Morgunblaðið - 15.01.2015, Síða 74
74 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
✝ Sigurður Jóns-son fæddist
24.12. 1919 á
Meiðavöllum í
Kelduhverfi. Hann
lést 28.12. 2014 á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga á
Húsavík.
Foreldrar hans
voru Jón Sigur-
geirsson, f. 11.12.
1884, d. 19.6. 1954
og Halldóra Jónsdóttir, f. 21.2.
1886, d. 18.4. 1967. Sigurður
kvæntist Jóhönnu Ólafsdóttur,
f. 4.2. 1927, frá Fjöllum í
Kelduhverfi, þann 6.11. 1948.
Þau eignuðust fimm börn. Þau
eru Ólafur Brynjar, f. 1.4.
1946, kona hans er Kristbjörg
Ágústa Magnúsdóttir og eiga
þau tvo syni og sjö barnabörn;
Jón, f. 8.3. 1950, kona hans er
Þorbjörg Bragadóttir og eiga
þau fjögur börn og þrjú barna-
börn; Björn Ágúst, f. 4.4. 1955,
d. 25.3. 2001, kona hans var
Kristín Björnsdóttir og áttu
þau fjögur börn og tvö barna-
börn; Sigurgeir, f. 18.8. 1956,
heima allt til ársins 2000 er
þau fluttu til Húsavíkur. Meðan
þau hjón bjuggu í Garði sinnti
Sigurður ýmsum störfum með-
fram búskap, t.d. var hann
jarðvinnslumaður fyrir Bún-
aðarfélag Keldhverfinga í þrjú
ár, ásetningsmaður og bóka-
vörður í nokkur ár, gjaldkeri
Búnaðarfélags Keldhverfinga í
18 ár og formaður þess í 9 ár.
Hann sat í hreppsnefnd Keldu-
neshrepps í 8 ár og var for-
maður Sauðfjárræktarfélags
Keldhverfinga í allmörg ár.
Trúnaðarmaður Dýraverndun-
arsambands Íslands um 30 ára
skeið og meðhjálpari í Garð-
skirkju til fjölda ára, auk
margra annarra trún-
aðarstarfa. Sigurður var mikill
fræðimaður og eftir hann
liggja þó nokkur rit um þjóðleg
efni sem hann ritaði fyrir Þjóð-
minjasafn Íslands, greinar í Ár-
bók Þingeyinga og fleira. Einn-
ig hafði Sigurður gaman af
söng og söng sjálfur í kórum
um margra áratuga skeið, síð-
ast með Sólskinskórnum á
Húsavík.
Útför Sigurðar fór fram 10.
janúar 2015 en vegna mistaka
við birtingu eru minning-
argreinarnar endurbirtar.
kona hans er Að-
alheiður Magn-
úsdóttir og eiga
þau tvö börn og
tvö barnabörn,
Halldóra Friðný, f.
19.4. 1962, d. 26.3.
1974.
Sigurður var
sjöundi í aldursröð
systkina sinna, en
þau voru Guð-
mundur, f. 4.8.
1905, d. 13.3. 1977, Kristbjörg,
f. 31.12. 1907, d. 30.10. 1982,
Sigríður, f. 26.7. 1909, d. 29.8.
2000, Óskar Jón f. 15.10. 1911,
d. 14.7. 1916, Sveinungi, f. 29.1.
1915, d. 4.9. 2003, Jónína, f.
4.4. 1918, d. 16.6. 1998, Adam,
f. 14.9. 1921, d. 28.1. 2014,
Rósa Elísabet f. 1.1. 1926 og
Hólmfríður Valgerður, f. 26.4.
1927, d. 14.9. 1991.
Sigurður fór til náms á
Hvanneyri og lauk þar bú-
fræðinámi vorið 1944. Hann
var bóndi og veður-
athugunarmaður í Garði II í
Kelduhverfi þar sem þau hjón
byggðu sér bú og áttu þar
Tengdafaðir minn elskulegur,
Sigurður Jónsson, er látinn, níu-
tíu og fimm ára að aldri. Siggi
var dugnaðarforkur allt til enda.
