og þegar við Hrönn byggðum
yfir okkur var hann ávallt tilbú-
inn að hjálpa til, tók til hendinni
og málaði m.a. mikið innandyra.
Í mörg ár stóð Sævar fyrir að
haldin væru þorrablót í Barma-
hlíðinni þar sem stórfjölskyldan
kom saman og skemmti sér.
Sævar sýndi hvernig maður
hann var þegar Auður veiktist.
Þar sýndi hann sinn innri
mann, annaðist Auði af alúð,
sinnti heimilinu af kostgæfni og
gerði allt til þess að hún gæti
verið heima. Þar kom sér vel að
Sævar Halldórsson
Samúðarskreytingar • Útfaraskreytingar
| Blómasmiðjan Grímsbæ | S. 588 1230 |