Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 78
78 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015 Ingibjörg Þórðardóttir og eiginmaður hennar, Júlíus FreyrTheodórsson, fluttu til Hríseyjar af höfuðborgarsvæðinu fyrirfimm árum og líkar vel. „Við vildum prófa þetta, ég er alin upp í Aðaldal og vissi því alveg að hverju ég gekk.“ Þau reka Júllabúð sem er verslunin á staðnum og í september síðastliðnum tóku þau við rekstri veitingastaðarins Brekku. „Það er rólegt hér á veturna en margir koma hingað í helgarferðir og aðrir eiga hér sum- arbústað og nýta hann um helgar. Við rekum einnig gistihús á Brekku og sjáum tækifæri til að fjölga hér gestum á veturna. Hér búa um 120 manns en íbúatalan a.m.k. tvöfaldast á sumrin.“ Ingibjörg er félagsráðgjafi að mennt og stofnaði ráðgjafarstofuna Hugrekki fyrir tæpum tveimur árum. Hún býður upp á almenna ráðgjöf fyrir einstaklinga og fjölskyldur en einnig námskeið og fyr- irlestra fyrir ýmiss konar hópa. Sérsviðið er samt ráðgjöf fyrir þol- endur ofbeldis og aðstandendur þeirra. „Þetta gengur vel og fólk er að átta sig á að þessi þjónusta er í boði og hvernig hún virkar.“ Spurð um áhugamál svarar Ingibjörg heilsa almennt. „Það tónar vel við það sem ég vinn. Ég er að hefja störf sem pistlahöfundur um fjölskylduna, samskipti fólks og andlega velferð á síðunni menning- arvitinn.is. Ég er að vinna í fyrsta pistlinum sem mun birtast á næstu dögum.“ Börn Ingibjargar og Júlíusar eru Rúnar Freyr 15 ára, Jóhanna Kristín 5 ára og Stella Kristín 4 ára. „Á afmælinu ætla ég að eiga góða stund með fjölskyldunni og nánum vinum.“ Ingibjörg Þórðardóttir er fertug í dag Félagsráðgjafinn Ingibjörg rekur ráðgjöfina Hugrekki.is. Hefur í nægu að snúast í Hrísey Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Englandi William Óskar Maskell fæddist 29. júlí 2014 kl. 12.58. Hann vó 4.156 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Rakel Ýr Gunnlaugsdóttir og Ryan Christopher Maskell. Nýir borgarar A nton Helgi Jónsson fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 15.1. 1955. Fyrstu æviárin bjó hann í Hraunkoti við Hellisgerði en seinna í Sjálfstæð- ishúsinu við Strandgötu, þar sem móðir hans var húsvörður. Hann flutti síðan 12 ára með móður sinni til Reykjavíkur. Anton var eina barn foreldra sinna en þau bjuggu ekki saman og áttu bæði börn fyrir. Hann var í vorskóla hjá nunnunum í Hafn- arfirði en gekk síðan í Lækjar- skóla og var í bekk hjá Herði Jaf- etssyni. „Ég var svo við sveitastörf á Bala í Garðahreppi þar sem aust- urrísk kona, Heidi Guðmundsson, leirkerasmiður og reiðkennari, bjó. Þar lærði ég að umgangast hross, hugsa um hænsni og matjurtarækt og kynntist störfum listakonu.“ Anton var í Miðbæjarskóla og Austurbæjarskóla. Menntaskóla- árunum eyddi hann í aðfararnámi KÍ en var þó einn vetur við tamn- ingar og kúaumhirðu í Vestra- Geldingaholti hjá Rosemarie Þor- leifsdóttur og Sigfúsi Guðmunds- syni. Seinna lagði hann stund á heimspeki og bókmenntafræði við Stokkhólmsháskóla. Anton gaf út ljóðabók 19 ára og síðan hafa skáldskapur og ritstörf verið meginþátturinn í lífi hans. Anton Helgi Jónsson, rithöfundur og skáld – 60 ára Við Hrafnabjargafoss Anton Helgi og Margrét hafa farið í lengri og styttri göngur um árabil, allan ársins hring. Strákur úr Firðinum Efnilegur knapi Anton Helgi og Blesi í hindrunarstökki á Bala árið 1969. Seinni árin hefur pilturinn einkum æft hindrunarstökk á skáldfáknum. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.