Þegar ég kynntist Sigga og Jó-
hönnu ráku þau sitt myndarbú í
Garði í Kelduhverfi enda var
hann búfræðingur frá Hvann-
eyri. Hann var veðurathugunar-
maður í tæp 40 ár. Það var alltaf
gaman að spjalla við Sigga í
fjárhúsunum eða bara heima við
eldhúsborðið og mér fannst það
ekki lítil upphefð að bóndinn
treysti mér ásamt Ágústi til að
vaka yfir fénu á sauðburði þegar
bændur sváfu. Siggi hugsaði
mjög vel um sitt fé og ræktun.
Hann var alltaf með góða með-
alþyngd og mjög fjárglöggur
maður. Pínu karlremba var í
karli enda voru tímarnir öðru-
vísi þegar hann var að alast upp.
Þegar við fluttum suður hélt
Jón áfram með kindur og þá var
alltaf fylgst með af miklum
áhuga í gegnum síma. Eftir að
Siggi fór á sjúkrahúsið og átti
erfitt með að tala í síma varð Jó-
hanna að bera fréttirnar á milli.
Hann hafði áhuga á búskapnum
til hinstu stundar.
Þegar ekki var verið að sinna
búinu fór Siggi um heiðar að
kanna og kortleggja eyðibýli,
skrifa alls konar frásagnir um
ýmsa atburði svo eitthvað sé
nefnt. Hann var í hreppsnefnd í
mörg ár, einnig í stjórn ýmissa
félaga og nefnda.
Oftar en ekki stoppaði trak-
torinn fyrir utan húsið okkar,
krakkahópurinn stökk aftan á
og var ýmist farið niður á tún
eða að sækja mjólkina á brúsa-
pallinn.
Eitt af tómstundagamaninu
var að syngja í kirkjukór Garð-
skirkju og seinna í kór aldraðra
á Húsavík. Meira að segja eftir
að við fjölskyldan fluttum suður
skellti hann sér á æfingu með
mér og krökkunum og söng svo
jólamessurnar með okkur í
Sandgerði og við vorum ekkert
smástolt að hafa gamla manninn
með okkur í kórnum kominn vel
yfir áttrætt og já á 90 ára af-
mælinu á aðfangadag söng hann
messusvörin og tenórinn eins og
ekkert væri. Bragi, barnabarnið
hans, byrjaði söngferilinn sinn
við hliðina á afa í Garðskirkju.
Siggi var afar stundvís maður,
þoldi ekki að mæta of seint, sem
dæmi var hann yfirleitt kominn
yfir til okkar hálftíma áður en
kóræfing átti að byrja en það
tók okkur þrjár mínútur að
komast á æfingu.
Þegar Völsungur var að spila
var Siggi pottþétt í brekkunni.
Fékk hann boðsmiða síðustu ár-
in á alla leiki Völsungs. Hann
horfði mikið á fót- og handbolta
í sjónvarpinu.
Afi og amma í Garði fylgdust
vel með tónlistarnámi barna-
barnanna og öllu öðru námi.
Alltaf er spurt um hvern og einn
og hvernig þeim gangi.
Það var alltaf gott að koma á
Húsavík til Jóhönnu og Sigga.
Við tjölduðum uppi á tjaldstæði
og strax fyrsta morguninn var
hann kominn og allir drifnir nið-
ur í húsið þeirra í morgunmat,
kaffi og kvöldmat. Hann var
ekki í rónni nema allir væru út-
troðnir af mat og gekk frá því að
allir mættu í morgunmat næsta
dag. Hlýjan og góðvildin geislaði
af þeim. Þau reyndust mér sem
foreldrar alla tíð síðan ég kom í
fjölskylduna. Það er ekki hægt
að hugsa sér betri tengdafor-
eldra. Afa Sigga verður sárt
saknað.
Elsku Jóhanna mín og fjöl-
skyldur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Þorbjörg Bragadóttir.
Minningin um afa sitjandi
með ennið á krepptum hnefan-
um á eldhúsbekknum, augun
lokuð og veðurfregnirnar á
hæsta styrk í útvarpinu fær mig
alltaf til að brosa. Afi var líka
eini maðurinn sem ég veit um
sem gekk í föðurlandi og ull-
arsokkum daglega, sumar jafnt
sem vetur.
Stór hluti æskuminninga
minna er úr sveitinni. Hlaupandi
um grænar grundir að elta fiðr-
ildi, skoppandi á eftir afa út í
fjárhús að gefa kindunum eða
líta til með kindum í sauðburði,
að fylla marga mjólkurbrúsa af
vatni meðan afi fyllir stóran
strigapoka af heyi og fá svo að
fara með á traktornum upp í
heiði og gefa kindunum hey og
vatn. Stundum voru líka heim-
alningar sem fengu mjólk úr
pela.
Þegar ég var fimm ára naut
ég þeirra forréttinda að fá að
vera ein í sveitinni hjá ömmu og
afa í rúman mánuð. Næstu sum-
ur á eftir fékk ég svo að vera
viku eða tvær.
Afi sinnti veðurathugunum í
áratugi. Það var alltaf jafn-
spennandi að sjá hversu mikið
regnvatn kæmi úr dunkinum
þann daginn. Allt var svo skil-
merkilega skráð í bleiku veður-
bókina sem send var Veðurstofu
Íslands mánaðarlega.
Afi fór í Bændaskólann á
Hvanneyri sem ungur maður.
Mér finnst það mjög merkileg
staðreynd, sér í lagi þar sem
þetta var á tímum þar sem
menntun var síður en svo sjálf-
gefin. Ég spurði hann síðastliðið
sumar hvernig það hefði komið
til að hann, fátækur sveita-
drengurinn, hefði komist í skóla.
Svarið var einfalt: „Ég bara
skrifaði til skólastjórans og
spurði hvort ég mætti koma í
skólann, og hann sagði já.“
Afa var ýmislegt fleira til lista
lagt en bústörfin. Hann söng t.d.
í kór fram yfir nírætt. Ég geymi
vel geisladiskinn sem hann
færði mér með upptökum af
kórnum hans, Sólseturskórnum,
árið sem hann varð níræður.
Eitt sumarið man ég að hann
smíðaði áningarborð í Þjóðgarð-
inn í Jökulsárgljúfrum. Og þeg-
ar riðuveiki kom upp í sveitinni
fór hann á milli bæja að hjálpa
til við að sótthreinsa eftir að fé
var skorið. Hann var líka hag-
yrtur og samdi þónokkrar vís-
urnar um ævina. Um sjötugt
eignaðist afi ritvél og hóf þá
skrif fyrir alvöru. Eftir hann
liggja skrár um hreppsnefndar-
menn í Kelduneshreppi í 200 ár
á bókarformi, sem og eyðibýla-
skrá. Afi var óþrjótandi brunnur
ættfræði, og gat rakið ættir sín-
ar og annarra saman marga liði
aftur.
Afi kenndi mér að leggja kap-
al. Þrjá mismunandi! Og svindla
smá svo þeir gengju upp. Hann
lék líka við mig og fann kubba,
eða pappír og liti og blýant til að
hafa ofan af fyrir mér. Það sama
gerði hann svo fyrir stelpurnar
mínar þegar við komum til
Húsavíkur, fann til dót og lék
við þær. Og fyllti á skálina með
súkkulaðirúsínunum, sem litlir
fingur tæmdu hratt.
Afi var hlýr og glaðlyndur
maður, fróðleiksfús, réttsýnn og
mikill viskubrunnur sem gott
var að leita til með hvað sem
var. Ég er þakklát fyrir að hafa
átt hann sem afa, þakklát fyrir
allar stundirnar okkar saman,
allt sem hann kenndi mér, beint
og sem fyrirmynd. Minninguna
um merkan mann mun ég
geyma í hjarta mínu svo lengi
sem ég lifi.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Þín
Halldóra Friðný.
Foreldrar mínir fluttu í Garð
fáum árum á eftir Sigga og Jó-
hönnu, þá var ég á öðru ári.
Fyrstu minningarnar um Sigga
snúast um kindur, heyskap, dís-
ilmótorinn og „að taka veðrið“.
Við krakkarnir á bæjunum vor-
um á svipuðu reki og samgang-
urinn var mikill. Af engu öðru
óvandabundnu fólki hef ég haft
eins mikil og góð kynni um æv-
ina.
Pabbi og Siggi stóðu saman
að borun eftir vatni fyrir bæina
og keyptur var dísilmótor til að
knýja vatnsdæluna. Með honum
kom rafmagnið á bæina tvo.
Mótorinn var staðsettur „suð-
urfrá“, það nefndum við heimili
Sigga og Jóhönnu. Okkar heim-
ili var nefnt „vesturfrá“. Ekki
var ástæða til að mótorinn gengi
allan sólarhringinn og sam-
komulag var um að slökkt væri
á honum kl. 11 á kvöldin. Siggi
stjórnaði mótornum og fórst það
vel úr hendi, eins og hans var
von og vísa. Samkomulagið um
vatnsöflunina og mótorinn er
gott dæmi um hið góða samstarf
sem var á milli heimilanna alla
tíð. Þó verður að fylgja með að
sumum hundunum á hvorum bæ
fyrir sig kom afar illa saman.
Þegar þeir hittust með hús-
bændum sínum ruku þeir sam-
an, svo að bændurnir urðu að
skilja þá að.
Samviskusemi Sigga gagn-
vart því sem hann tók sér fyrir
hendur var við brugðið, svo að
það kom ekki á óvart að Veð-
urstofan fól honum og Jóhönnu
að annast veðurathuganir fyrir
sveitina. Þeim sinntu þau með
mikilli prýði.
En ævistarf Sigga snerist
fyrst og síðast um fjárbúskap-
inn. Maður skynjaði snemma
áhugann og ákefðina hjá Sigga
um allt sem snerti sauðfé. Hann
lagði allt í að heyskapurinn
gengi vel, vakti yfir ánum á
sauðburðinum og í göngunum
gætti hann þess vel að heimtur
yrðu sem allra bestar. Svona
mætti áfram telja, því að margt
er góðbóndans starf.
Á yngri árum var Siggi góður
langhlaupari og lengi liðtækur
skákmaður. Hjörtur hefur sagt
mér hvað það hafi verið honum
mikils virði að Siggi gaf sér allt-
af tíma til að tefla við sig þegar
hann bað um það.
Þegar létta tók búskaparönn-
um hjá Sigga sneri hann sér að
fræðagrúski og ritstörfum. Þar,
eins og í öðrum viðfangsefnum,
kom nákvæmni og glöggskyggni
Sigga vel fram. Greinar hans í
Árbók Þingeyinga og rit hans
um hreppsstjórnarmenn í
Kelduhverfi eru mikilvægt
framlag til sögu sveitarinnar.
Hann safnaði talsverðu af sagn-
fræðilegum gögnum sem bíða
úrvinnslu. Siggi veitti mér þann
heiður að afhenda mér megnið
af þeim í þeirri von að úrvinnsla
úr þeim haldi áfram. Meðal
þessara gagna eru sálnaregistur
og manntöl sveitarinnar allt frá
18. öld, lýsingar og teikningar af
öllum fjárréttum í sveitinni, veð-
urfarslýsingar frá síðustu öldum
og margt fleira.
Það er mikil eftirsjá að Sigga
í Garði og ég sakna þess að geta
ekki lengur spjallað við hann um
liðna atburði og líðandi stund.
Við Torfhildur þökkum honum
og Jóhönnu gestrisni þeirra og
velvild í okkar garð. Við sem
áttum heima „vesturfrá“ á sín-
um tíma þökkum fyrir sam-
fylgdina um áratugaskeið og
vottum Jóhönnu og fjölskyld-
unni allri okkar dýpstu samúð.
Guðmundur Sigvaldason.
Sigurður Jónsson
Kæri Binni. Í
upphafi jólaundir-
búningsins er dauð-
inn svo fjarri og því
kemur fréttin af fráfalli þínu, okk-
ar gamla skólafélaga og vinar,
eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Hugurinn fer á fullt, minningar
streyma og vanmátturinn er al-
gjör. Hvernig má það vera að svo
ungur maður í blóma lífsins sé
ekki lengur á meðal okkar?
Þú varst litríkur og sterkur
karakter með sterka siðferðis-
kennd. Þú stefndir alltaf hátt og
sást það best á þeim störfum sem
þú gegndir á síðustu árum. Þér
var annt um fólkið í kringum þig
og þú varst góður í að sniðganga
leiðindi ef þú fannst möguleikann
á því. Rökræður um allt milli him-
ins og jarðar voru aldrei langt
undan og hafðir þú mjög gaman af
því að velta fyrir þér hinum ótrú-
legustu staðreyndum um menn og
Brynjar Þór
Sigmundsson
✝ Brynjar ÞórSigmundsson
fæddist 9. ágúst
1978. Hann lést 3.
desember 2014.
Brynjar Þór var
jarðsunginn 16.
desember 2014.
málefni líðandi
stundar.
Við sitjum eftir
dofin og stóra spurn-
ingin sem kemur upp
við skyndilegt fráfall
þitt, skilur okkur eft-
ir án svara. Við sitj-
um eftir með sorg í
hjarta. En það er
sama hvernig við
spyrjum, við fáum
engin svör og við get-
um engu breytt. Það eina sem við
getum gert núna er að ylja okkur
við minningarnar, hvert með sínu
ívafi. Við erum stór hópur, sem
vorum með þér í grunnskóla, öll
eigum við mismunandi minningar
og áttum mismikinn tíma með þér
en það sem hvert og eitt okkar á
getum við nú yljað okkur við á
þessum erfiðu tímum.
En önnur spurning hefur einn-
ig vaknað, aftur og aftur, hvers
vegna náðum við ekki að láta
verða af því að halda 20 ára bekkj-
armótið okkar eins og til stóð
núna í ár? Á næsta bekkjarmóti
munum við kveikja á kerti og hafa
minningarstund þér til heiðurs,
kæri skólafélagi og vinur.
Við sendum fjölskyldu og ætt-
ingjum hans Binna okkar dýpstu
samúð á þessum erfiðu tímum
Kæri bekkjarbróðir og vinur
hvíldu í friði.
Fyrir hönd árgangs 1978 í
Síðuskóla,
Monika Margrét
og Þóra Kristín.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum.)
„Jæja Binni minn, hvernig er
staðan?“ „Þokkaleg“ svaraði hann
„en hvernig er í sandinum, rjóma-
blíða treysti ég, sæmilegt hérna
megin en aðeins byrjað að kólna“.
Svona byrjuðu flest samtöl okkar
Brynjars hvort sem það var í
gegnum Skype eða augliti til aug-
litis. Veturinn 2010 réði ég mig í
vinnu hjá Atlantshafsbandalaginu
í Kabúl í Afganistan og snemma
vors var ég kominn út. Við fórum
tveir slökkviliðsmenn og síðar um
sumarið bættust fleiri Íslending-
ar í hópinn í önnur störf. Þeirra á
meðal var Brynjar Sigmundsson.
Ekki var hann hávaxinn en glett-
inn húmor og endalausar skoðan-
ir á öllu milli himins og jarðar
urðu til þess að hann passaði full-
komlega í hópinn. Binni og Steini
Páls bjuggu á Hrútastöðum, beint
á móti Sammaling og Hilla hillu-
smið, ská á móti Óskari og Ásgeiri
og nokkrum gámum frá okkur
Steina Stebb. Fyrst í stað var
Brynjar þögull svona rétt eins og
hann væri að taka okkur út og
reyna að átta sig á því hvaða
menn við hefðum að geyma.
Fljótt myndaðist mikill vin-
skapur á milli okkar allra og átt-
um við góðar stundir saman. Við
tókumst á við ýmislegt og veltum
fyrir okkur allskonar hlutum og
málefnum. Ekkert var heilagt og
þegar umræðurnar voru sem há-
værastar var það vanalega Binni
sem átti lokaorðið en hann var
mun meira lesinn en við hinir.
Í Kabúl var lífið dálítið sér-
stakt. Þar áttu menn engan annan
kost en að halda vinskap, jafnvel
þótt við værum ekki alltaf sam-
mála. Við áttum hver annan að og
þó svo að fjölskyldur okkar væru
einungis símtal í burtu þá var það
stundum eins og órafjarlægð. Á
milli vakta heimsótti ég Binna
iðulega í vinnuna og alltaf tók
hann vel á móti mér svona rétt
eins og þegar við vinirnir heim-
sóttum hann í nýja húsið fyrir
skömmu. Hann sagði okkur frá
því hvernig hann ætlaði að inn-
rétta húsið og auðvitað höfðum
við okkar skoðanir á því en urðum
svo eins og ávallt sammála á end-
anum. Brynjar var maður sem
vann sér inn virðingu og vinskap
hjá öllum sem hann hitti. Hann
var þannig af Guði gerður að fólk
hafði gaman að að vera í kringum
hann. Oft stóð ég mig að því að við
vorum í hrókasamræðum og ég
vissi að ég hefði rangt fyrir mér
og lék mér að því að láta hann
sannfæra mig um rétt mál og allt-
af tókst honum það. Brynjar hafði
gríðarlegan áhuga á bílum og
vitnaði oft í Sigmund pabba sinn í
þeim efnum. Mér varð fljótt ljóst
að þeir feðgar væru miklir vinir
og bæru ómælda virðingu hvor
fyrir öðrum. Það kom svo ber-
sýnilega í ljós þegar Brynjar bað
pabba sinn að fara og skoða Benz-
ann sem hann hafði augastað á
sem hann svo á endanum keypti.
Alls staðar þar sem Brynjar fór
var hann hrókur alls fagnaðar og
bera honum allir vel söguna. Ég
kveð þig með vinsemd, virðingu
og söknuði, elsku vinur, og þakka
fyrir þær stundir sem við áttum
saman. Fjölskyldu þinni votta ég
mína dýpstu samúð og segi, eins
og svo oft áður sjáumst síðar,
bróðir.
Björn Halldórsson
stríðsbróðir.
Þeir sem þekkja mig vita það
um mig að ég er ekki mikið fyrir
að tala um tilfinningar mínar þó
svo að ég eigi ekki í neinum vand-
ræðum með að tjá skoðun mína á
hlutum, minningargreinar eru
mér mjög erfiðar því að alltaf
finnst mér eins og ég geti ekki
komið því sem ég vil segja nógu
vel frá mér á pappír. En þannig er
nú mál með vexti að ég bar vin
minn til hans hinstu hvílu í gær
með mikilli sorg í mínu hjarta.
Þessi félagi hafði mikil áhrif á mig
einfaldlega vegna þess hvernig
maður hann var og yfirgaf hann
þennan heim löngu áður en ég
nokkurn tíma hafði átt von á.
Binni minn, þú varst gull af manni
og það hryggir mig meira en þú
getur ímyndað þér að kveðja þig.
Þú hafðir áhrif á mitt líf á góðan
hátt og án efa allra sem þér fengu
að kynnast. Hve miklir dellukarl-
ar við vorum og alltaf að metast
og rökræða hvað væri best,
stundum sammála en ekki alltaf
en það var svo gaman hjá okkur
þegar við vorum ósammála því
rökin sem við færðum voru svo
vitlaus og fyndin. Ég vildi að við
hefðum fengið að njóta þín lengur
en raun varð en með þessu ljóði vil
ég kveðja þig, kæri vinur:
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og
góða
svo fallegur, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða,
við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
Gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár
Þó kominn sért yfir í aðra heima
Mun minning þín lifa um ókomin ár.
Þorsteinn Stefánsson.